Fréttablaðið - 09.04.2003, Síða 20
■ ■ FUNDIR
12.00 Fjallað verður um óþekkt á
vinnustað (Organizational Mis-
behaviour) á hádegisverðarfundi FVH,
birtingarform óþekktar, ástæður óþekkt-
ar og leiðir til að bregðast við. Fundur-
inn verður haldinn í Hvammi Grand
Hótel Reykjavík og stendur 13.30. Fund-
urinn er opinn öllum. Fyrirlesarar eru
Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent
við Háskólann í Reykjavík, og Hjalti
Sölvason, starfsþróunarstjóri Nýherja.
12.15 Náttúrufræðistofnun Íslands
heldur Hrafnaþing á Hlemmi í sal
Möguleikhússins nú í hádeginu. Guð-
mundur A. Guðmundsson fuglafræðing-
ur flytur erindið Eru milljón heiðlóur á
Íslandi? Hrafnaþingin eru öllum opin
meðan húsrúm leyfir.
12.30 Arkitektarnir Heba Hertervig,
Hólmfríður Jónsdóttir og Hrefna Björg
Þorsteinsdóttir í Arkibúllunni halda fyr-
irlestur um eigin verk og vinnuaðferðir í
Listaháskóla Íslands, Skipholti 1, stofu
113.
13.30 Fræðslu- og umræðufundur
um atvinnumissi, áhrif hans á fólk og
hvernig skynsamlegt er að bregðast við
verður haldinn í Safnaðarheimili Dóm-
kirkjunnar, Lækjargötu 14a, á horni
Lækjargötu og Vonarstrætis. Á fundinum
mun Garðar Vilhjálmsson, fræðslustjóri
Eflingar, fjalla um stuðning við atvinnu-
lausa og nauðsyn þess að vera tilbúinn
til að læra og bæta við sig þekkingu.
16.15 Auður Torfadóttir dósent
heldur fyrirlestur á vegum Rannsóknar-
stofnunar KHÍ um byrjendakennslu í
ensku. Fyrirlesturinn verður haldinn í
salnum Skriðu í Kennaraháskóla Ís-
lands við Stakkahlíð og er öllum opinn.
16.30 Hólmfríður Garðarsdóttir,
lektor í spænsku, heldur fyrirlestur á
vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadótt-
ur í erlendum tungumálum um jafnrétti
fjölmenningar og fjöltyngis. Hólmfríður
fjallar um það hvernig síbreytilegar
áherslur í þýðingafræði nýtast til að ögra
viðhorfum okkar. Fyrirlesturinn er hald-
inn í stofu 201 í Odda og verður túlkað-
ur á táknmál.
20.00 Guðmundur Oddur Magn-
ússon, prófessor í grafískri hönnun við
Listaháskóla Íslands, og Jón Ólafsson
heimspekingur halda fyrirlestra í Hafn-
arhúsinu í tengslum við sýningu á sov-
éskum veggspjöldum frá sjötta og sjö-
unda áratugnum. Sýningunni lýkur 27.
apríl.
20.30 Í tilefni af útgáfu bókar-
innar Ferðalok eftir Jón Karl Helga-
son efnir bókaforlagið Bjartur til um-
ræðufundar á Súfistanum við Lauga-
veg um þjóðargrafreitinn og bein
Jónasar Hallgrímssonar. Framsögu-
menn verða Jón Karl og Adolf Frið-
riksson, forstöðumaður Fornleifa-
stofnunnar Íslands.
20.30 Tómas Grétar Gunnarsson
fjallar um rannsóknir sínar á íslenska
jaðrakaninum á fræðslufundi Fugla-
verndarfélagsins, sem fer fram í stofu
101 í Odda, húsi félagsvísinda- og við-
skiptadeilda Háskóla Íslands.
■ ■ TÓNLIST
20.00 Lúðrasveitin Svanur
kveður stjórnanda sinn til 10 ára, Har-
ald Árna Haraldsson, með tónleik-
um í Loftkastalanum. Á efnisskránni
eru verk á borð við West Side Story,
Western Pictures, Os Pàssoros do
Brasil, Czardas og Hornkonsert nr. 2
eftir Mozart. Einleikarar eru Ella Vala
Ármannsdóttir og Styrmir Barkarson.
20.00 Píanóleikararnir Steinunn
Birna Ragnarsdóttir og Þorsteinn
Gauti Sigurðsson halda tónleika fyrir
tvö píanó í Salnum í Kópavogi. Þar leika
þau þekkt verk eftir Brahms, Debussy,
Milhaud, Fauré og Sjostakovitsj. Tónleik-
arnir eru tileinkaðir minningu Árna
Kristjánssonar píanóleikara.
■ ■ LEIKLIST
14.00 Leikfélagið Snúður og
Snælda sýnir gamanleikritið Forsetinn
kemur í heimsókn í Ásgarði, Glæsibæ.
Sýningum fer að ljúka.
20.00 Rauða spjaldið eftir Kjart-
an Ragnarsson og Sigríði Margréti
Guðmundsdóttur verður sýnt á Stóra
sviði Þjóðleikhússins.
