Fréttablaðið - 29.03.2003, Qupperneq 27
LAUGARDAGUR 29. mars 2003
islandssimi.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
SS
2
06
14
03
/2
00
3
*Meðan birgðir endast.
Startpakkinn
- tölvuleikur fylgir!
Verslun Íslandssíma í Kringlunni.
Þú velur!
Tölvuleikur að verðmæti 4.990 kr.
fylgir með Startpakkanum.*
3.750 kr. á mánuði
256 Kb/s 512 Kb/s hraði
og 100 MB til útlanda innifalið.
Startpakkinn
- allt sem til þarf
Innifalið í ADSL II Startpakka er:
USB mótald, stofngjald og smásía.
Samtals að verðmæti 18.125 kr.
Miðað er við 12 mánaða áskrift.
Internetaðgangur er innifalinn í mánaðargjaldi.
0 kr.
Hvergi lægra mánaðargjald!
til 15. apríl
Skemmtilegast að raða plötum
Arnar Eggert Thoroddsen,blaðamaður Morgunblaðsins,
komst sjálfur í blöðin eftir að hafa
opinberað skoðun sína á banda-
rísku rokkhljómsveitinni Nirvana.
Honum bárust tölvupóstar fullir af
reiði, auk þess sem heitar umræð-
ur mynduðust á huga.is um málið.
Þar skiptu menn sér í flokka eftir
því hvort þeir studdu skoðun
Arnars, að Nirvana „skipti engu
máli“, eða ekki.
Arnar á vel yfir 4.000 titla og
þar glittir í plötur af öllum tónlist-
arstefnum, hvort sem um er að
ræða argasta popp, kammertón-
list, djass, hiphop, pönk eða metal.
Hann fullyrðir að hann hafi hlust-
að á þær allar og segist aldrei
hafa losað „ruslið“ úr safninu.
„Ég setti mér reglu þegar ég
eignaðist plötuna „The Return of
Bruno“ með Bruce Willis að losa
mig aldrei við neitt,“ segir Arnar
grafalvarlegur. „Ég hafði verið að
velta því fyrir mér hvort ég ætti að
sverta safnið mitt með þessari
plötu en ákvað svo; „Einu sinni inn,
aldrei út“.“
Þeir sem hafa séð myndina
„High Fidelity“ með John Cusack í
aðalhlutverki ættu að vita að á
meðal manískra plötusafnara
skiptir höfuðmáli hvernig plötun-
um í safninu er raðað.
„Ég skammast mín fyrir að
segja frá því en eins og staðan er í
dag er allt í rugli. Það hefur áhrif,
maður finnur aldrei neitt. John
Peel, útvarpsmaður á BBC, er með
sitt safn í harðri stafrófsröð af því
að hann var orðinn leiður á því að
vera í marga daga að leita að ein-
hverri einni plötu.“ Arnar er
þenkjandi maður og segist gera
sér grein fyrir því að það sé hálf
barnalegt að safna efnislegum
hlutum. Þetta sé þó hans áhuga-
mál.
Arnar er einn af þeim sem geta
réttilega talist vera „alætur“ á
tónlist, þar sem hann hefur kynnt
sér flestar stefnur gaumgæfilega.
Ein stefna hefur þó kannski feng-
ið örlítið meira vægi en aðrar, það
sýnir sig kannski best á því
hversu aðgengilegar plötur af
einu tagi eru í safninu. „Metalplöt-
urnar eru allar saman. Það virðist
vera þannig þegar maður byrjar
að hlusta á metal, þá kemst maður
í metalstuð. Þá nennir maður ekk-
ert að fara að leita að þeim. Það
stendur einmitt til núna að raða
þessu öllu upp eftir stefnum. Það
skemmtilegasta sem ég veit er að
raða plötum,“ segir hann að lok-
um, losar sæluandvarp og brosið
breiðist út um andlit hans. ■
Mímó er gulur köttur sem aldrei hefur vogað sér austur yfir læk.
