Fréttablaðið - 29.03.2003, Side 10

Fréttablaðið - 29.03.2003, Side 10
Hvíta húsið er haldið þeirri þrá- hyggju að fara með mál sem leyndarmál, segir leiðarahöfund- ur The New York Times og vísar til nýlegrar reglugerðar sem Bandaríkjaforseti undirritaði. Þar eru settar ýmsar takmarkanir við því að skjöl séu gerð opinber. Öll skjöl sem bandarísk stjórnvöld fá frá erlendum ríkisstjórnum eru ríkisleyndarmál og leyniþjónust- an fær aukið vald til að skilgreina skjöl sem sérstaklega viðkvæm þannig að ekki þurfi að birta þau svo dæmi séu tekin. Í fyrsta skipti í sögunni fær varaforsetinn vald til að skilgreina upplýsingar sem leyndarmál. „Það að veita þessa heimild Dick Cheney varaforseta, sem hefur verið skeytingarlaus um rétt almennings til að vita hvað stjórnvöld aðhafast, virðist sérstaklega slæm þróun.“ Leiðarahöfundur rifjar upp að í forsetatíð Bills Clintons hafi stefnan verið sú að ef stjórnvöld væru ekki viss um að halda ætti skjölum leyndum væru þau gerð opinber. Í stjórnartíð George W. Bush virðist þessu hafa verið snú- ið á haus. Breytingarnar „eru áminning um að núverandi stjórn- völd hafa gert leynd að þrá- hyggju.“ Leiðarahöfundur Economist bein- ir augum sínum að stríði, sínu mannskæðara, sem fær mun minni athygli en innrásin í Írak. Þó talið sé að borgarastríðið í Kongó hafi kostað þrjár og hálfa milljón manns lífið frá 1998 og leitt til hernaðaríhlutunar sex annarra Afríkuríkja sést það stríð sjaldnast á sjónvarpsskjám al- mennings og síðum dagblaðanna. Þar sem umheiminum stafar ekki hætta af atburðum í Kongó fylgj- ast fæstir með þeim. „Í ringulreiðinni hafa óteljandi hópar uppreisnarmanna og víga- menn ættbálka slátrað bændum og rænt geitum þeirra...Allir stríðsaðilar ræna náttúruauðlind- um landsins, sem gefur þeim ástæðu til að halda áfram þátttöku sinni.“ Leiðarahöfundur segir að þó fælni Sameinuðu þjóðanna við að skipta sér af borgarastríðinu sé skiljanleg sé kostnaðurinn í lífum almennings of hár til að aðgerða- leysi sé viðunandi. ■ 10 29. mars 2003 LAUGARDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Ég held bara að hann Ellert séorðinn róttækari en ég,“ hvísl- aði Jóhanna Sigurðardóttir að sessunauti sínum, eftir að undir- ritaður hafði messað á einhverj- um framboðsfundinum. Og það sama sögðu strákarnir sem eru í framboði fyrir Sjálfstæðisflokk- inn, þegar við áttum kappræður um daginn. Hann er verri en Ög- mundur, sögðu þeir og slógu sér á lær. Ja hérna, hugsaði ég, getur þetta verið rétt? Og hvað skyldi þá vera átt við með róttækninni? Ennþá er ég gallharður NATO- sinni og er sammála Atlantshafs- bandalaginu þegar það telur stríð- ið gegn Írak ótímabært. Ég er sammála þeirri grundvallarstefnu í utanríkismálum að ganga til al- þjóðasamstarfs með upprétt höf- uð og fullur sjálfstrausts, eins og þegar við gerðumst aðilar að EFTA og Evrópska Efnahags- svæðinu, og vil af þeim sökum óhræddur láta skoða kosti og galla hugsanlegrar aðildar að Evrópu- sambandinu. Ég er enn þeirrar skoðunar að athafnafrelsi og ein- staklingsfrelsi séu hornsteinar framfara og lífskjara og met frel- si mitt og annarra, til orða og at- hafna, sem dýrmætustu réttindin. Enda hafa frelsi í viðskiptalíf- inu og athafnalífinu og aðildin að EES gerbreytt íslensku samfélagi á síðustu árum og ríkisstjórnar- flokkarnir hafa átt sinn þátt í þeirri þróun. Maður lifandi, henni er ekki alls varnað, þessari stjórn. Nema það, að í ákafanum, hefur það gleymst að líta til þeirra, sem hafa orðið undir í lífsbaráttunni. Sem hafa gengið bónleiðir til búð- ar á markaðstorgi frjálshyggj- unnar. Orsakirnar og afleiðingarnar eru meðal annars þessar: Á meðan bankar og fyrirtæki telja sig