Fréttablaðið - 29.03.2003, Síða 35

Fréttablaðið - 29.03.2003, Síða 35
LAUGARDAGUR 29. mars 2003 35 unnar, Steingrím Þórhallsson. Kór Nes- kirkju leiðir sönginn og séra Örn Bárður Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar. Nýi messusöngurinn er bjartari en hið sígilda tónlag.  20.30 Æðruleysismessa í Akureyr- arkirkju. Þess er minnst að fimm ár eru liðin frá fyrstu æðruleysismessunni, sem þar var haldin. Inga Eydal og Krossband- ið leiða almennan söng. ■ ■ OPNUN  14.00 Gunnella opnar málverka- sýningu í Baksalnum í Galleríi Fold við Rauðarárstíg. Sýninguna nefnir listakon- an Út um græna grundu. Sýningin stendur til 16. apríl. ■ ■ SÝNINGARLOK  Sýningu Finnboga Péturssonar í Kúlunni í Ásmundarsafni lýkur á sunnudag. Ásmundarsafn er opið dag- lega frá kl. 13 til 16.  Sýningunni Sveitungar á Kjarvals- stöðum lýkur. Sýningin er unnin í sam- vinnu við Kjarvalsstofu í Borgarfirði eystra og lýsir í máli og myndum sveit- ungum Kjarvals á hans bernskuslóðum. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega kl. 10- 17. Leiðsögn er um sýningar safnsins alla sunnudaga kl. 15.00.  Sýningu Diddu Leaman og Ingu Þóreyjar Jóhannsdóttir í Gallerí Skugga, Hverfisgötu 39, lýkur á sunnu- dag. Gallerí Skuggi er opið alla daga nema mánudaga kl. 13-17. ■ ■ KVIKMYNDIR  15.00 Hin víðfræga sovéska kvik- mynd Trönurnar fljúga frá árinu 1957 verður sýnd í bíósalnum Vatnsstíg 10. Leikstjóri var Mikhaíl Kalatozov, en í að- alhlutverkunum voru Tatjana Samojlova og Alexej Batalov. Enskur texti er með myndinni. Aðgangur ókeypis og öllum heimill.  15.00 Heimildamyndin Dagsverk eftir Kára Schram verður sýnd í Nýlista- safninu við Vatnsstíg í tengslum við sýn- ingu helgaða Degi Sigurðarsyni.  19.30 Bíó Reykjavík heldur Sunnu- dagsbíó á Sirkus. Sýndar verða fimm fyrstu kvikmyndir Stanley Kubricks, þrjár fyrstu stuttmyndir hans sem og „Fear and Desire“ og „Killers Kiss“. Sirkus er á horni Laugavegs og Klappar- stígs. Allir velkomnir og ókeypis aðgang- ur á meðan húsrúm leyfir. ■ ■ TÓNLEIKAR  16.00 Sinfóníuhljómsveit Norður- lands heldur sinfóníettutónleika í Ketil- húsinu í Listagilinu á Akureyri. Sinfóní- ettan er 15 manna kammersveit, skipuð flestöllum hljóðfærum sinfóníuhljóm- sveitar. Frumfluttur verður víólukonsert eftir Óliver Kentish og einnig verða flutt verk eftir Francis Poulenc, César Franck og Antonin Dvorák.  17.00 Jörg Sondermann orgelleik- ari heldur tónleika í Hallgrímskirkju á vegum Listvinafélags kirkjunnar. Hann leikur orgelverkið Job eftir tékkneska tónskáldið Petr Eben á stóra Klaisorgel- ið. Kristján Valur Ingólfsson les viðeig- andi brot úr Jobsbók á milli kafla verks- ins.  17.00 Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna flytur verk eftir Wolfgang Ama- deus Mozart í Seltjarnarneskirkju. Stjórnandi á tónleikunum er Ingvar Jón- asson, sem hefur verið leiðtogi og aðal- stjórnandi hljómsveitarinnar frá stofnun hennar.  