Fréttablaðið - 09.04.2003, Page 2

Fréttablaðið - 09.04.2003, Page 2
2 9. apríl 2003 MIÐVIKUDAGUR “Nei, ég kann fáein orð og þau eiga ekki við í samskiptum við Impregilo.“ Forstjóri Landsvirkjunar á von á að ítalska verk- takafyrirtækið Impregilo flytji með sér ítalskt vinnuafl til starfa við Kárahnjúkavirkjun. Spurningdagsins Friðrik, kanntu ítölsku? Starfsmenn fóru á fund ráðherra Allt stefnir í 40 milljón króna halla á rekstri Skógarbæjar. Lokað hefur verið fyrir iðjuþjálfun og starfsmenn óttast uppsagnir. Elsa Friðfinnsdóttir segir viðurkenningu á að hækka þurfi greiðslu með sjúklingum undir 67 ára aldri. HJÚKRUNARHEIMILI Starfsmenn hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar gengu á fund heilbrigðisráðherra í gær og afhentu aðstoðarmanni hans, Elsu Friðfinnsdóttur, áskorun til ráðherra um að auknu fé verði varið í rekstur heimilisins. Í ár stefnir allt í að halli á rekstri heim- ilisins verði 40 milljónir. Því hefur verið mætt með því að loka fyrir alla iðjuþjálfun en það bitnar fyrst og fremst á sjúklingun- um, að sögn Hrefnu Sigurðardóttur, for- stöðumanns Skógar- bæjar. H r a f n h i l d u r Gísladóttir, talsmaður starfsmanna, segir ekki annað vaka fyrir starfs- fólki en að benda á það ástand sem hafi verið og muni skapast ef ekk- ert verði að gert. „Heimilismenn og sjúklingar hafa ekki tök á að mót- mæla þeim niðurskurði sem bitnar harðast á þeim. Við lítum svo á að við getum lagt okkar af mörkum,“ segir hún. Í bréfi starfsmanna segir meðal annars: „Starfandi er kjarni af góð- um og faglega færum starfsmönn- um sem hafa metnað fyrir hönd þjónustunnar og er annt um hag sjúklinga sinna. En þar sem á að takmarka fjármagn til stofnunar- innar eru störf okkar í hættu. Þar sem sjúklingarnir geta ekki sjálfir sett fram kröfur sínar um þjónustu eru starfsmenn og að- standendur þeirra talsmenn.“ Elsa Friðfinnsdóttir, aðstoðar- maður ráðherra, sagði að um síð- ustu áramót hafi rekstarformi Skógarbæjar verið breytt. Áður hafi heimilið verið á föstum fjárlög- um, óháð því hve mörg hjúkrunar- rými voru nýtt. „Nú er Skógarbær á daggjöldum sem ákvarðast af svokölluðu RAI mati. Það þýðir að greitt er meira fyrir sjúklinga sem eru þyngri í hjúkrun. Á fundinum í gær með starfsfólkinu kom fram að útlit er fyrir allt að 40 milljón króna halla um áramót ef fram heldur sem horfir. Ráðuneytið hefur fallist á að á Skógarbæ séu sjúklingar sem þurfi hærra RAI mat og ákveðið að hækka matið fyrir þá sjúklinga sem eru undir 67 ára aldri,“ segir Elsa. Hún segir að með því muni hall- inn lækka um helming. „Ráðuneytið er meðvitað um að það tekur tíma að aðlagast nýju kerfi og ákveðið hefur verið að gefa þeim heimilum þriggja ára aðlögunartíma.” bergljot@frettabladid.is Ráðherrar geta ekki sæst á fundarstað: Opinber heimsókn í uppnámi JERÚSALEM, AP Ekkert varð af því að Joschka Fischer, utanríkisráð- herra Þýskalands, fundaði með Tommy Lapid, dómsmálaráðherra Ísraels, í gær. Fischer er í opin- berri heimsókn í Ísrael. Ráðherr- arnir gátu ekki komið sér saman um hvar þeir ættu að hittast. Lapid vildi fá Fischer á skrif- stofu sína sem er staðsett í Aust- ur-Jerúsalem. Ísraelar hertóku þann hluta borgarinnar í sex daga stríðinu árið 1967. Það gat Fischer ekki sætt sig við. „Sem utanríkis- ráðherra, ekki sem Joschka Fischer, heldur sem utanríkisráð- herra verð ég að fara að stefnu Evrópusambandsins, Þýskalands og fjölda samstarfsþjóða Ísraels.