Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.04.2003, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 09.04.2003, Qupperneq 14
14 9. apríl 2003 MIÐVIKUDAGUR ÓLÍKIR HEIMAR MÆTAST Mohammed Jiham Al Kuwri, framkvæmda- stjóri ráðstefnunnar „Að byggja brýr“, stendur hér við hlið Dr. Rowan Williams, erkibiskupsins af Kantaraborg, á setningar- athöfninni í Katar. Um 30 kristnir og íslamskir fræðimenn víðs vegar að úr heiminum mættu á ráðstefnuna með það að leiðarljósi að reyna að koma á gagn- kvæmum skilningi á milli trúarbragðanna tveggja. Nýbý laveg i 14 , Kópavog i . S ím i 554 4443 . Fax 554 4102 . Lausnin á góðum merkingum ptouch 3600 smávara lager bókasafn einstök prentgæði • sterkir borðar • borðar í mörgum litum og breiddum fjölbreytt letur og tákn • prentar strikamerki • 360 dpi prentun usb tengi • prentflötur allt að 27 mm 13 90 .3 5 Laugavegi 32 561 0075 Niðurskurður Ísraelsstjórnar ógnar þjóðaröryggi: Njósnarar hóta að hætta JERÚSALEM, AP Tugir njósnara Mossad, ísraelsku leyniþjónust- unnar, hafa hótað því að leggja niður störf ef ísraelska ríkis- stjórnin lætur verða af því að skerða lífeyrisréttindi þeirra. Samkvæmt niðurskurðartil- lögum Benyamins Netanyahu, fjármálaráðherra Ísraels, hækk- ar eftirlaunaaldur ísraelskra njó- snara og herforingja úr 45 árum í 55 ár. Þetta geta njósnararnir engan veginn sætt sig við, að sögn ísraelska dagblaðsins Yediot Ahronot. Blaðið segir að 155 njósnarar og háttsettir for- ingjar í leyniþjónustunni hafi hótað því að ganga út verði tillög- urnar að veruleika. Tíðindin valda áhyggjum með- al ísraelskra ráðamanna. Leyni- þjónustan er mikilvægur hluti af baráttu ísraelskra stjórnvalda gegn hryðjuverkahópum Palest- ínumanna. ■ SVEITARSTJÓRNIR Kennarar í Varma- landsskóla í Stafholtstungum eru afar ósáttir vegna boðaðrar hækk- unar á leigu íbúða sem þeir búa í. Að sögn k e n n a r a n n a svarar leigu- hækkunin til kjaraskerðingar upp á að minnsta kosti ein mánað- arlaun. „Teljum við það ósann- gjarnt og sið- laust,“ segja þeir. Kennararnir segjast hafa ver- ið ráðnir til Varmalandsskóla á ákveðnum kjörum: „Inni í þeim heildarpakka er húsaleigan þó það standi ekki beint í ráðningar- samningum okkar. Að hækka leig- una á þessum tíma er því í okkar huga brot á þeim samningi.“ Þá segjast kennararnir telja það vafasamt að hækka húsaleig- una þar sem mörgu sé ábótavant við ástand húsnæðisins. „Má þar meðal annars nefna að brunavarn- ir eru ólöglegar þar sem fólk hef- ur ekki greiða útgönguleið ef til bruna kæmi,“ segja þeir. Kennararnir telja réttlátt að leigan verði ekki hækkuð fyrr en aðrir taki við húsnæðinu. Sjálfir munu þeir hafa á bilinu sex til tólf mánaða uppsagnarfrest. Bæjarráð Borgarbyggðar hef- ur ákveðið að láta taka út bruna- varnir í Varmalandskóla. Húsaleigumálið er á forræði skóla- og rekstrarnefndar Varma- landsskóla, sem rekin er í byggð- arsamlagi Borgarbyggðar og Hvítársíðuhrepps. Formaður nefndarinnar, Helga Halldórs- dóttir, segir leiguna ekki hafa hækkað í 20 ár að öðru leyti en því að hún hafi fylgt hækkun bruna- bótamats. Það sé rangt hjá kenn- urunum að hagstæð kjör á húsa- leigu séu hluti starfskjara þeirra. Málið sé nú hins vegar í vinnslu hjá skólanefndinni. Helga vísar því á bug að íbúðir kennaranna séu brunagildrur. „Ástandið var slæmt þegar slökkviliðsstjóri fór yfir þessi mál árið 1999. Síðan hafa verið gerðar miklar úrbætur þó alltaf megi betur fara. Brunamálastofnun mun taka skólann í heild út á næstunni,“ segir Helga. Páll Brynjólfsson, bæjarstjóri