20.00 Elín Ósk Óskarsdóttir sópr- an syngur með Tríói Reykjavíkur í Hafnarborg. Tríóið flytur píanótríó frá ár- inu 1995 eftir Áskel Másson og hið fræga d-moll tríó eftir Felix Mendelsohn. Elín Ósk flytur nokkrar glæsiaríur. Annar gestur á tónleikunum verður Richard Simm píanóleikari. ■ ■ LEIKLIST  14.00 Hafnarfjarðarleikhúsið sýnir nýtt barnaleikrit, Gaggalagú, eftir Ólaf Hauk Símonarson.  14.00 Karíus og Baktus eftir Thor- björn Egner á Litla sviði Þjóðleikhúss- ins.  15.00 Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir gamanleikritið Forsetinn kemur í heimsókn í Ásgarði, Glæsibæ. Sýningum fer fækkandi.  20.00 Stúdentaleikhúsið sýnir splatter-kómedíuna Sweeney Todd eftir Christopher G. Bond í Vesturporti.  20.00 Hugleikur sýnir leikritið Undir hamrinum eftir Hildi Þórðardóttur í Tjarnarbíói.  20.00 Söngleikurinn Með fullri reisn eftir Terrence McNally og Davit Yazbek á Stóra sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Maðurinn sem hélt að kon- an hans væri hattur eftir Peter Brook og Marie-Hélène Estienne Nýja sviði Borgarleikhússins.  20.00 Hin smyrjandi jómfrú, ein- leikur eftir Charlotte Bøving, sýnt í Iðnó.  20.00 Púntila og Matti eftir Bertolt Brecht er sýnt á Stóra sviði Borgarleik- hússins. ■ ■ SÝNINGAR  Helgi Þorgils Friðjónsson er með einkasýningu á Kjarvalsstöðum. Hann sýnir þar eingöngu ný málverk.  Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhús- inu, stendur yfir sýning á sovéskum veggspjöldum úr eigu safnsins, sem hafa ekki komið áður fyrir almennings- sjónir. Heilbrigði, hamingja og friður er yfirskrift sýningarinnar.  Í Hafnarhúsinu stendur yfir einka- sýning Patrick Huse sem nefnist Penetration. Sýningin er síðasti hluti trílógíu sýninga listamannsins, sem fjalla um samband manns og náttúru á norð- urslóðum.  Hlutabréf í sólarlaginu nefnist sýn- ing helguð Degi Sigurðarsyni, sem stendur yfir í Nýlistasafninu við Vatns- stíg.  Sýning á verkum þýska listamanns- ins Bernd Koberling stendur yfir í gall- eríinu i8 við Klapparstíg.  Stella Sigurgeirsdóttir sýnir Himna- för/The Death of the hoover undir stig- anum í galleríinu i8 við Klapparstíg.  Sýningin Undir fíkjutré: Alþýðulistir og frásagnarhefðir Indlands stendur yfir í Listasafninu á Akureyri. Þetta er í fyrsta sinn sem indversk myndlist er kynnt með jafn víðfeðmum hætti hér.  Myndlistarmaðurinn Gunnar Örn sýnir í Listasafni ASÍ, Freyjugötu 41. Verkin á sýningunni nefnast Sálir og Skuggi.  Þór Magnús Kapor er með mynd- listarsýningu í Listasal Man, Skóla- vörðustíg 14.  Í sal Íslenskrar grafíkur, sem er hafnarmegin í Hafnarhúsinu, sýnir Alistair Macintyre stór pappírsverk, sem unnin eru með ís og járnlitarefni.  Í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar, stendur yfir sýn- ing á áður ósýndum verkum listakon- unnar Louisu Matthíasdóttur.  Í Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar, stendur yfir sýn- ing á verkum Hlífar Ásgrímsdóttur og Ólafar Oddgeirsdóttur. Á sýningunni, sem þær nefna Með lífsmarki eru að hluta til verk sem listakonurnar hafa unnið í sameiningu.  