20.00 Rómeó og Júlía eftir William
Shakespeare er sýnt á Litla sviði Borg-
arleikhússins í uppfærslu Vesturports.
■ ■ SÝNINGAR
Yfirlitssýning á verkum Georgs
Guðna stendur yfir í Listasafni Íslands.
Helgi Þorgils Friðjónsson er með
einkasýningu á Kjarvalsstöðum. Hann
sýnir þar eingöngu ný málverk.
„Út um græna grundu“ nefnist mál-
verkasýning Gunellu, sem nú stendur
yfir í baksalnum í Galleríi Fold við
Rauðarárstíg.
Tómas M. er með ljósmyndasýningu
á kaffihúsinu Castro í Austurstræti.
20 9. apríl 2003 MIÐVIKUDAGUR
hvað?hvar?hvenær?
6 7 8 9 10 11 12
APRÍL
Miðvikudagur
Þau Steinunn Birna Ragnars-dóttir og Þorsteinn Gauti Sig-
urðsson eru ekki með nema tutt-
ugu fingur samtals. Þeim veitti
víst ekki af að vera með nokkra í
viðbót í kvöld, þegar þau leika á
tvö píanó á tónleikum í Salnum í
Kópavogi.
„Þetta er algjör handfylli, allir
tíu puttarnir eru notaðir nánast
stöðugt. Við þyrftum meira að
segja að hafa nokkra til vara,“
segir Steinunn
Birna. „Þetta
ætti að vera
h e l m i n g i
auðveldara
þegar tveir
píanistar eru að spila, en það er
þvert á móti helmingi erfiðara.
Við erum lafmóð og bullandi
sveitt eftir hverja æfingu, það
gengur svo mikið á.“
Sjaldgæft er að heyra tvo pí-
anóleikara leika fjórhent á sviði í
einu. Enn sjaldgæfara er þó að sjá
tvö píanó á sviðinu og leikið á þau
samtímis, eins og boðið verður
upp á í Salnum í kvöld.
„Sennilega er það vegna þess
að ekki mjög margir staðir hafa
tvo flygla innanborðs,“ segir
Steinunn Birna. „En í Salnum er
þessi fína aðstaða með tveimur
konsertflyglum.“
Þau Steinunn Birna og Þor-
steinn Gauti héldu fyrst tón-
leika af þessu tagi árið
1995 í Íslensku óper-
unni. Húsfyllir varð á
þeim tónleikum og þau
þurftu að endurtaka
leikinn þrisvar. Að þessu sinni
hafa þau æft dagskrá með verk-
um eftir Brahms, Debussy, Mil-
haud, Fauré og Sjostakovitsj.
„Þótt við þurfum að hafa heil-
mikið fyrir því að læra þessa tón-
list er mjög auðvelt að hlusta á
hana. Þetta eru allt verk sem fólk
þekkir, hreint gúmmulaði.“
Steinunn Birna segir að það
hljóti líka að skila sér til áhorf-
enda hvað þau sjálf hafa gaman af
að spila þetta.
„Píanóleikarar eru svo vanir
því að vera einir á báti. Það er
mjög sérstök upplifun að vera að
þessu með öðrum píanista.“
gudsteinn@frettabladid.is
■ TÓNLEIKAR
Tuttugu puttar
á ferð og flugi
Georg Guðnie n d u r v a k t i
landslagið sem
enginn hafði þor-
að að líta við ára-
tugum saman
nema alþýðumál-
arar sem héldu áfram að mála
sófamálverkið fyrir alþýðu
manna,“ segir Rúnar Helgi Vign-
isson rithöfundur. „Landslags-
hefðin er sterk meðal þjóðarinnar
og samgróin þjóðerniskennd Ís-
lendinga og þess vegna er sér-
staklega áhugavert að skoða
þessa endurvinnslu Georgs
Guðna á íslensku landslagi.“
Mittmat
Avis dagsleiga, helgarleiga, vikuleiga. Eyddu minna í bílinn en meira í sjálfan þig og þína.
Kynntu þér tilboð Avis á bílaleigubílum.
Hringdu í Avis sími 5914000
Knarrarvogur 2 – 104 Reykjavík – www.avis.is Við gerum betur
Njóttu þ
ess að
ferðast
um lan
dið
á góðum
bíl
Cakewalk sumar 2003
Höfum opnað verslun að Strandgötu 29. Hafnarfirði með frábærum vörum
frá Cakewalk.
Opnunartíminn er eftirfarandi: þriðjudaga til föstudaga frá kl. 16:00 til
18:00
Laugardaga frá kl. 12:00-14:00
Komdu og skoðaðu frábærar sumarvörur frá
Cakewalk
Leikfélagið
Snúður og Snælda sýnir
„Forsetinn kemur í heimsókn“
gamanleikur með söngvum í
Ásgarði, Glæsibæ miðvikudaga
og föstudaga kl. 14.00
og sunnudaga kl. 15.00.
Miðapantanir á skrifstofu
s. 588-2111, einnig eru miðar
seldir við innganginn.
Laugavegi 32 561 0075
ÞORSTEINN GAUTI OG
STEINUNN BIRNA
Þau leika á tvö píanó í Salnum í
Kópavogi í kvöld.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T