Fréttablaðið - 29.03.2003, Side 16

Fréttablaðið - 29.03.2003, Side 16
16 29. mars 2003 LAUGARDAGUR Við höfum í gegnum tíðina eyttalveg gríðarlega miklum tíma og orku í deilur um kvótakerfið. Meðan höfum við vanrækt aðra umræðu og önnur verkefni sem við þurfum að sinna. Nú erum við að leggja drög að slíkri umræðu og slíkri vinnu fyrir framtíðina. Það vonandi skilar okkur því að við náum að vinna meiri verðmæti úr því sem kemur á land,“ segir Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Sjávarútvegsráðherra hefur skipað nefnd sem hefur það hlut- verk að fara ítarlega yfir hina líf- fræðilegu þætti fiskveiðistjórnun- arkerfisins og skila tillögum um ráðstafanir, sem leiði til betri nýt- ingar á aflanum, meiri verðmæta eða bætts ástands fiskistofna. Að undanförnu hefur sjávarútvegs- ráðherra flutt um þessar áætlanir erindi enda á þetta verkefni hug hans allan þó síðar í viðtalinu tak- ist að beina talinu að komandi kosningum. Og auðvitað kemur kvótakerfið við sögu enn um sinn. Einn og hálfur milljarður til verkefnisins „Já, kvótakerfið. Það hefur verið tekist svo hart á um það að önnur mál hafa setið á hakanum. Nú er komin ákveðin niðurstaða sem gengið var frá í þinginu síð- astliðið vor. Menn deila um hvort þar er sátt eða ekki - en alla vega er niðurstaða. Tími er til kominn að snúa sér að öðrum verkefnum og það höfum við verið að gera hér í ráðuneytinu undanfarið. Ég vil nefna verkefnið AVS - aukin verðmæti sjávarfangs. Ég er bú- inn að stofna til þess sjóð sem hefur umtalsverða fjármuni á þessu ári til að styrkja rannsókn- ir og þróun í þessa veru. Niður- staða er byggð á skýrslu sem tel- ur möguleika á að auka verðmæti um ríflega 100 milljarða á 10 árum.“ Hvar sérðu möguleikana þá helst? Það er fiskeldið, líftæknin, tækjabúnaður, aukaafurðirnar, færa okkur upp í virðiskeðjunni, nýta stærri hluta aflans til mann- eldis - einkum uppsjávarfiskinn, nýta hráefni í hollustu og heilsu- fæði, fæðubótaefni, lyfjum, jafn- vel snyrtivörum... Plástrum? „Jájá, það er eitt af þessum verkefnum sem eru í gangi. Rækjuplástrar. Þetta er raun- verulegt verkefni þó að Spaug- stofan hafi gert grín að því. En ég lít svo á að þarna séu einhverjir 100 milljarðar í pottinum og við eigum að fara og ná í þá. Kannski tekur það styttri tíma en 10 ár, kannski lengri, en þetta eru möguleikarnir sem hafa verið skilgreindir. Ég hef lagt fram þingsályktunartillögu um fjár- mögnun á þessu verkefni til lengri tíma: Fimm ára fjármögn- un að meðaltali 300 milljónir á ári. Fer úr 200 upp í 400. Ég á von á því, miðað við viðtökurnar, að þetta eigi í stórum dráttum að geta gengið eftir.“ Sjómenn sjálfir stjórna miklu Nýlegar niðurstöður togararalls- ins gefa ákveðnar vísbendingar um sterkari þorskstofn og einkum er ýsan að braggast. En niðurstöður togararalls er aðeins einn þáttur í því sem ákvarðar kvótastærð. Og árum saman hefur verið togstreita milli sjómanna og Hafrannsókn- astofnunar. Hvar má staðsetja sjávarútvegs- ráðherra á þeim kvarða? „Ég hef reynt að taka meira tillit til þess sem sjómennirnir sjá og upplifa á hafinu á hverjum tíma. Það hefur komið fram í mínum ákvörðunum.“ Ertu þá í stríði við Hafró? „Nei, það hefur ekki verið þan- nig. Staðreyndin er sú að fiskifræð- ingarnir eru í sínu starfi alltaf að byggja á tölum fortíðarinnar. Þó svo að það sé oft ekki langt þá er mikil dýnamík í náttúrunni þannig að upplifun sjómanna í dag er oft ekki í samræmi við mat fiskifræðinga. Stofnstærðarmatið sem ég fæ í maí byggir á rallinu sem fór fram í mars. Og það byggir síðan á ald- ursaflagreiningu - skiptingu aflans á síðasta ári. Gögnin geta því verið allt uppundir að vera eins og hálfs árs gömul. Þetta er að gefa mynd af stöðu stofnsins 1. janúar árið 2003. Síðan er það notað til að reikna fram á við. Þetta gefur kannski ekki sömu myndina sem sjómennirnir eru að upplifa. Til að fiskifræðing- arnir geti gefið stofnstærðarmat þurfa þeir ákveðið magn af upplýs- ingum. Stundum styðja þær upplýs- ingar sem ég fæ frá sjómönnum. Upplýsingar frá fiskifræðingum nægja ekki til að gera stofnstærðar- mat. Ég hef því tekið mínar ákvarð- anir og byggt þær á því sem sjó- mennirnir segja. Fram til þessa hafa þær ákvarðanir reynst réttar og staðfestar með síðari ráðlegging- um fiskifræðinga.