Fréttablaðið - 29.03.2003, Side 20

Fréttablaðið - 29.03.2003, Side 20
20 29. mars 2003 LAUGARDAGUR Eilífðarstúdent í matargerð Fyrir þó nokkru áttaði ég migá takmarkaðri getu minni til að elda en ég hneigist vissulega til bjartsýni í þeim efnum. Ég hef svo oft verið ósátt við mat- seld mína í gegnum tíðina og reyni því ekki að eyða orku í að þvinga fram niðurstöður sem eru bragðgóðar,“ segir Ellý Ár- mannsdóttir, sjónvarpsþula hjá Sjónvarpinu. „Ég kann samt að meta matargerðarlist og nýt þess að læra sem eilífðarstúdent þegar matseldin er annars veg- ar.“ Ellý segist yfirleitt fá sér eitthvað fljótlegt að borða á morgnana, ristaðar beyglur og gott kaffi. Hún segist ekki vera dugleg að elda heima og kemur því oft við á Grænum kosti. „Ég fer mjög oft þangað,“ segir Ellý, en þvertekur fyrir að kostnaðurinn við það sé mikill. „Ég sleppi öðrum munaði fyrir matinn, ég tala nú ekki um ef fé- lagsskapurinn er góður.“ Eldhúsið hjá Ellý er þessa daganna eins og opið sár þar sem Eva Sólan, stalla hennar og vinkona, er að taka eldhúsið í gegn fyrir þáttinn Innlit-Útlit. Ellý getur því lítið sem ekkert aðhafst þar um þessar mundir. Ellý segist yfirleitt panta kræsingar þegar hún býður fólki heim í mat svo hún geti frekar sinnt gestunum. Þá eru grænmetisréttir og sushi í miklu uppáhaldi. Hún segir kjúkling einnig vera í miklu uppáhaldi og notar Netið mikið til að leita upp- skrifta. Vefsvæðið uppskriftir.is hefur oftar en ekki bjargað henni fyrir horn, sérstaklega þegar mikið liggur við. Á vef- svæðinu er því haldið fram að Dijon-sinnep sé oft kallað Mekka sinnepsunnenda og er Ellý sammála því. Hún gefur því uppskrift að kjúklingi með Dijon-sinnepi og notar mulið Ritzkex í stað rasps. kristjan@frettabladid.is Dverghagur Sindri Það er löng hefð í minni föðurættfyrir nöfnum sem eru í sér- stæðari kantinum, eða voru það á sínum tíma,“ segir Sindri Freysson rithöfundur, sem er mjög sáttur við nafnið sitt og hefur verið það alla tíð. „Þetta nafn var sjaldgæft þegar ég var yngri, en upp úr 1985 reið yfir mikil flóðbylgja af Sindr- um. Faðir minn setti í spaugi fram þá kenningu að verðlaunasaga eft- ir mig, sem birtist í unglingablaði fyrir einhverjum áratugum, hafi haft þau áhrif að krakkarnir sem lásu blaðið hafi orðið skotnir í nafninu og ákveðið að nota það á sín börn. Sindri segir mikinn kost við nafnið að fátt ef nokkuð rími við það. „Það gerði auðvitað „hefð- bundnum“ hrekkjusvínun í skólan- um erfitt fyrir að uppnefna mig.“ Sindri segir afa sinn hafa verið heillaðan af norrænni goðafræði og föðurbræður sína bera nöfn goðanna. „Það er líka dæmi um Sindra í goðafræðinni, talað um dverghagan Sindra sem smíðaði mikla dýrgripi, en nei, ég er ekki mjög hagur í þeirri merkingu,“ segir hann hlæjandi, „kannski frekar á óáþreifanlega hluti.“ Þess má geta að Sindri er hrif- inn af sjaldgæfum nöfnum og á tvö börn sem voru þau fyrstu til að bera sín nöfn. Þau heita Snærós og Seimur og þurfti að fara fyrir mannanafnanefnd með bæði nöfn- in. ■ ELLÝ ÁRMANNSDÓTTIR Er ekki dugleg að elda þó hún meti matargerðalist. Segist vera eilífðarstúdent þegar matargerð er annars vegar. ■ MATUR Kjúklingur með Dijon í Ritzkex-raspi Hráefni: Salt og svartur pipar Hveiti til að þekja kjúklingabringurnar 2 pakkar Ritzkex 3 msk. matreiðslurjómi 3 msk. ferskt estragon 2 msk. Dijon sinnep 6-8 kjúklingabringur 2 eggjarauður (pískaðar) Aðferð: Krydda bringurnar með salti og pipar. Eggjarauðurnar pískaðar saman og sinn- epi og rjóma bætt út í. Ritzkex-raspinu og estragoninu er blandað saman. Kjúklinga- bringunum velt upp úr hveitinu, síðan sinnepsblöndunni og þar á eftir upp úr Ritzkex-raspinu. Kjúklingurinn er því næst settur inn í ísskáp í 3-8 klukkustundir. Mjög mikilvægt. Bringurnar eru síðan steiktar á hvorri hlið í tíu mínútur eða þar til þær eru gegn- steiktar og orðnar mjúkar undir tönn. Borið fram með salati og hýðishrísgrjón- um. ■ NAFNIÐ MITT SINDRI FREYSSON Er hrifinn af sjaldgæfum nöfnum og nefndi börn sín Snærós og Seim. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T H O R ST EN FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.