Fréttablaðið - 09.04.2003, Page 6
6 9. apríl 2003 MIÐVIKUDAGUR
■ Evrópa
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 78.65 -0,58%
Sterlingspund 122.08 -0,49%
Dönsk króna 11.31 0,53%
Evra 84.01 0,30%
Gengisvístala krónu 121,53 -0,02%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 394
Velta 12.683 milljónir
ICEX-15 1.424 0,56%
Mestu viðskipti
Tryggingamiðstöðin hf. 1.153.217.869
Kaldbakur fjárf.félag hf. 1.128.769.515
Sölumiðstöð Hraðfr. hf. 872.231.454
Mesta hækkun
Plastprent hf. 11,11%
Tryggingamiðstöðin hf. 7,14%
Vinnslustöðin hf. 4,88%
Mesta lækkun
Sláturfélag Suðurlands svf. -9,09%
Kaldbakur fjárfestingarfélag hf. -4,00%
Íslenski hugbúnaðarsj. hf. -3,75%
Erlendar vísitölur
DJ*: 8290,5 -0,1%
Nasdaq*: 1383,1 -0,5%
FTSE: 3868, -1,7%
DAX: 2755,5 -1,9%
NIKKEI: 8131 -1,4%
S&P*: 877,4 -0,3%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
Veistusvarið?
1Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslandsóttast ekki að verðbólgan fari í tveggja
stafa tölu vegna stóriðjuframkvæmda.
Hvað heitir hagfræðingurinn?
2Hinn skæði öndunarfærasjúkdómursem berst nú um heiminn kallast í
daglegu tali SARS, sem á íslensku útleggst
HABL. Fyrir hvað stendur HABL?
3Hvað heitir hljómsveitin sem vannhljómsveitakeppni tónlistarblaðsins
Sánd?
Svörin eru á bls. 30
Fyrri umsóknarfrestur
er til 15. apríl
ÍS
LE
N
S
K
A
A
U
G
LÝ
S
IN
G
A
S
TO
FA
N
/S
IA
.I
S
H
IR
2
05
75
03
/2
00
3
www.ru.is
Lagadeild • Viðskiptadeild • Tölvunarfræðideild
Þeir sem sækja um nám við Háskólann í Reykjavík
fyrir 15. apríl fá svar innan þriggja vikna
Kvótinn komi til
baka á 20 árum
Vinstri grænir kynntu stefnu sína í sjávarútvegsmálum á fundi með hagsmunaaðilum
og fjölmiðlum í gær. Flokkurinn vill innkalla allar veiðiheimildir á 20 árum og endurúthluta
til byggða, útgerða og opins markaðar.
SJÁVARÚTVEGSMÁL „Ég tel að hug-
myndir okkar séu mun raunhæfari
og álitlegri en þær hugmyndir sem
settar hafa verið fram um að inn-
kalla allar veiðiheimildir og setja
þær á markað á 10
árum,“ sagði Stein-
grímur J. Sigfússon,
formaður Vinstri
grænna, á fundi
með fréttamönnum
og hagsmunaðilum í
sjávarútvegi í gær. Vinstrihreyf-
ingin – grænt framboð kynnti þar
kosningastefnu sína í sjávarútvegs-
málum. Hreyfingin vill innkalla all-
ar veiðiheimildir á 20 árum, 5% á
ári, og endurúthluta þeim sam-
kvæmt ákveðinni forskrift. Hug-
myndir flokksins gera ráð fyrir að
einn þriðji heimildanna bjóðist nú-
verandi kvótaeigendum áfram til
afnota í 6 ár í senn. Annar þriðjung-
ur skal settur á opinn markað og
boðinn upp til afnota í sex ár. Þriðj-
ungur að auki skal síðan dreifast til
sveitarfélaga í landinu, samkvæmt
reiknireglum sem m.a. eiga að
byggja á byggðaþróun síðustu 20
ára. Það vekur athygli að tillögur
Vinstri grænna gera ráð fyrir að
skipting aflaheimilda til sveitarfé-
laga, sem ákveðin yrði samkvæmt
reiknireglunni, verði varanleg,
óbreytanleg og jafnframt ófram-
seljanleg úr sveitarfélaginu.
„Öryggisleysið sem ríkir í sveit-
arfélögunum mun þá hverfa,“
sagði Steingrímur. „Núna hangir
óvissan eins og sverð í loftinu yfir
byggðunum og sviptingar í eignar-
haldi fyrirtækjanna geta þýtt að
allar heimildir hverfa úr byggðar-
laginu í einni svipan.“
Tillögur Vinstri grænna miða að
því „að tryggja í verki sameign
þjóðarinnar á fiskistofnunum og
réttláta skiptingu afrakstursins,“
eins og segir í stefnuplagginu.
Hreyfingin vill koma í veg fyrir að
5 eða 6 stórfyrirtæki í sjávarút-
vegi, eins og Steingrímur orðaði
það á fundinum, eignist allar fisk-
veiðiheimildir, eins og þróunin er
að hans mati. Nýbreytnin í tillögum
Vinstri grænna felst í því hvernig
aflaheimildunum skal endurúthlut-
að, í þriðjungum til mismunandi
aðila, eins og áður er útlistað, eftir
að þær hafa verið innkallaðar.
