Fréttablaðið - 09.04.2003, Síða 16

Fréttablaðið - 09.04.2003, Síða 16
Kosningabaráttan er nú óðumað taka á sig hefðbundinn blæ – sem því miður er ekki ávísun á mikil átök eða skemmtileg. Versta dæmið um þetta var Kastljósþátt- ur Ríkissjónvarpsins í fyrrakvöld. Ég missti allan áhuga á að nota at- k v æ ð i s r é t t i n n ; langaði til að sofna og vakna ekki fyrr en 11. maí. Sem betur fer dettur ekki mörgum öðr- um en Ríkissjón- varpinu í hug að sjóða niður kosningaþátt án átaka. Pólitík án átaka er eins og fótbolti án marka – miðjuþóf. Þeir sem finnst pólitískur áhugi íþyngjandi ættu að horfa á Kastljós í kvöld. Þá er boðaður annar hluti þessar- ar yfirferðar. Í gærkvöldi mættust síðan for- menn flokkanna á Stöð 2 – eða skárri fulltrúar flokkanna. Þetta var upphafið að nokkrum svona opinberum umræðum helstu tals- manna flokkanna. Það er trú mar- gra að þessir þættir geti skipt sköpum í kosningabaráttunni. En dæmi þess eru fá. Vilmundur Gylfason var reyndar með 42 stiga hita í síðustu umræðum fyr- ir kosningarnar 1983 og var ekki eins sannfærandi og hann gat ver- ið á góðum degi. Fyrir utan það hefur fátt óvænt gerst í svona þáttum. Þeir lifa á frægð sjón- varpseinvígis Nixon og Kennedy frá 1960 þegar sagan segir að Nixon hafi tapað kosningunum á dökkri skeggrót og svita á efri vörinni. Einvígi getur verið spennandi en fimm manna um- ræður eru það sjaldnast. En ef okkur leiðist getum við huggað okkur við að ástandið er ekki eins slæmt og í Danmörku. Þar þarf að sýna umræðurnar á breiðtjaldi til að koma öllum þrettán framboð- unum fyrir. Auglýsingar flokkanna eiga eftir að birtast – að mestu. Fram- sókn hefur dálítið þjófstartað í sjónvarpi með algjörlega hefð- bundinni flokkaauglýsingu um kröftugt og hlýlegt mannlíf. Þess- ar stemningsmyndir flokkanna virka örugglega ekki eins vel í dag og áður. Nú auglýsir annað hvert fyrirtæki með þessum hætti. Framsókn gæti allt eins verið að auglýsa tryggingar eða sparisjóðsreikninga eins og stjórnmálastefnu. Í blöðunum hafa tvenns konar auglýsingar sést og báðar hefðbundnar. Ann- ars vegar upplýsingatextar og hins vegar listilega vel teknar ljósmyndir af hópi frambjóðenda. Þessi síðarnefna tegund er stund- um notuð af fyrirtækjum sem hafa slæma ímynd. Þau stilla þá starfsfólki sínu upp til að sýna að það sé mannlegt og bara eins og hver annar. Hvers vegna flokk- arnir gera þetta veit ég ekki. Nú þegar kosningabaráttan er komin á fullan skrið verður ólík- legra að eitthvað óvænt gerist. Slíks er fremur að vænta í að- draganda baráttunnar. Nú spila allir flokkarnir eins og ítölsk knattspyrnulið: Mikilvægast af öllu er að halda hreinu – gera ekki mistök. Ef við skorum er það bónus. ■ 16 9. apríl 2003 MIÐVIKUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Frakkar gáfu lengi vel sérstakamedalíu þeim mæðrum sem eignuðust sex börn eða fleiri. Hér á landi hefur stjórnvöld skort skilning á að börn eru ekki aðeins mesta hamingja sérhvers einstak- lings, heldur mesta auðlegð sam- félagsins. Eina „medalían“ sem núverandi ríkis- stjórn hefur fært barnafólki var yfirlýsing í stjórnarsáttmál- anum frá 1995 um að sérstak- lega ætti að efla hag foreldra. Það var efnt með alkunnum hætti: Í stjórnartíð Framsóknar og S j á l f s t æ ð i s - flokks hafa barnabætur verið skertar um 8 milljarða! Efndirnar kórónaði Framsóknarflokkurinn með því að lofa sérstökum barna- kortum fjórum árum seinna. Eng- inn utan Framsóknar hefur heyrt af þeim síðan, og Jóhannes grín- ari notar þau reglulega í brandara á þorrablótum. Viltu vinna mánaðarlaun? Við í Samfylkingunni viljum búa til samfélag þar sem gott er að vera bæði foreldri – og barn. Það er einbeittur ásetningur Sam- fylkingarinnar að fjárfesta í menntun barna og velferð. Á Vor- þingi okkar um helgina, sem var haldið