Fréttablaðið - 29.03.2003, Side 12

Fréttablaðið - 29.03.2003, Side 12
12 29. mars 2003 LAUGARDAGUR HÁRPRÚÐUR Moochie Norris, hinn hárprúði leikmaður Houston Rockets, dripplar boltanum fram- hjá Speedy Claxton, leikmanni San Anton- io Spurs, í leik liðanna í NBA-deildinni í körfubolta í fyrrakvöld. Spurs vann leikinn með 98 stigum gegn 85. Körfubolti hvað?hvar?hvenær? 26 27 28 29 30 31 1 MARS Laugardagur FÓTBOLTI Berti Vogts, þjálfari skoska landsliðsins í knattspyrnu, mun treysta á eldri leikmenn liðs- ins til að drífa liðið áfram í leiknum gegn Íslandi. Paul Lambert, leikmaður Celtic, og Barry Ferguson, leikmaður Rangers, verða að öllum líkindum á miðjunni og Steven Pressley, fyrir- liði Hearts, mun stjórna vörninni. Pressley, sem er að leika sinn sjötta landsleik, segir þá Lambert og Ferguson vera góðar fyrir- myndir. „Lambert er afar ákveð- inn. Maður vinnur ekki Evrópu- keppni bikarhafa, leikur með Bor- ussia Dortmund og er fyrirliði Celtic án þess að vera það. Barry Ferguson er fyrirliði Rangers og Christian Dailly [leikmaður West Ham] er afar sterkur persónu- leiki.“ Talið er að þeir Dailly og Lee Wilkie hjá Dundee leiki með Pressley í vörninni. Gary Naysmith, leikmaður Everton, og Paul Devlin hjá Birmingham verða líklega á köntunum. Einnig er búist við því að Stevie Crawford, leik- maður Dunfermline, verði í fram- línunni og með honum verði annað hvort Don Hutchison, leikmaður West Ham, eða Kenny Miller hjá Wolves. ■ Berti Vogts, þjálfari Skotlands: Treystir á eldri leikmenn VOGTS Þjóðverjinn Berti Vogts leiddi þýska landsliðið til Evrópumeistaratitils árið 1996.  13.00 Ásgarður Stjarnan tekur á móti FH í 8 liða úrslit- um kvenna í handbolta.  13.00 Ásvellir Haukar og Grótta KR eigast við í 8 liða úrslitum kvenna í handbolta.  13.00 Valsheimili Valur fær Víkinga í heimsókn í 8 liða úrslitum kvenna í handbolta.  13.00 Vestmannaeyjar Eyjastúlkur taka á móti Fylki/ÍR í 8 liða úrslitum kvenna í handbolta.  14.40 Sjónvarpið Bein útsending frá leik Skota og Íslend- inga í undankeppni EM í fótbolta.  17.15 Sýn EM 2004. Bein útsending frá leik Liechtensteins og Englands í 7. riðli.  17.30 Keflavík Keflavík tekur á móti KR í úrslitum 1. deildar kvenna í körfubolta.  11.00 Fífan Stjarnan og Afturelding eigast við í deildarbikarkeppni karla í fótbolta.  13.00 Fífan Eyjamenn mæta Haukum í deildarbik- arkeppni karla í fótbolta.  14.00 Reykjaneshöll Keflvíkingarog KA-menn eigast við í deildarbikar karla í fótbolta.  16.00 Reykjaneshöll Grindavík mætir Víkingi í deildarbikar- keppni karla í fótbolta.  16.00 Njarðvík Njarðvík og Keflavík eigast við í undan- úrslitum karla í körfubolta.  16.00 Sauðárkrókur Tindastóll tekur á móti Grindavík í undanúrslitum karla í körfubolta.  16.15 Ásgarður Stjarnan tekur á móti Þór í Esso-deild karla í handbolta.  16.15 Ásvellir Haukar og ÍR eigast við í Esso-deild karla í handbolta.  16.15 KA heimilið KA mætir ÍBV í Esso-deild karla í hand- bolta.  16.15 Selfoss Selfyssingar taka á móti HK-mönnum í Esso-deild karla í handbolta.  16.15 Seltjarnarnes Grótta KR og FH eigast við í Esso-deild karla í handbolta.  16.15 Valsheimili Valur mætir Aftureldingu í Esso-deild karla í handbolta.  16.15 Víkin Víkingur tekur á móti Fram í Esso-deild karla í handbolta.  18.00 Reykjaneshöll FH-ingar og Valsmenn eigast við í deildarbikarkeppni karla í fótbolta. hvað?hvar?hvenær? 27 28 29 30 31 1 2 MARS Sunnudagur FÓTBOLTI „Við þurfum náttúrlega að verjast í byrjun leiks,“ sagði Atli Eðvaldsson landsliðsþjálfari þegar Fréttablaðið spurði hann um leik Skota og Íslendinga á Hampden Park í dag. „Það er bara eðlilegt því þeir verða á heimavelli, drifnir áfram af 50 þúsund áhorfendum og ætla sér ekkert annað en sigur á móti okkur.