Jóhannes Geir listmálari sýnir á um 70 verku í Húsi málaranna, Eiðistorgi. Rúmlega tuttugu ár eru frá því Jóhannes Geir hélt síðast sýningu.  Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur valið verk eftir myndlistarmenn á sýn- inguna Þetta vil ég sjá í Gerðubergi.  Sýning Blaðaljósmyndarafélags Ís- lands á ljósmyndum ársins stendur yfir í Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs. Á neðri hæðinni eru auk þess sýndar ljós- myndir Ólafs K. Magnússonar frá fyrstu 20 árum hans á Morgunblaðinu.  Fjórir ungir ljósmyndarar, Katrín El- varsdóttir, Kristín Hauksdóttir, Orri og Sigríður Kristín Birnudóttir, sýna í Ljós- myndasafni Reykjavíkur.  Franski myndlistarmaðurinn Serge Comte sýnir í Nýlistasafninu. Hann er búsettur hérlendis en hefur að mestu sýnt erlendis, einkum í París þar sem hann hefur átt velgengni að fagna.  Svandís Egilsdóttir er með mynd- listarsýningu í Galleríi Sævar Karls. Á sýningunni eru olíumálverk og skúlptúr. Þetta er fyrsta einkasýning hennar í Reykjavík. Þetta var mjögáferðarfallegt og líflegt leikhús. Og Teddi flottur,“ segir Hilmar Jónsson, leikari og leikstjóri, sem mikið hefur starfað með Hafnar- fjarðarleikhúsinu. „Ungu leikar- arnir úr Vesturporti voru líka frá- bærir.“ Mittmat Lynghálsi 4 110 Rvk. Sími: 867 3284 - 588 8886 N U D D P O T T A R Pálmatré Margar gerðir - allt að 11 m há. Verð dæmi: 260 cm með “Ekta” stofni og blöðum. Kr. 43.500,- Bonsaitré Margar gerðir 40-65 cm. Gerfi blöð, “ekta” stofn. Lauftré Margar gerðir og stærðir. Gerfi blöð, “ekta” stofn. Barrtré Margar gerðir og stærðir. “Ekta” barr og stofn. G E R V I T R É Rafkynntir nuddpottar. Léttir - færanlegir. Þrjár stærðir Verð frá kr. 240.000,- Tilboðsverð til Páska Við ætlum að syngja konsert-aríu eftir Mozart og ljóð eftir R. Strauss og Rodrigo. Svo syngj- um við íslensk lög eftir Pál Ísólfs- son og þrjár óperuaríur,“ segir Xu Wen, sópransöngkona frá Kína, sem hefur verið búsett hér á landi í fjórtán ár. Hún verður með tón- leika í Salnum í Kópavogi síðdeg- is í dag ásamt Önnu Rún Atladótt- ur píanóleikara. Xu Wen ætlar einnig að syngja þrjú kínversk þjóðlög. Kínversk tónlist er töluvert frábrugðin vestrænni tónlist, og svo er söngtæknin mjög ólík. „Við notum meira höfuðtóna svo þetta hljómar ekki jafn opið og evrópsk tónlist. Söngröddin hljómar miklu mjórri. Svo stend ég ekki bara og syng heldur fylgja ákveðnar lík- amshreyfingar tónlistinni.“ Xu Wen lærði upphaflega að syngja á kínverskan máta. Hún lærði ekki evrópska söngtækni fyrr en hún kom til Íslands. „Þetta eru mjög gömul kín- versk þjóðlög. Ekkert er vitað um höfundana. Eitt þeirra fjallar um jasmínblóm og unga stúlku sem langar að tína það. En hún óttast að kannski vaxi þá ekki annað blóm næsta ár.“ ■ Kínversk þjóðlög og Páll Ísólfsson ANNA RÚN ATLADÓTTIR OG XU WEN Þær flytja fjölbreytta tónlist í Salnum í Kópavogi klukkan fjögur í dag. ■ TÓNLEIKAR ✓ ✓ ✓

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.