Hann er af miklum og göfugum ættum og býr í sambýli við ljóðskáld
í fallegu húsi við Suðurgötuna.
Sniglast mikið
í garði Rússanna
Við Suðurgötuna í Reykjavík,nánar tiltekið við hlið Frétta-
blaðsins, býr eðalköttur af mikl-
um og göfugum ættum. Mímó
heitir hann og ekki aðeins að hon-
um sé aðalsmennskan í blóð borin
heldur er hann tengdur þekktu
ljóðskáldi, Einari Braga.
Eigandi hans er Diljá, barna-
barn skáldsins, og býr hún ásamt
foreldrum sínum og Mímó á hæð-
inni fyrir ofan skáldið. „Þetta er
göfugur köttur sem hefur verið
hér heimilisfastur í fjögur ár.
Áður áttum við kött sem lét lífið á
sviplegan hátt í bílslysi hérna fyr-
ir neðan á Suðurgötunni,“ segir
Rudolf Adolfsson, geðhjúkrunar-
fræðingur og faðir eigandans.
Hann viðurkennir að fyrst eftir að
Mímó kom á heimilið hafi gætt
ótta meðal þeirra um að örlög
hans gætu orðið með svipuðum
hætti. „Við höfum smátt og smátt
unnið á þeirri hræðslu því Mímó
er afar heimakær köttur. Hann
fer aldrei langt og mér er ekki
kunnugt um að hann hafi nokkurn
tíma lagt leið sína austur yfir Suð-
urgötuna. Ég tala nú ekki um aust-
ur yfir læk enda sannur Vestur-
bæingur,“ segir Rudolf.
Hann segir köttinn hins vegar
mikið snudda í garði rússneska
sendiráðsins við Garðastrætið.
„Ég veit ekki nema það leynist í
honum dálítill njósnari. Hann fer
þá vel með það því það hefur
aldrei verið kvartað yfir honum
og ekki hefur hann verið tekinn
fastur.“
Mímó á heima á annarri hæð
og þarf því aðstoð til að komast út
og inn. Í þeim tilgangi að auðvelda
honum ferðirnar hefur Rudolf
smíðað sérstakan stiga fyrir hann
sem hann gengur upp og niður.
„Það reyndist ekki erfitt að útbúa
hann enda aðeins um langa fjöl að
ræða með þrepum sem hann
gengur upp á svalirnar. Þegar
hann er kominn þangað þá stekk-
ur hann upp á borð og gægist inn
um gluggann til að láta vita af sér.
Þá opnum við gluggann og bjóðum
honum inn.“
Rúdólf kveður Mímó vera sér-
vitran í meira lagi og neiti hann
alfarið að drekka af diski. „Þegar
hann þyrstir þá mjálmar hann og
nuddar sér við kranann og bíður
eftir því að við skrúfum frá.
Þannig drekkur hann vatnið
ferskt og kalt. ■
■ GÆLUDÝRIÐ MITT
ARNAR EGGERT
Ekki með banana, heldur tónlist í eyrunum. „Ég hlusta á tónlist í vinnunni og set svo
plötu á fóninn þegar ég kem heim. Stundum gerist það óvart að ég hlusta á tónlist á
meðan ég horfi á sjónvarpið. Það er mikill hávaði í vaskinum þannig að þegar ég vaska
upp set ég ferðageislaspilarann í vasann, hlusta á GCD og skrúbba. Svo hlusta ég alltaf á
plötu þegar ég fer að sofa.“
MÍMÓ
Kötturinn er haldinn þeirri sérvisku að drekka aðeins vatn úr krana. Á innsettu myndinni
má sjá kattastigann hans Mímó. Hann notar hann til að komast upp og niður á svalirnar
enda haganlega smíðaður af eigendum.
■ PLÖTUKASSINN MINN