“ „Við verðum að standa af okkur fyrsta áhlaupið, svo fáum við örugg- lega okkar möguleika þegar líður á leikinn. Við megum alls ekki byrja leikinn eins og þennan í haust og fá á okkur mark í byrjun. Markið kom eftir röð af mistökum og það var mjög niðurdrepandi. Síðan kom góður 20 mínútna kafli hjá okkur þar sem við fengum nokka mögu- leika. Eiður skaut t.d. í slá,“ sagði Atli. „Hefðin vinnur með Skotum. Það eru aðeins fimm ár síðan þeir léku opnunarleikinn á HM við Brasilíu. Skoska knattspyrnan er líka á upp- leið að nýju. Celtic er t.d. komið í undanúrslit í Evrópukeppni eftir að hafa slegið út Liverpool. Berti Vogts segist líka hafa náð fram ástríðunni í leik Skotanna, nokkuð sem þá hef- ur vantað á undanförnum árum.“ „Við verðum líka að gera okkur grein fyrir því að ef að við missum tvo af okkar sterkustu mönnum þá eigum við ekki menn í sama styrk- leikaflokki til að hlaupa í skarðið. Ef þeir missa leikmenn úr sínum hópi koma aðrir álíka sterkir í staðinn. Það er langt liðið á keppnistímabilið á Bretlandseyjum og Skotar eiga að vera í góðri leikæfingu. Keppnis- tímabilið hjá sex af okkar strákum er hins vegar ekki byrjað.“ Atli rifjaði upp umræðuna fyrir leikinn í fyrra þegar Skotar voru taldir í lægð og Íslendingar sigur- stranglegri. „Ég sagði þeim að þessi umræða gangi ekki fyrir þennan leik. Þeir eru klárlega sigurstrang- legri. Það er ekki nokkur fjölmiðill í Skotlandi sem býst við öðru en skoskum sigri. Við göngum bara út frá því að Skotar séu sigurstrang- legri.“ ■ Skoska landsliðið sigurstranglegra Við eigum engu að síður möguleika, segir Atli Eðvaldsson. LANDSLIÐSHÓPURINN Leikmenn Íslands félag, landsleikir mörk Birkir Kristinsson ÍBV 73 - Árni Gautur Arason Rosenborg 25 - Rúnar Kristinsson Lokeren 96 3 Guðni Bergsson Bolton 77 1 Arnar Grétarsson Lokeren 57 2 Þórður Guðjónsson Bochum 43 11 Lárus Orri Sigurðsson WBA 37 2 Brynjar Björn Gunnarsson Stoke 34 3 Pétur Hafliði Marteinsson Stoke 25 - Tryggvi Guðmundsson Stabæk 29 8 Arnar Þór Viðarsson Lokeren 22 - Eiður Smári Guðjohnsen Chelsea 20 6 Marel Baldvinsson Lokeren 11 - Ívar Ingimarsson Brighton 9 - Jóhannes Karl Guðjónsson Aston Villa 9 1 Bjarni Þorsteinsson Molde 8 - Gylfi Einarsson Lilleström 7 - Indriði Sigurðsson Lilleström 6 - FYRRI VIÐUREIGNIR ÍSLANDS OG SKOTLANDS 12. okt. 2002 Ísland 0 Skotland 2 28. maí 1985 Ísland 0 Skotland 1 17. okt. 1984 Skotland 3 Ísland 0 27. júlí 1964 Ísland 0 Skotland 1 Samanlagt: L H Úti U J T Ísl.-Skotl. 4 3 1 0 0 4 Ísland hefur aldrei náð í stig gegn Skot- um og aldrei skorað mark í fjórum viður- eignum liðanna. STAÐAN Í 5. RIÐLI: Lið L S Þýskaland 2 6 Skotland 2 4 Ísland 2 3 Litháen 3 3 Færeyjar 3 1 LEIKIR DAGSINS: Skotland-Ísland Þýskaland-Litháen ATLI EÐVALDSSON Skotar eru sigurstranglegri sagði Atli við skoska blaðamenn. Umræðan frá því haust geng- ur ekki fyrir leikinn í dag. ÍSLAND Lokakeppni EM kvennalandsliða verður haldin á Englandi sumarið 2005. Evrópukeppni kvenna 2005: Keppnin er hafin FÓTBOLTI Undankeppni Evrópu- keppni kvennalandsliða hófst sl. miðvikudag með leik Hollands og Spánar. Spánverjar sigruðu 1:0 með marki Laura del Rio á 72. mínútu. Daginn eftir unnu Þjóðverjar Skota 5:0. Birgit Prinz skoraði tvisvar í sínum 100. landsleik en Michelle Barr og Nicky Grant, leik- menn ÍBV, léku með Skotum. Ísland leikur í riðli með Frökk- um, Ungverjum, Pólverjum og Rússum. Fyrsti leikurinn í riðlinum verður milli Póllands og Ungverja- lands 19. apríl. Fyrsti leikur Íslands í undankeppninni verður á heima- velli gegn Ungverjum þann 14. júní. ■ Skoðaðu alla söluskrána á heimasíðunni www.fyrirtaekjasala.is Síðumúla 15 Sími: 588 5160 Gunnar Jón Yngvason Löggiltur fasteigna- og fyrirtækjasali. 3 góð framleiðslufyrirtæki/ búnaður til sölu 200 mót 8 teg- undir , hellu- mót, traust og góð mót, mjög lítið notuð. Getur veri starfrækt hvar sem er á landinu, verð aðeins kr 2.000.000,- Kleinugerð (ekki í rekstri) með öllum búnaði , umbúðum og tækjum, hentugt leiguhúsnæði getur fylgt, verð aðeins kr 600 þús Hellusteypa Kleinugerð Bátamót Vönduð mót fyrir framleiðsu úr trefja- plasti á þessum vatna- bát. Góðir tekju- möguleikar Hentugt sem aukavinna , getur verið hvar sem er á landinu verð aðeins kr 600 þús + 2 bátar úr mótunum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.