Fréttablaðið - 09.04.2003, Blaðsíða 11
SOFNAÐI UNDIR HJÓNARÚMI
Björgunarsveitir af höfuðborgar-
svæðinu voru í fyrrakvöld kallað-
ir út til að leita sex ára drengs
sem horfið hafði af heimili sínu í
Hafnarfirði. Í þann mund sem
björgunarsveitarmenn lögðu af
stað barst tilkynning um að
drengurinn væri fundinn. Hafði
hann skriðið undir hjónarúm for-
eldra sinna og sofnað þar.
DANSMEYJAR Í ÁTÖKUM Tvær er-
lendar dansmeyjar lentu í blóð-
ugum slagsmálum á veitingahús-
inu Strikinu í Keflavík á sunnu-
dag. Átökin enduðu með því að
önnur sló hina í andlitið með
glasi. Hlaut sú skurð á hægri
augabrún og á kinn. Konan var
flutt á Heilbrigðisstofnun þar
sem læknir skoðaði hana en ekki
þurfti að sauma. Hin kvartaði
undan eymsli í andliti og mjöðm.
STÁLU BÍL OG SKEMMDU Fjórir
ungir menn voru handteknir á
Húsavík á sunnudag eftir að hafa
stolið bíl og ekið um götu mið-
bæjarins og valdið skemmdum.
Óku þeir yfir tún vestan við
Borgarhólsskóla þannig að djúp
hjólför mynduðust. Þá skemmdu
þeir gróður í Skálamelnum.
■ Lögreglufréttir
11MIÐVIKUDAGUR 9. apríl 2003
Er allt í góðu hjá þér, ennþá?
Vátryggingafélag Íslands Ármúla 3 108 Reykjavík Þjónustuver 560 5000 www.vis.is
Þegar allt gengur vel og allir eru frískir og heilbrigðir er
sjálfsagt að huga að því að tryggja fjárhagslegt öryggi
fjölskyldunnar. Slys eða veikindi gera aldrei boð á
undan sér. Hafðu fjárhagslegt öryggi þitt og
fjölskyldunnar tryggt. Þú færð Lífís líf- og
sjúkdómatryggingar hjá VÍS og Landsbankanum.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
0
6
5
5
6
FRÁ DRAUMAHÆÐ Í GARÐABÆ
Sprengingin olli miklum skemmdum. Mikil
mildi þykir að ungmennin slösuðust ekki
meira en raun ber vitni.
Gassprenging í Garðabæ:
Fóru eftir
reglugerð-
um
SPRENGING Sprengingin sem varð í
raðhúsi í Garðabæ á sunnudags-
kvöld var mjög öflug og olli mikl-
um skemmdum bæði á húsi og bíl-
skúr. Talið er víst að ungmennin
fjögur sem voru í bílskúrnum
þegar sprengingin varð hafi verið
að sniffa gas. Skrúfað var frá
tveimur níu kílóa gaskútum.
Tveir drengir og ein stúlka voru
flutt á brunadeild Landspítalans
og er líðan þeirra sögð góð eftir
atvikum og talið að þau nái sér að
fullu. Ungmennin hlutu 1. og 2.
stigs brunasár á hendur og andlit.
Björn Karlsson brunamála-
stjóri segir reglugerðir heimila
tvo 11 kílóa gaskúta með svoköll-
uðu F-gasi í bílskúrum, sumarhús-
um og húsbílum. F-gas er algeng
tegund í kútum sem notaðir eru til
dæmis við útigrill. Þrátt fyrir það
verður að gæta þess að næg loft-
ræsting sé til staðar. Að athuguðu
máli hafi húsráðendur farið eftir
reglugerðum í raðhúsinu í Garða-
bæ. „Síðan er alltaf spurning
hversu langt ríkisvaldið á að
ganga til að vernda þegna gegn
mögulegum mannlegum mistök-
um.“ ■
Einn í heiminum:
Ók 25 km á
móti umferð
TÓKÍÓ, AP Japanskur karlmaður á
áttræðisaldri ók pallbílnum sínum
yfir 25 kílómetra á móti umferð á
hraðbraut norður af Tókíó. Maður-
inn, sem ók á 80 kílómetra hraða,
gaf lögreglubílum sem eltu hann
engan gaum. Hann hunsaði auk þess
lögreglumenn á vélhjólum sem
renndu upp að hlið bílsins til að gefa
honum merki um að aka út í kant.
Að lokum ók maðurinn utan í hlið
bíls sem var að koma úr gagnstæðri
átt. Við yfirheyrslu sagði maðurinn
að þetta hefði verið í fyrsta sinn
sem hann hefði ekið eftir hraðbraut
og hann hefði ekki tekið eftir lög-
reglubílunum sem eltu hann. ■