Fréttablaðið - 09.04.2003, Síða 23
Ástralski Hollywood-leikarinnRussell Crowe gifti sig á mánu-
dag. Brúður hans
er kærasta hans
til langs tíma,
Danielle Spencer.
Þau giftu sig á bú-
garði leikarans í
Ástralíu. Aðeins
hinir allra nán-
ustu voru við-
staddir og voru
gestirnir því aðeins um 80 talsins.
Breska „garage“-hnátan Ms.Dynamite hefur gert samning
við Pepsi um að auglýsa gos-
drykkinn kunna. Stelpan fær um
122 milljónir króna fyrir. Fyrirtæk-
ið hefur ákveðið að fara í samstarf
við einn ungan breskan tónlistar-
mann á hverju ári. Ms. Dynamite
nældi sér í samninginn eftir að
Gareth Gates, sem var í öðru sæti í
„Pop Idol“-sjónvarpskeppninni, var
sagt upp.
Áhugamenn um útlit leikkonunn-ar Halle Berry eiga von á glaðn-
ingi þar sem stúlk-
an hefur tekið að
sér enn eitt hlut-
verkið sem krefst
þess að hún sýni
sig bera. Myndin
heitir „Gothika“
og í henni leikur
Berry sálfræðing sem sakaður er
um morð. Hún getur þó ómögulega
munað eftir því að hafa framið
verknaðinn. Í einu atriðanna, sem
gerist í sturtuklefa geðspítala, lend-
ir hún í slagsmálum við aðrar
berrassaðar kolklikkaðar hnátur.
Berry þvertók víst fyrir það að not-
aður yrði staðgengill í nektarsenun-
um.
Hljómsveitirnar Blur, Metallicaog Linkin Park verða á meðal
hljómsveita sem koma fram á
Reading og Leeds tónleikahátíðun-
um sem fara fram bak í bak í borg-
unum helgina 22.-24. ágúst. Einnig
koma fram Placebo, Beck, White
Stripes, The Streets, Doves og El-
bow.
MIÐVIKUDAGUR 9. apríl 2003 23
SÍMI 553 2075
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15
Sýnd kl. 6, 8 og 10THE HUNTED kl. 10.10
THUNDERPANTS kl. 4 SKÓGARLÍF 2 m/ísl. tali kl. 4
CRUSH kl. 3.45, 5.50 og 8
ABOUT SCHMIDT kl. 5.30
FINAL DESTINATION kl. 8 og 10
Sýnd kl. 5.45, 8.30 og 10.10 b.i. 12 ára Sýnd kl. 5.50, 8, 10.10 og 12.10
FRIDA b.i. 12 kl. 5.30
THE HOURS b.i. 12 5.40, 8 og 10.20 HREIN OG BEIN kl. 8
GANGS OF NEW YORK b.i. 16 kl. 10.20
Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40 b.i. 14 ára Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 b.i. 12 ára
TÓNLIST Það er virðingarvert fyrir
rokksveitir að fá Dave Grohl, fyrr-
um trommara Nirvana, til þess að
leika á plötum sínum. Trommuleik-
ur hans greiddi t.d. leið Queens of
the Stone Age upp á toppinn og
lífgaði verulega upp á fyrstu breið-
skífu gríndúettsins Tenacious D.
Grohl er greinilega vinsælt
aukakrydd á plötum og hefur hann
tekið að sér að leika á trommur á
nýrri plötu Killing Joke. Platan
heitir „Axis of Evil“ og kemur út í
sumar. Þetta verður fyrsta plata
Killing Joke síðan 1996.
Sveitin var stofnuð 1978 og var
ein af helstu nýbylgjusveitum
Breta í upphafi níunda áratugar-
ins. Liðsmenn íslensku sveitarinn-
ar Þeyr voru í nánu samstarfi við
þá.
Grohl hefur víst verið mikill að-
dáandi sveitarinnar frá upphafi og
stökk því á tækifærið að fá að leika
með þeim. Liðsmenn Killing Joke
kynntust Grohl á tónleikahátíð á
Nýja-Sjálandi þar sem trommar-
inn fór m.a. upp á svið með sveit-
inni og flutti lagið „Requiem“.
Grohl hefur verið höfuðpaur
Foo Fighters frá því að Nirvana
leið undir lok. Þar syngur hann og
leikur á gítar. ■
DAVE GROHL
Fyrrum Nirvana-trommarinn lék á síðustu
plötum Queens of the Stone Age og
Tenacious D. Ætlar núna að taka upp
kjuðana fyrir bresku nýbylgjusveitina Kill-
ing Joke.
Dave Grohl:
Trommar með
Killing Joke
Bassaleikari Radiohead, ColinGreenwood, segist jafn óhress
og bróðir sinn, Jonny, yfir þeirri út-
gáfu nýju plötunnar sem lak á
Netið. Hann segir útgáfurnar allar
vera óhljóðblandaðar og líkir lekan-
um við það að einhver myndi ryðj-
ast inn í hús sem væri í miðri upp-
byggingu og rífa allt niður. Hann
biður aðdáendur um að sýna þolin-
mæði því lokaútgáfan sé mun betri
en þær útgáfur sem netverjar
skiptast á þessa dagana.
Leikkonan Winona Ryder, sem varfundin sek um búðarhnupl á síð-
asta ári, hefur fengið mikið lof frá
dómara málsins. Honum þykir
stelpan standa sig vonum framar í
góðgerðarmálavinnunni sem henni
var skylt að vinna. Hún hefur nú
skilað af sér þeim 480 klukkustund-
um sem hún átti að vinna og má
hún því snúa sér aftur að kvik-
myndaleik. Dómarinn var hins veg-
ar ekkert sérstaklega hrifinn af
þeirri hugmynd Winonu að selja
fötin sem hún stal í búðinni og gefa
ágóðann til góðgerðamála.
Fréttiraf fólki