Fréttablaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 1
Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Miðvikudagurinn 9. apríl 2003
Tónlist 19
Leikhús 19
Myndlist 19
Bíó 22
Íþróttir 20
Sjónvarp 24
KVÖLDIÐ Í KVÖLD
AFMÆLI
Draumur um
gæðinga
FÓTBOLTI
Juventus og
Barcelona
84. tölublað – 3. árgangur
bls. 18
SÝNING
Typpalingar á
leið í Austurbæ
bls. 28
FUNDUR Óþekkt á vinnustað er það
sem starfsmenn gera í vinnutíma
sem ekki er ætlast til að þeir geri.
Á hádegisverðarfundi Félags við-
skipta- og hagfræðinga á Grand
Hótel í dag klukkan 12 verður fjall-
að um birtingarform óþekktar,
ástæður óþekktar og leiðir til að
bregðast við henni. Framsögu
flytja Árelía Eydís Guðmundsdótt-
ir, dósent við Háskólann í Reykja-
vík, og Hjalti Sölvason, starfsþró-
unarstjóri Nýherja.
Óþekkt á vinnustað
FYRIRLESTUR Í dag mun Nigel
Dower, kennari við Aberdeen-
háskóla í Skotlandi, flytja opinber-
an fyrirlestur á vegum Heimspeki-
deildar Háskóla Íslands. Fyrirlest-
urinn nefnist „Security in a Global
Context“. Nigel Dower heldur því
fram að stríðið sem nú er háð gegn
hryðjuverkum og deilan í Írak snú-
ist í raun upp í andstæðu sína og
auki því ekki á öryggi nútíma-
mannsins. Fyrirlesturinn fer fram í
stofu 102 í Lögbergi klukkan 17:15
og er öllum opinn.
Snýst í andhverfu
PÍANÓLEIKARAR Steinunn Birna
Ragnarsdóttir og Þorsteinn Gauti
Sigurðsson halda tónleika fyrir tvö
píanó í Salnum í Kópavogi klukkan
20:00. Þar leika þau þekkt verk eft-
ir Brahms, Debussy, Milhaud,
Fauré og Sjostakovitsj. Tónleikarn-
ir eru tileinkaðir minningu Árna
Kristjánssonar, píanóleikara og
fyrrverandi tónlistarstjóra Ríkisút-
varpsins, sem er nýlátinn.
Tvö píanó í Salnum
bls. 22
SJÁVARÚTVEGUR „Það hefur einfald-
lega ekkert gerst í töluverðan
tíma,“ segir Kolbeinn Árnason,
skrifstofustjóri í sjávarútvegs-
ráðuneytinu, sem sæti á í sendi-
nefnd Íslands sem annast samn-
ingagerð vegna skiptingar á norsk-
íslensku síldinni.
Fyrst var
samið um síldina
árið 1996 en þá
fengu Norðmenn
57 prósenta hlut
en Íslendingar
15,54 prósent.
Rússland er með
13,62 prósent,
Evrópusamband-
ið með 8,38 pró-
sent og Færey-
ingar mega veiða
5,46 prósent úr heildarkvótanum.
Samningurinn hefur síðan verið
framlengdur árlega óbreyttur. Síð-
asta haust höfnuðu Norðmenn því
að semja á þessum nótum en kröfð-
ust þess að þeirra hlutdeild yrði 70
prósent af heildarkvóta. Þessu
höfnuðu Íslendingar alfarið.
„Mönnum þótti þetta dálítið vel
bratt,“ segir Kolbeinn.
Síðasti fundur var í byrjun febr-
úar í Kaupmannahöfn en þar
hreyfðist ekkert í samkomulags-
átt. Norðmenn hafa gert tvíhliða
samkomulag við Færeyinga og
Evrópusambandið sem vekur
nokkra undrun íslenskra stjórn-
valda. Evrópusambandið hefur að
sögn Kolbeins túlkað þann samn-
ing þannig að með því að gefa eftir
hluta kvótans til Norðmanna fái
ESB aðgang að norskri lögsögu. En
túlkun Norðmanna er sú að samið
hafi verið um breytta skiptingu en
ESB „fái“ aðgang að norsku lög-
sögunni.
Tíminn til að semja um skipt-
inguna er orðinn naumur því veið-
ar Íslendinga í úthafinu hefjast að
vanda í byrjun maí. Kolbeinn segir
að ef ekki komi símtal frá Noregi
um að flötur sé á því að hefja við-
ræður um nýjan samning muni Ís-
lendingar gefa út einhliða síldar-
kvóta.
„Þá verðum við óbundnir af
samningum og þurfum að taka ein-
hliða ákvörðun um hvort við setj-
um kvóta og þá hvaða kvóta. Sú
ákvörðun verður tekin þegar menn
hafa gefið það upp á bátinn að
samningar náist,“ segir Kolbeinn.
rt@frettabladid.is
Ráðuneytið bíður
símtals frá Noregi
Norðmenn hafa ekki slakað á kröfu um aukna hlutdeild í norsk-íslenska síldarstofninum.