í Borgarbyggð, segir húsaleiguna nú á bilinu 10 til 15 þúsund krónur á mánuði. Leigan eigi að hækka í 20 til 25 þúsund krónur í haust. „Þetta er töluverð hækkun en húsaleigan er eftir sem áður mjög lág á Varmalandi,“ segir Páll. gar@frettabladid.is MS-sjúklingar vilja formanninn burt: Forstöðukona Dagvistar MS bjartsýn á jafnvægi DEILUR „Ég er bjartsýn á að jafn- vægi komist á hér,“ segir María Ríkharðsdóttir, forstöðukona á Dag- vist MS-sjúklinga á Sléttuvegi, sem tók við starfinu í kjölfar þess að fyrri forstöðukona hætti með látum eftir að hún taldi að stjórn Dagvist- ar hefði sakað sig um fjárdrátt. Mikil óánægja er meðal þeirra sjúklinga sem sækja dagvistina. Raddir eru uppi meðal þeirra að Vil- borg Traustadóttir, formaður MS- félagsins, eigi sök á því að fyrri for- stöðumaður hætti og fjórir aðrir starfsmenn í kjölfar þess. Lárus Jónsson, einn sjúklinganna, segir að Vilborg hafi beitt áhrifum sínum til að skipa Sigríði Hrönn Elíasdóttur, fyrrverandi sveitarstjóra í Súðavík, formann stjórnar Dagvistar MS. Sigríður Hrönn hafi síðan ráðið Vil- borgu sem framkvæmdastjóra Dag- vistar MS. „Við viljum að Vilborg fari og öll stjórnin hætti,“ segir Lárus, sem segir að kröfum hans og annarra sjúklinga um að haldinn verði aðal- fundur hið bráðasta hafi ekki verið ansað. Hann segir það vera til dæmis um andann í félaginu að Vilborg hafi verið beðin um að mæta ekki á árshátíð MS félagsins í byrjun mars. Á Dagvist MS er loftið lævi blandið og sjúklingarnir hafa að sögn Lárusar lítið við að vera. Mar- ía forstöðumaður segist vinna að því að koma rekstrinum í viðunandi horf. Hún sagði að rólegt hefði ver- ið þar í gær. „Starfsfólkið hefur nóg við að vera. Hér eru fimm stúlkur í hjúkr- un og þær sinna sjúklingunum mjög vel. Mér líst vel á þennan vinnu- stað,“ segir María og kveðst ekki eiga aðild að þeim deilum sem uppi eru milli stjórnar og sjúklinga. María segir að fækkun í Dagvist- inni vegna deilnanna sé ekki mikil. „Það hefur fækkað aðeins en ekki mikið. Það eru veikindi á fólki eins og gengur og innlagnir á spít- ala,“ segir hún. María segir að unnið sé að því að ráða starfsfólk í stað þeirra sem hætti um leið og forveri hennar. „Það fer að vanta í sjúkraþjálf- un. Við erum að vinna í því og þegar búið að auglýsa,“ segir María. Ekki náðist í Vilborgu Trausta- dóttir, framkvæmdastjóra Dagvist- ar MS og formann MS-félagsins. ■ PALESTÍNUMENN FLÝJA ÍSRAELSKAN SKRIÐDREKA Ísraelska leyniþjónustan hefur aflað upp- lýsinga um meinta hryðjuverkamenn í röð- um Palestínumanna og staðið fyrir aðgerð- um gegn þeim. HELGA HALLDÓRSDÓTTIR Formaður skóla- og rekstrarnefndar Varma- landsskóla segir ekki rétt að hagstæð húsaleiga sé hluti af starfskjörum kennara við skólann. Einnig sé rangt að brunavarnir séu í ólagi þó ástandið hafi verið slæmt árið 1999. „Síðan hafa verið gerðar miklar úrbætur þó alltaf megi betur fara.“ „Bruna- varnir eru ólöglegar þar sem fólk hef- ur ekki greiða útgönguleið ef til bruna kæmi. Hækkun húsaleigu sögð vera siðlaus Kennarar í Varmalandsskóla segjast búa í brunagildrum. Mikil hækkun húsaleigunnar sé siðlaus og skerði kjör þeirra sem svari til einna mánaðarlauna. Skólanefndin vísar gagnrýninni á bug. Bæjarstjóri segir leiguna áfram lága þrátt fyrir töluverða hækkun. DAGVISTIN Mikil óánægja er meðal þeirra sem sækja Dagvist MS-sjúklinga. Forstöðukona hætti vegna deilna við stjórn og í kjölfarið fylgdu fjórir starfsmenn. Ný forstöðukona er bjartsýn á að málin leysist. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.