“ Það þarf ekki að leita lengi yfir- lýsinga sjómanna um vaðandi fiski- gengd og svo heimta þeir auka- kvóta. Þetta á við um árin 2000 og 2001 og þá erum við að tala um aug- ljóst ofmat stofnstærða. Hversu áreiðanlegar geta upplýsingar frá sjómönnum verið? „Ég geri mér grein fyrir þessum vanda og erfitt er að byggja ákvarð- anir á þessum upplýsingum. En ef maður er í góðu sambandi við nokkurn fjölda, og langvarandi, og metur þetta síðan af reynslu auk þess sem miðað er við upplýsingar frá fiskifræðingum, þá er hægt að nýta sér þessar upplýsingar. Það er ekkert auðvelt. En það hefur skipt máli og til dæmis þegar ég tók ákvörðun um það í desember 2001, að auka ýsukvóta og því var fylgt eftir með enn meiri aukningu um vorið, þá voru það veruleg verð- mæti sem þjóðarbúið fékk sem það hefði annars orðið af. Ákvörðunin var tekin 9 mánuðum fyrr en annars hefði verið.“ Árni segir að um líffræðilega fiskveiðistjórnun megi fara mörg- um orðum. „Til dæmis er mikið tal- að um Færeyjar og vísað til þeirra sem snýr að veiðarfærastýringu og svæðalokunum. Í þessa umræðu höfum við ekki komist fyrir kvóta- deilum. Þessi mál verða deilumál líka, en við verðum að taka í um- ræðuna, fara í rannsóknina... og kannski eru hugmyndirnar ekki sniðugar. Þá það, við erum þá búin að afgreiða það. Komi í ljós að hug- myndirnar góðar, þá erum við í góð- um málum.“ Stjórnarandstöðuflokkarnir út og suður Og enn dúkkar kvótaumræðan upp. Fyrirliggjandi er að Samfylk- ing, Frjálslyndi flokkurinn og Vg berjast hatrammlega gegn núver- andi fiskveiðikerfi. Gefum okkur að hér verði vinstri stjórn eftir kosningar. Getur sá sem sest í þinn stól breytt einhverju þó hann vildi? „Fyrst verðum við að líta til stefnu þessara þriggja stjórnar- andstöðflokka. Hún er ólík. Sam- fylkingin er ekki á móti kvótakerf- inu heldur vilja þeir útdeila honum öðru vísi og þá með uppboði. Það er veiðileyfagjald í kvótakerfinu ein- sog það er núna. Nú er þetta tengt afkomu atvinnugreinarinnar og reynt að nálgast auðlindarentuna, sem er grundvöllurinn fyrir gjald- tökunni, og greiða af henni til eig- enda auðlindarinnar. Þau vilja taka veiðiheimildirnar af þeim sem eru með þær og bjóða upp. Þetta er mjög hættuleg aðferð. Ég er sann- færður um að veiðiheimildirnar myndu við þetta flytjast af lands- byggðinni og á höfuðborgarsvæðið. Þau fyrirtæki sem hér eru eru fjár- hagslega sterkari, eiga sínar eignir hér og svo framvegis, og þessu mun fylgja byggðaröskun. Vg vilja flokka þetta niður, einhverja gjald- töku en ekki allstaðar. Vilja láta sveitastjórnirnar koma inn í þetta og láta þær úthluta einhverju og skipta þessu upp í flokka. Þetta býður uppá gríðarlega miðstýringu og alls ekki eins og Samfylkingin vill. Þar er mikill munur á. Og Árni Mathiesen vill hætta að eyða orku í þras um kvótakerfið; hann telur unnt að auka aflaverðmæti um 100 milljarða; hann hugsar með hryllingi til mögulegrar ósamstæðrar vinstri stjórnar og ... hann telur hugsanlegan arftaka sinn í aðstöðu til að skaða atvinnugreinina með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. 100 milljarðar í pottinum - við eigum að fara og ná í þá Ef Samfylkingin réði yrðu fyrirtækin mjög veik- burða... Vg myndu frysta atvinnu- greinina, hún væri niður- njörvuð í eitthvað regluverk og gæti ekki nýtt sér ný tækifæri... Og Frjálslyndir... jahh, ég veit það eiginlega ekki... ,, ÁRNI MATHIESEN Getur vel hugsað sér að vera fjögur ár í viðbót í sjávarútvegsráðuneytinu. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.