Síldveiðar íslenskra skipa hefjast í maí. Skrifstofustjóri sjávarútvegsráðuneytisins segir
að ef ekkert gerist verði gefinn út einhliða kvóti Íslendinga.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
MIÐVIKUDAGUR
VETUR VERÐUR SUMAR Vetrarævintýri Shakespeares hlýtur nafnið Sumarævintýri í meðförum leikara Borgarleikhússins. Leikararnir
leggja nú lokahönd á sýningu verksins, sem verður frumsýnt annað kvöld. Að þeirra sögn er breyting nafnsins að ósk höfundarins sjálfs.
Verkið er átakanleg saga um afbrýði, svik og dauða, um sundrungu fjölskyldu, en um leið hugljúf og gamansöm saga um ást, undur og
hamingju og sameiningu fjölskyldu eftir erfiðleikatíma.
AFHENDING Þegar Anders Fogh
Rasmussen, forsætisráðherra
Danmerkur, afhendir Davíð Odds-
syni forsætisráðherra stjórnar-
skrána frá 1874 verður það í ann-
að skipti sem dönsk stjórnvöld af-
henda Íslendingum hana til
vörslu.
Stjórnarskráin og önnur skjöl
íslenska stjórnarráðsins voru
flutt hingað til lands þegar Ísland
fékk heimastjórn 1904. Hér voru
skjölin geymd til 1928 þegar þau
voru flutt aftur til Danmerkur.
Dönsku nefndarmennirnir sem
sömdu um sambandsslitin þegar
Ísland fékk fullveldi gerðu kröfu
um að konungsskjöl yrðu flutt til
Danmerkur og var orðið við því.
Um tíu ár eru liðin síðan farið
var að vinna í því að fá stjórnar-
skrána og önnur konungsskjöl um
Ísland hingað til lands, segir Ólaf-
ur Ásgeirsson þjóðskjalavörður.
Um það leyti voru Danir að af-
henda Norðmönnum skjöl sem
geymd höfðu verið í Danmörku.
Því þótti eðlilegt að leita eftir því
að fá skjöl um Ísland afhent.
„Það hefði verið eðlilegt að
skila þessu við lýðveldisstofnun,“
segir Ólafur og bætir við að það
mætti líta svo á að verið væri að
ljúka lýðveldisstofnuninni með af-
hendingu skjalanna. Meðal þeirra
eru mikilsverðar lagabreytingar
um verslun og siglingar hingað til
lands og skólamál.
Sjá meira á bls. 17
Stjórnarskráin frá 1874 kom fyrst hingað þegar Ísland fékk heimastjórn:
Stjórnarskráin aftur til Íslands
Reykjavík Collection:
Tísku-
fyrirtæki
gefst upp
TÍSKA Hönnunar- og tískufyrirtæk-
ið Reykjavík Collection er komið
að fótum fram og verður starf-
seminni hætt innan skamms.
Berjast eigendur nú við að
minnka fjárhagsskaðann með inn-
heimtu útistandandi skulda og
lagersölu. Fyrirtækið var um tíma
með skrifstofu í Kaupmannahöfn
og hélt þar miklar tískusýningar.
Um tíma voru vörur þess til sölu í
150 verslunum í Evrópu.
Sjá nánar á bls. 31.
VINDUR ÚRKOMA HITI
Ísafjörður 10-15 Rigning 5
Akureyri 10-18 Skýjað 9
Egilsstaðir 15-20 Skýjað 9
Vestmannaeyjar 10-15 Skúrir 6
REYKJAVÍK Sunnan 10-15 m/s
og rigning eða skúrir. Sunnan
5-10 á morgun. Hiti 3 til 8
stig.
VEÐRIÐ Í DAG
+
+
+
+
➜
➜
➜
➜
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM
MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA
Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 73% SAMKVÆMT
FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í FEBRÚAR 2003.
Fr
é
tt
a
b
la
ð
ið
M
o
rg
u
n
b
la
ð
ið
Meðallestur 25 til 49
ára samkvæmt
fjölmiðlakönnun
Gallup frá
febrúar 2003
14%
D
V
90.000 eintök
73% fólks lesa blaðið
Hvaða blöð
lesa 25 til 49
ára íbúar á
höfuðborgar-
svæðinu á
miðviku-
dögum?
61%
77%
TÍMAHRAK
Innan örfárra vikna hefjast veiðar íslenskra skipa úr norsk-íslenska síldarstofninum. Það er
á valdi Norðmanna hvort semst eða ekki.
„Þá verðum
við óbundnir
af samning-
um og þurf-
um að taka
einhliða
ákvörðun
um hvort við
setjum kvóta.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M