“ Fischer hefur fundað með nokkrum ísraelskum ráðherrum auk forseta Ísraels. Tommy Lapid sagði að það kæmi ekki til greina að láta gest sinn segja sér fyrir um hvar skrif- stofa sín ætti að vera. Þetta sner- ist ekki um Joschka Fischer eða Þýskaland heldur rétt Ísraelsríkis til að ráða sér sjálft. ■ GUÐMUNDUR JÓNSSON Fénu verður varið til að koma á laggirnar aðhlynningardeild á höfuðborgarsvæðinu. Pokasjóður verslunarinnar: Byrgið fær styrk STYRKUR Pokasjóður verslunarinn- ar afhenti á þriðjudag Guðmundi Jónssyni, forstöðumanni Byrgis- ins, fimm milljóna króna styrk úr sjóðnum. Peningunum verður varið til að koma á fót aðhlynn- ingardeild á höfuðborgarsvæðinu sem verður upphafið að lang- tímameðferð sem verður áfram haldið á nýju heimili Byrgisins á Efribrú í Grímsnesi. ■ Fyrirbyggjandi árásir: Mun fjölga í framtíðinni KAUPMANNAHÖFN, AP Fyrirbyggj- andi hernaðarárásir á ríki sem styðja hryðjuverkahreyfingar eða búa yfir gjöreyðingarvopnum eiga eftir að verða algengari í framtíðinni, sagði Geoffrey Hoon, varnarmálaráðherra Bretlands, á ráðstefnu um varnar- og öryggis- mál sem haldin var í Kaupmanna- höfn. Hoon sagði að öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna og Atlantshafs- bandalagið yrðu að ræða slíkar aðgerðir. Hann gaf í skyn að Bret- ar og Bandaríkjamenn ættu að fara í fararbroddi í slíkum að- gerðum en sagði það ekki hreint út. ■ SNERI BAKI VIÐ LAPID Fischer neitaði að hitta ísraelska dóms- málaráðherrann í þeim hluta Jerúsalem sem Ísraelar hertóku 1967. SKÓGARBÆR Þar eru ekki eingöngu vistaðir öldrunarsjúklingar heldur býr á Skógarbæ yngra fólk sem þarfnast mikillar umönnunar. ■ Heimilismenn og sjúklingar eiga ekki tök á að mótmæla þeim niður- skurði sem bitnar harðast á þeim. Samkomulag náðist um tollaívilnanir og aukin framlög: EES-viðræður að komast í höfn UTANRÍKISMÁL Allt útlit var í gær- kvöldi fyrir að samkomulag væri að nást um framtíð samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Ekki var þó búið að ganga endan- lega frá samkomulaginu þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Möguleiki var að staðfesting þess frestaðist þar til á morgun. Megin- línur lágu þó að mestu fyrir. Framlög Íslands í þróunarsjóði Evrópusambandsins fimmfaldast frá því sem nú er og verða hálfur milljarður króna árlega. Það er áttundi hluti þess sem Evrópu- sambandið fór upphaflega fram á en íslensk stjórnvöld höfðu and- mælt því að framlagið þyrfti að hækka. Kröfur Íslendinga um bætur fyrir missi fríverslunar við Austur-Evrópulönd náðu ekki allar fram. Þó tókst að fá toll á síldar- flökum felldan niður og skiptir þá engu hvort útflutningur aukist eða ei. Kvóti fæst fyrir aðrar afurðir og miðast hann við stöðuna nú. Stærstur hluti greiðslna til Evr- ópusambandsins fellur á herðar Norðmanna. Framlög þeirra tí- faldast og nema 97% af því sem EFTA-ríkin greiða, að því er norska blaðið Dagens Næringsliv greindi frá. ■ FRÁ HÖFUÐSTÖÐVUM EVRÓPUSAMBANDSINS Greiðslur Íslands í þróunarsjóði ESB fimmfaldast. Tollur á síldarflök fellur niður.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.