fyrir troðfullum Súlnasal Hótel Sögu, var samþykkt ítarleg kosningastefna, þar sem börn og foreldrar voru sett í algjöran for- gang. Skattfrelsismörk verða hækk- uð um tíu þúsund á mánuði taki Samfylkingin við stjórnartaum- um að loknum kosningum. Það þýðir 100 þúsund króna minni skattbyrði fyrir hjón. Barnafólk, sem er að koma upp börnum, munar um minna. Þá var sam- þykkt að setja þrjá milljarða króna í að hækka barnabætur duglega og draga um leið ríflega úr tekjutengingum þeirra. Tillög- ur okkar gera ráð fyrir algeru ný- mæli, sem felst í að öllum börnum upp að 18 ára aldri munu fylgja ótekjutengdar barnabætur að lág- marki 10 þúsund krónur. Skerðingarmörk barnabóta vegna tekna foreldranna verða hækkuð verulega, verði okkur í Samfylkingunni trúað fyrir lands- stjórninni. Hugmyndir okkar þýða að meðalfjölskylda fær 75 þúsund krónum meira í barnabætur. Þá er ótalin stórlækkun á mat- arskattinum. Á næsta kjörtíma- bili stígum við fyrra skrefið af tveimur. Matarskatturinn lækkar þá úr 14% í 7%. Með þessu sýnir Samfylkingin í verki að hún ætlar að standa við loforð sín um að tryggja Íslendingum Evrópuverð á matvælum, hvort sem við göng- um í ESB eður ei. Ungbarnavörur snarlækka Allir foreldrar stynja þungan undan háu verði á barnamat og ungbarnafötum. Innkaupin hafa því færst að töluverðu leyti út fyrir landsteinana. Við það tapar innlend verslun spón úr aski sín- um. Hér á landi hafa stjórnmála- flokkar, svo sem Framsókn, talað árum saman um hvort lækka beri skattinn af ungbarnavörum, en aldrei komist lengra með málið en í skoðun. Þar er það ennþá. Sam- fylkingin lætur verkin tala. Hún hefur samþykkt að meðal fyrstu verka hennar í ríkisstjórn verði að lækka virðisaukaskatt á barna- vörum úr 24,5% í aðeins 7%. Þetta flytur verslun með barnavarning inn í landið. Óvíst er því hvort um raunverulegt tekjutap verði að ræða fyrir ríkið. Hitt er ljóst, að foreldrar ungbarna græða sam- tals hundruð milljóna á þessari góðu hugmynd Samfylkingar- innar. Námsmenn segja stundum í hálfgerðu gríni að blankasta fólk- ið í dag sé ungt barnafólk sem er að koma frá námi og eigi ekkert nema börn og skuldir við LÍN. Við í Samfylkingunni þekkjum þetta. Við höfum því lagt fram hug- myndir um að draga megi allt að 30% námslána frá skattskyldum tekjum. Þetta eykur verulega þær tekjur sem ungt barnafólk, nýkomið frá námi, hefur úr að spila. Af sama toga er tillaga okkar um að afnema stimpilgjald af íbúðarkaupum. Það sparar sér- hverri ungri fjölskyldu sem er að festa sér þak yfir höfuðið fast að 200 þúsund krónum á ári. ■ Skoðana- kannanir Sigmar Hróbjartsson skrifar: Fátt er svo með öllu illt að ekkiboði nokkuð gott. Það gæti sannast á okkur sem „komin erum á aldur“ eða yfir 75 ára mörkin sem miðað er við þegar gerðar eru þær skoðanakannanir sem nú dynja á háttvirtum kjósendum þessa lands. Það þykir mörgum úr hófi keyra en þó mun ætlunin að bæta frekar í fram að kjördegi. Athygli vekur að hjá þeim aðil- um eða fyrirtækjum sem þessa iðju stunda getur útkoman orðið ótrúlega ólík á könnunum sem gerðar eru á sama tíma og mætti af því draga ýmsar ályktanir, en út í þá sálma skal ekki farið hér. Líklegar skýringar gætu þó verið að skoðanir sumra kjósenda sveiflist til eftir því hvernig póli- tískir vindar blása hverju sinni, eða jafnvel að þeir svari út í hött, orðnir þreyttir á öllu þessu spurn- ingaflóði. Og ef svo væri, er þá ekki allt þetta kannanatilstand farið að vinna á móti tilgangi sín- um, sem er víst að upplýsa hjörð og hirða, þ.e. frambjóðendur og kjósendur. Auðvitað er það sjálf kosningin á kjördegi sem allt þetta snýst um. Í kjörklefanum er kjósandinn frjáls af öllu öðru en eigin sam- visku. Með svar hennar að leiðar- ljósi verður hann að velja hverj- um er best treystandi til þess að ráða málefnum