hafa efni á að bjóða forstjórum sínum kaupauka og starfslok fyrir tugi milljóna, sitja þúsundir manna eftir með tekjur sem ekki duga til framfærslu. Fólk neðan fátæktar- marka telst vera um tíu þúsund manns. Bótaþegar, fólkið sem hef- ur ekki annað sér til framfæris en almannabætur, greiðir milljarð í skatt á hverju ári, af þessum bót- um sínum. Skattbyrðin hefur þyngst á millitekjufólki og þeim sem þar eru neðar, meðan skött- um er létt af hátekjufólki. Al- mannatryggingakerfið er að breytast í ölmusukerfi, að mati Stefáns Ólafssonar prófessors, sem gert hefur úttekt á almanna- tryggingakerfinu. Að þessu hefur markvisst ver- ið unnið, í nafni frjálshyggjunnar, með of lágum skattleysismörkum, með tekjutengingum, með lág- launastefnu og tómlæti mark- aðslögmálanna, sem mælir gróð- ann en gleymir fórnarlömbunum. Ég hef alltaf litið svo á, að frelsi einstaklingsins nái líka til þeirra, sem standa höllum fæti, enda eru lífsgæðin ekki einasta talin í krónum og aurum. Þau fel- ast ekki síður í svigrúmi og tæki- færi öllum til handa, lífsgæðum menntunar, atvinnu, tómstunda og sanngjarnrar samhjálpar. Börnin okkar eiga að sitja við sama borð til iðkunar íþrótta, tónlistar, um- hverfis, uppeldis. Það gera þau ekki, þegar tekjur heimilanna leyfa sumum að njóta forréttinda en öðrum ekki, sökum misskipt- ingar og misjafnra efna. Kannski er það róttækni að berjast fyrir slíkum mannréttind- um? Eru það ekki miklu fremur svik við hugsjónina á bak við ein- staklingsfrelsið, að hundsa það fé- lagslega réttlæti, þá sjálfsögðu undirstöðu lífsbaráttunnar, að all- ir eigi til hnífs og skeiðar, gangi jafnir til leiks? Hvernig fólk vinnur úr því er annað mál og hver er sinnar gæfu smiður. En þjóðfélagið er ekki frumskógur. Þjóðfélagið er sam- félag okkar allra og þá er það skylda þess að hugsa til sinna minnstu bræðra og gera þeim líf- ið léttara. Í því felst mín róttækni, í hinu raunverulega frelsi einstak- linganna. Allra einstaklinganna. Ekki bara þeirra ríku. ■ Hugsað uppá nýtt ELLERT B. SCHRAM ■ veltir fyrir sér róttækni. Úr leiðurum ■ Leiðarahöfundur vikuritsins The Economist veltir fyrir sér ástæðum þess að heimsbyggðin sýnir dauða 3,5 milljóna manna í borgarastríði engan áhuga. Í leiðara The New York Times er Bandaríkjastjórn sökuð um að ganga of langt í að leyna almenning upplýs- ingum um stjórn landsins. Hið sanna einstaklingsfrelsi ■ Bréf til blaðsins ■ Af Netinu Ekki svo glæsileg frammistaða Gamall framsóknarmaður skrifar: Glæsilegt afrek Framsóknarskrifar Magnús Stefánsson 11. þessa mánaðar í grein í Fréttablaðinu. Þar lofar hann mjög störf og stefnu framsóknar- manna fyrr og síðar fyrir glæsi- leg afrek. Af því geti Framsókn gengið stolt til kosninga að þessu sinni eins og ávallt áður. Magnús telur meirihluta kjósenda ætla að veita Framsóknarflokknum brautargengi og vísar til niður- stöður skoðanakannana á fylgi flokkanna. Þar komi fram að ósk- að sé eftir áframhaldandi stjórn- arþátttöku þeirra. Ekki er hægt að neita að Framsóknarflokkurinn var góður umbóta- og framfaraflokkur á árum áður, en hver er sagan nú? Sambandið gjaldþrota fyrir löngu. Sveitirnar eru meira eða minna komnar í eyði. Ef kjör- dæmi Magnúsar er skoðað kemur í ljós að á Skógarströnd, sem er stórt sveitarfélag, var aðeins eitt barn á skólaskyldualdri árið 2001. Þá eru flestar jarðir þar í sveit komnar í eyði. Eyrarhrepp- ur er lítil sveit með fjórar jarðir í ábúð af fjórtán. Sé vitnað í um- mæli kunnugra virðist ástandið ekki betra í Miklaholtshreppi né í Staðarsveit. Þá er ekki hægt að horfa framhjá því að stór hópur bænda lifir undir fátæktarmörk- um. Allt er þetta undir hinni glæsi- legu handleiðslu framsóknar- manna sem alþingismaðurinn er svo stoltur af. Ef kjörfylgið fyrir síðustu kosningar er skoðað kem- ur í ljós að Framsókn fékk 15 þingmenn kjörna og tapaði þrem- ur. Samkvæmt nýjustu skoðana- könnunum er þeim spáð átta þingsætum og á stundum ekki nema sex. ■ Óska honum velfarnaðar „Ég veit ekki hvort maður eigi að svara svona ummælum öðruvísi en að Jónas hefur gaman af því að skrifa. Og vil ég óska honum far- sældar á Eiðfaxa,“ segir Sigmund- ur Ernir Rúnarsson, ritstjóri DV. Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri DV, segir á heimasíðu sinni jonas.is að DV hafi vegnað illa eftir að hann hætti störfum á blaðinu fyrir rúmu ári. „Blaðið safnar tug- milljóna skuldum í mánuði hverjum og stefnir hröðum skrefum til endalokanna. Sorglegt er, þegar góð fyrirtæki lenda í hönd- um manna, sem kunna ekki með að fara,“ segir Jónas á heimasíðu sinni, en hann hefur verið ráðinn ritstjóri Eiðfaxa. Leyndarmál og áhugaleysi Sigurður Kári Kristjánsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins. Einkamál hvers og eins Það er einkamál hvers og eins hvort hann styður stjórmálaflokka og þá hvaða flokk. Það kemur engum öðrum við en þeim sem það gerir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft þá stefnu að opna ekki sitt bókhald. Það sama má í raun segja um hina flokkana. Samfylkingin lofaði þremur dögum fyrir síð- ustu kosningar að opna sitt bókhald en gerði ekki. Þess má geta að Davíð Oddsson hefur varpað fram þeirri hugmynd, nú síðast á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, að fyrirtækjum verði bannað að styrkja stjórnmála- flokka fjárhagslega. Þeirri hugmynd hefur verið illa tekið af vinstri flokkunum. Ástæðuna tel ég vera að rúmlega 30.000 manns eru flokksbundnir í Sjálfstæðis- flokknum og yrði því léttvægara högg fyrir okkur heldur en hina flokkana að fá ekki fjárstuðning fyrir- tækja. Margrét Sverrisdóttir, frambjóðandi Frjálslynda flokksins. Kemur í veg fyrir spillingu Bókhald stjórnmálaflokka verður að vera opinbert eins og tíðkast hjá Frjálslynda flokknum. Ef ekki tel ég það bjóða upp á spillingu og eilífan grun þar um. Stjórnmálin eru ekki rekin fyrir opnum tjöldum og flokkar sem neita að upplýsa um sín fjármál eru í raun að gera kröfu um að geta stundað pólitíska spillingu og hags- munavörslu án þess að almenningur, sem þeir sækja at- kvæðin sín til, fái að vita nokkuð þar um. Slíkir flokkar eiga ekki skilið atkvæði almennings. Í löndunum í kringum okkur þykir sjálfsagt og eðlilegt að flokkar séu með opið bókhald. Rök þeirra sem eru á móti opnu bók- haldi finnst mér léttvæg. Þá tel ég ummæli Davíðs um bann á framlögum frá fyrirtækjum ekki raunhæf. Af hverju að banna slíkt ef bókhald er áfram lokað? Það kemst enginn nær sannleikanum þar um og auðvelt að breiða yfir áframhaldandi móttöku slíkra framlaga. Opið bókhald stjórnmálaflokkana Skiptar skoðanir Meðmæli „Egill er menntamaður í evrópsk- um skilningi, víðlesinn og heldur lifandi áhuga á hugmyndum. Hann er ekki bundinn af reglum um að gæta jafnvægis milli flokka eða kynja í vali viðmæl- enda, heldur býður hann í þáttinn þeim, sem hann telur hafa eitt- hvað merkilegt að segja.“ HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON PRÓFESSOR UM SILFUR EGILS Á HEIMASÍÐU SINNI HI.IS/~HANNESGI/ Auðhringur og æra „Var ekki nóg fyrir þessa ríkis- stjórn að ræna okkur ómetanleg- um náttúrugæðum norðan Vatna- jökuls til að fóðra verksmiðju auðhrings sem selur ál í vopna- framleiðslu? Var nauðsynlegt að ræna okkur ærunni líka?“ STEINÞÓR HEIÐARSSON Á MURINN .IS ■ Bætiflákar Gallabuxur 50% afsláttur í dag stærðir 34-48

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.