Stefnan ber yfirskriftina
„Sjálfbær nýting – sanngjörn
skipti.“ Í henni er jafnframt gert
ráð fyrir að áhersla á vistvæn
veiðarfæri verði aukin með kerf-
isbreytingum sem stuðla að auk-
inni notkun þeirra.
gs@frettabladid.is
Kosningastjórar sammælast um að koma í veg fyrir
pínlegar fjölmiðlauppákomur í kosningabaráttunni:
Frambjóðendur verði
ekki hafðir að fíflum
KOSNINGABARÁTTAN „Það var talað
um það að við reyndum að halda
pólitíkinni á ákveðnu plani í kosn-
ingabaráttunni, og að við myndum
tala okkur saman til þess að reyna
að halda því þannig,“ segir Stein-
þór Heiðarsson, kosningastjóri
Vinstri grænna, um óformlegt
samkomulag sem fulltrúar flokk-
anna hafa gert sín á milli um að
koma í veg fyrir að frambjóðend-
ur verði settir í pínlega aðstöðu í
fjölmiðlum í komandi kosninga-
baráttu.
Málið var rætt á fundi fulltrúa
flokkanna sem átti sér stað fyrir
helgi og Fréttablaðið greindi frá í
gær. Dæmið sem notað var á
fundinum til vitnis um það, sam-
kvæmt heimildum blaðsins, að
frambjóðendir geti endað í að-
stöðu sem þeir vilja ekki lenda í,
er úr borgarstjórnarkosningunum
fyrir ári síðan. Þá voru frambjóð-
endur Reykjavíkurlista og Sjálf-
stæðisflokks látnir rökræða í
beinni útsendingu um borgarmál í
sundfötum í morgunsárið í heitum
potti í Kringlunni. Sú uppákoma
mun ekki hafa verið öllum fram-
bjóðendum að skapi, en vegna
þess að ekkert samkomulag hafði
verið gert áður á milli flokkanna
um uppákomur af því tagi sá eng-
inn þeirra sér fært að hafna þátt-
töku. ■
Vísindamenn
í sviðsljósinu:
Eltir á
röndum
KÍNA, AP Vísindamennirnir fjórir
sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin
sendi til Guangdong-héraðs í Kína
til þess að rannsaka uppruna hinn-
ar dularfullu lungnabólgu eru elt-
ir á röndum af fjölmiðlum og for-
vitnum borgurum. Yfir 50 frétta-
menn víðs vegar að úr heiminum
fylgja þeim eftir hvert spor til
þess að ná myndum og fá frá þeim
upplýsingar um framgang rann-
sóknarinnar.
Sendinefndin er að störfum
fjórtán stundir á sólahring. Fund-
að er með kínverskum heilbrigð-
isyfirvöldum, farið yfir heilbrigð-
isskýrslur og sjúkrahús heimsótt
auk þess sem haldnir eru blaða-
mannafundir til þess að reyna að
svala þorsta eftirvæntingarfulls
fjölmiðlafólks. ■
STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON
Vinstri grænir vilja innkalla allar veiðiheimildir og endurúthluta þeim á 20 árum. Þriðjungi
verði úthlutað til sjávarbyggða samkvæmt varanlegri forskrift. Með því vill hreyfingin
stuðla að auknu atvinnuöryggi í byggðunum, segir formaðurinn.
■
Öryggisleysið
sem ríkir í
sveitarfélögun-
um mun þá
hverfa.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
ALÞINGISHÚSIÐ
Hingað til hafa frambjóðendur mátt gera ýmislegt til að tryggja sér sæti á Alþingi.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI
FJÖLMIÐLAFÁR
Sendimenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunar-
innar í Kína eiga fullt í fangi með að verj-
ast ágangi fjölmiðlafólks sem bíður í of-
væni eftir fregnum af framgangi mála.
Skoðanakönnun IBM:
D-listi
stærstur
KÖNNUN Sjálfstæðisflokkurinn
nýtur mests stuðnings allra
flokka samkvæmt nýrri skoðana-
könnun IBM fyrir Stöð 2. Sam-
kvæmt henni myndu 41,7% kjósa
flokkinn ef gengið væri til kosn-
inga nú.
Samfylkingin fengi 30% at-
kvæða samkvæmt könnuninni, en
Vinstrihreyfingin – grænt fram-
boð nýtur stuðnings 10,5% kjós-
enda. 8,2% þeirra sem taka af-
stöðu segjast myndu kjósa Fram-
sóknarflokkinn og sjö prósent
lýsa stuðningi við Frjálslynda
flokkinn. 2,6% segjast myndu
kjósa aðra lista. ■
Blaðberi mánaðarins:
Hefur aldrei fengið kvörtun
VERÐLAUN Sölvi Rúnar Vignisson
hefur verið valinn blaðberi mán-
aðarins hjá Fréttablaðinu. Sölvi
Rúnar er þrettán ára og á heima á
Akureyri. Hann byrjaði að bera út
í desember á síðasta ári og hefur
staðið sig mjög vel í sínu starfi og
aldrei fengið kvörtun.
Sölvi Rúnar getur glaðst vel
þar sem hann fær að launum staf-
ræna myndavél sem fæst í Expert
raftækjaverslun. Enda var hann
alsæll með nýju myndavélina og
sagði hana koma að góðum notum
þar sem hann er nýbúinn að eign-
ast tölvu.
Það hafa margir blaðberar
staðið sig vel og erfitt er að velja
á milli þeirra mörgu sem koma til
greina. Sem fyrr segir varð Sölvi
Rúnar Vignisson fyrir valinu að
þessu sinni. ■
ÚT AÐ REYKJA Það styttist í það
að viðskiptavinir veitingahúsa í
Noregi verði að ganga út til að fá
sér að reykja. Norska þingið
samþykkti bann við reykingum á
slíkum stöðum frá og með næsta
vori. Noregur verður fyrsta land-
ið til að banna reykingar á stöð-
um sem almenningur sækir.
SÖLVI RÚNAR VIGNISSON
Sölvi Rúnar er búin að bera út Fréttablaðið á Akureyri síðan í desember.