samfélagsins næsta kjörtímabil. Í gegnum moldviðri áróðursins og galdrafár blekkinganna verður hann að vinsa hismið frá kjarnanum, óháð venjum og siðum, sem hafa þegar öllu er á botninn hvolft kannski verið verstu ósiðir. ■ Um daginnog veginn ÖSSUR SKARP- HÉÐINSSON ■ formaður Samfylking- arinnar fer yfir skatt- stefnu flokksins. Medalíur fyrir barnafólk ■ Bréf til blaðsins „Við í Sam- fylkingunni viljum búa til samfélag þar sem gott er að vera bæði foreldri – og barn. Bætiflákar Blásaklaus spendýr „Rottur skila sér yfirleitt til sinna heima og valda mann- kyninu sjaldnast tjóni. Það telst til annála, svo er sjalgæft að rottur ráðist á menn. Þessi krossferð og logandi fordómar gegn rottum, blásaklausum spendýrum, eru alveg óskilj- anleg,“ segir Magnús Skarp- héðinsson, forseti Músa- og rottuvinafélagsins. Nokkur umræða hefur verið um rottur og hræðslu við þær síðustu daga eftir að sást til þeirra við uppgröft í Bankastræti. Allir forðast mistök Ásbjörn Björgvinsson formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands Túlkaðar sem sjóræningjaveiðar Eins og fram kemur í ályktun Samtaka ferðaþjónustunn- ar sem áréttuð var á aðalfundi samtakanna 3. apríl sl. tel ég rétt að vara eindregið við vanhugsuðum áformum um að hefja hvalveiðar að nýju við Ísland. Á helstu markaðssvæðum íslenskrar ferðaþjónustu ríkir almenn andstaða við hvalveiðar og þarlend stjórnvöld viður- kenna ekki rétt Íslands til að hefja hvalveiðar án þess að fyrir liggi samþykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins þar um. Ís- lendingar hafa með aðild sinni að hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna skuldbundið sig til að vinna að verndun og stjórnun hvalastofnanna. Hvalveiðar í and- stöðu við samþykktir hvalveiðiráðsins yrðu umsvifa- laust túlkaðar sem sjóræningjaveiðar og myndu valda íslenskri ferðaþjónustu miklum búsifjum. ■ Konráð Eggertsson formaður Félags hrefnuveiðimanna Þorskveiðar aukast Hafrannsóknastofnun hefur bent á að þorskveiðar myndu aukast um 20-30 þúsund tonn verði hvalveiðar leyfðar. Tel ég það eina meginástæðu fyrir því að hefja hvalveiðar að nýju. Ég blæs á þá skoðun að erlendir markaðir tapist hefjist hvalveiðar. Það hefur aldrei reynt á það. Þá veit ég ekki til að íslensk stjórnvöld banni veiðar á fisk sem illa horfir með sölu á, á þeim forsendum að þeim sé umhugað um þá sem veiðarnar stunda. Ég vil að hvalveiðimenn selji sínar afurðir sjálfir. Ef það gengur illa, nær það ekki lengra. Þá stór- efa ég að tölur sem andstæðingar hvalveiða setja fram séu réttar. Rétt er að geta þess að hvalveiðimenn hafa ávallt lýst yfir stuðningi við hvalaskoðunarmenn og hafa ekkert út á þá atvinnugrein að setja. ■ Hvalveiðar Íslendinga Skiptar skoðanir ■ Af Netinu Karamelluloforð „Kosningabarátta Sjálfstæðis- flokksins einkennist af ábyrgðar- leysi, þar sem er ýtt stórkostlega undir væntingar landsmanna um meint góðæri framundan. For- maður flokksins varpar kosn- ingaloforðum á báðar hendur, og eys milljörðum eins og karamell- um“. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON, FORMAÐUR SAMFYLKINGAR, Á SAMFYLKING.IS Eyðibyggðastefna? „Enginn flokkur á betur skilið nafngiftina Eyðibyggðaflokkur Íslands en Sjálfstæðisflokkur- inn“. BJÖRGMUNDUR ÖRN GUÐMUNDSSON, FRAMBJÓÐANDI FRAMSÓKNARFLOKKSINS, Á MADDAMAN.IS BÖRN „Skerðingarmörk barnabóta vegna tekna foreldranna verða hækkuð verulega. Hugmyndir okkar þýða að meðalfjölskylda fær 75 þúsund krónum meira í barnabætur,“ segir Össur Skarphéðinsson. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M ■ Nú þegar kosn- ingabaráttan er komin á fullan skrið verður ólíklegra að eitthvað óvænt gerist. Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um kosningabaráttuna.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.