Fréttablaðið - 09.04.2003, Side 28
28 9. apríl 2003 MIÐVIKUDAGUR
í upphafi skapaði Guð heiminn oghvíldist.
Þá skapaði Guð manninn og hvíldist.
Þá skapaði Guð konuna.
Síðan þá hefur hvorki Guð eða mað-
urinn getað hvílst.
Pondus eftir Frode Øverli
Með súrmjólkinni
54 ÁRA „Ég er frár á fæti og léttur
til göngu og sunds,“ segir afmæl-
isbarn dagsins, Guðni Ágústsson
landbúnaðarráðherra, sem er orð-
inn 54 ára. „Mér finnst ég ungur,
hef lifað marga gleðiríka daga og
finn ekki mikinn mun á mér nú og
þegar ég var 24 ára,“ segir afmæl-
isbarnið.
Þegar Guðni var yngri að alast
upp á Brúnastöðum í Flóa var ekki
til siðs að halda afmælisveislur
eins og nú tíðkast víðast hvar:
„Móðir mín hitaði kannski kakó og
gaf mér brúna tertu. En það var
alltaf mikið fjör enda við systkin-
in sextán talsins,“ segir Guðni,
sem ætlar að eyða afmælisdegin-
um meðal nýrra kjósenda á Suður-
nesjum. Kosningabaráttan tekur
ekki mið af afmælisdögum fram-
bjóðenda: „Suðurnesjamenn eru
skemmtilegt og kraftmikið fólk
sem liggur ekki á skoðunum sín-
um. Það hefur tekið mér vel,“ seg-
ir Guðni, sem vafalítið á eftir að
snerta einhverja strengi í brjóst-
um Suðurnesjamanna sem eru
ekki vanir að geta kosið mann eins
og Guðna. Og kvöldið er frátekið:
„Okkur hjónunum er boðið að
sitja veislu með danska forsætis-
ráðherranum í Perlunni í kvöld.
Það verður góð veisla þó ekki sé
það afmælisveislan mín.“
Guðni segist líta á lífið sem
röð tímabila; fyrst æskan, svo
þroskaárin, húsbyggingar,
skuldir og ekki síst að komast
frá þessu öllu heill og til ein-
hvers þroska: „Og nú er runnið
upp nýtt tímabil, ákaflega
ánægjulegt. Ég er orðinn afi,“
segir ráðherrann, sem á mörgu
ólokið og enn hafa ekki allir
draumar hans ræst. Þeir eru
margir og einn snýst um ævi-
kvöldið:
„Ég vil njóta þess að ná háum
aldri og skilja við pólitíkina sátt-
ur við allt og alla. Þá væri gam-
an að eiga góða gæðinga og ríða
til fjalla. Svo ekki sé minnst á
nokkrar fallegar ær og íslenskan
hund. Ég ætla að treina mér ævi-
kvöldið og eiga þá ánægjulegar
stundir,“ segir Guðni Ágústsson.
eir@frettabladid.is
Draumur um gæðinga,
ær og íslenskan hund
Elísabet Magnúsdóttir, áður á Hrísateig
6, lést 6. apríl.
Guðlaug Huld Nielsen, Hátúni 12,
Reykjavík, lést 6. apríl.
Kristbjörg Jónsdóttir, Ysta-Felli, lést 6.
apríl.
Þóra Böðvarsdóttir, Leifsgötu 6, lést 5.
apríl.
Herdís Guðmundsdóttir frá Sæbóli, Að-
alvík, lést 4. apríl.
Davíð BR. Guðnason, fyrrverandi vatna-
mælingamaður, lést 30. mars. Útförin
hefur farið fram í kyrrþey.
Karl Einarsson, Fannarfelli 12, Reykja-
vík, lést 26. mars. Útförin hefur farið
fram í kyrrþey.
Gróa Eggertsdóttir, Stigahlíð 26, er lát-
in. Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Margaret E. Kentta lést í Edinborg 31.
mars.
Umskipti:
Vatn í
staðinn fyrir
mjólk
BRUNAVARNIR Bæjarstjórinn í
Hveragerði hefur að undanförnu
staðið í samningaviðræðum við
Norðurmjólk um kaup á mjólk-
urbíl sem hann vill breyta í
vatnsbíl. Fyrirhugað er að nota
mjólkurbílinn sem brunabíl þeg-
ar búið er að breyta honum í
vatnsbíl.
Bæjarstjórinn kynnti málið
fyrir bæjarstjórninni í Hvera-
gerði á dögunum og tók hún vel
í. Fól hún bæjarstjóra að ganga
frá samningum um kaup á
mjólkurbílnum og leita jafn-
framt samstarfs við Sveitarfé-
lagið Ölfus um viðskiptin enda
mun bíllinn gagnast íbúum þar
þegar og ef eldur verður laus. ■
Nei, það er
bannað að
teikna á augað
á hundinum!
Afmæli
GUÐNI
ÁGÚSTSSON
■ Guðni Ágústsson er 54 ára í dag.
Frískur og fínn. Frár á fæti og á sér enn
drauma sem vonandi eiga eftir að rætast.
AFMÆLISBARNIÐ
Situr veislu með danska forsætisráðherranum í Perlunni í kvöld. Væntanlega góð veisla þó
ekki sé það afmælisveislan hans.
10.30. Elín Jónatansdóttir, áður á Sól-
vallagötu 45, Reykjavík, verður
jarðsungin frá Fossvogskirkju.
13.30 Blængur Gímsson, Holtagerði 39,
Kópavogi, verður jarðsunginn frá
Kópavogskirkju.
13.30 Jóhannes Sigurðsson, Lækjar-
götu 34d, Hafnarfirði, verður jarð-
sunginn frá Hafnarfjarðarkirkju.
15.00 Lóa Ágústsdóttir, Holtsgötu 13,
Reykjavík, verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni.
■ Jarðarfarir
■ Andlát
Ertu að borða kaffikorg
og eggjaskurn?
Það er burkni í
klósettinu! Ældirðu INN ÍDVD-spilarann?
Sumar setningar
eru fráteknar
fyrir foreldra
smábarna!