Fréttablaðið - 11.04.2003, Side 24

Fréttablaðið - 11.04.2003, Side 24
26 11. apríl 2003 FÖSTUDAGUR Íslenski iðnjöfurinn sem hafði for- göngu um uppgröftinn á beinum Jónasar hét Sigurjón Pétursson. Hann rak klæðaverksmiðju á Ála- fossi í Mosfellssveit, ekki langt frá Reykjavík, og var þekktur fyrir áhuga sinn á sálarrannsóknum og lífinu fyrir handan. Hann vantaði tvö ár í sextugt árið 1946. Það er ónákvæmt hjá Kundera í Fáfræð- inni að sál Jónasar hafi vitjað iðn- jöfursins í draumi. Sigurjón kvaðst hafa verið í miðilssambandi við Jónas og raunar fleiri framliðna Ís- lendinga um árabil. „Maður ræður ekki hver kemur til manns og talar við mann,“ lét hann hafa eftir sér skömmu eftir misheppnaða tilraun sína til að jarðsetja beinin á heima- slóðum skáldsins. „Og Jónas spurði mig, „hvort ég ætlaði að láta það verða, að hann hvíli áfram í danskri moldu““. Á hinn bóginn er ljóst að Sigur- jón, líkt og Kundera, sá tilstandið með bein Jónasar fyrir sér sem til- brigði við Heimferðina miklu. Kveðjuræða sem hann flutti yfir kistunni í kirkjunni á Bakka í Öxna- dal, fæðingarsveit Jónasar, er til marks um þetta. Þar segist Sigur- jón hafa flutt skáldið heim „fyrir það, að ég trúði þér, þegar þú komst til mín og baðst mig um að hjálpa þér heim úr útlegðinni. Ég fann þrá þína til heimkynna þinna – til þinna bernsku heimkynna – hingað, þar sem þú fæddist – hingað, þar sem þú sleizt þínum barnsskóm – hingað heim, þar sem þínir bernsku draumar eru – hingað heim, þar sem foreldrar þínir hvíla. – Vertu velkominn. Vertu hjartanlega vel- kominn.“ ■ MILAN KUNDERA Skrifaði um beinamálið í skáldsögu sinni, Fáfræðinni. „Vertu hjartanlega velkominn“ Flíspeysur 3.890 nú kr. 1.945,- Flísvesti 2.990 nú kr. 1.495,- Regnjakkar 4.990 nú kr. 2.495,- Regnbuxur 2.990 nú kr. 1.495,- Strigaskór 4.990 nú kr. 2.495,- Gönguskór 10.990 nú kr. 5.495,- Buxur, bolir, skyrtur, regngallar ofl. ofl. Mikið úrval Reykjavík - Faxafeni 12 Sími 533-1550 Opið virka daga 10 – 18 Laugard. 11 – 16 Keflavík - Hafnargata 25 Sími 421-3322 Opið virka daga 11 – 18 Laugard. 11 - 14 Nýr barnafatnaður 50% afsláttur! verslun/heildverslun NÝ BÓK „Þessi bók er kannski of- vaxin neðanmálsgrein út úr annarri bók sem ég skrifaði, sem fjallaði um viðtökur Njálu á Ís- landi,“ segir Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur. Í vikunni kom út eftir hann bókin Ferðalok, þar sem hann kryfur til mergjar beinamálið svonefnda, síðbúinn flutning á beinum Jónasar Hall- grímssonar frá Kaupmannahöfn til Íslands. „Stóra spurningin varðandi Njálu er alltaf hver er höfundur Njálu. En mér finnst sú spurning ekki eins merkileg eins og sú stað- reynd að mönnum þyki hún merkileg. Það er eins með bein Jónasar, að mér finnst ekki merki- legast hvaða bein voru flutt hing- að heldur hitt að mönnum skuli finnast það skipta máli.“ Árið 1996 gerði Jón Karl út- varpsþátt um beinamálið. Þar byggði hann bæði á viðtölum við menn sem mundu eftir því sem gerðist og rituðum heimildum, sem hann fékk flestar frá Birgi Thorlacius ráðuneytisstjóra. Á þremur stöðum í tveimur löndum? „Hann var með ótrúlega merki- leg gögn sem snertu málið, þar á meðal skeyti og bréf sem gengu á milli manna. Merkilegasta heim- ildin þar er uppgraftrarskýrsla Matthíasar Þórðarsonar þjóð- minjavarðar frá 1946. Þar lýsir Matthías mjög nákvæmlega því sem hann finnur í gröfinni og hvers vegna hann álykti að það séu bein Jónasar en ekki einhver önnur.“ Þessi gögn frá Birgi segist Jón Karl nota sem útgangspunkt sinn í bókinni. Jafnframt fer hann ofan í saumana á því hvernig fjallað hef- ur verið um flutninginn á beinum Jónasar síðan, meðal annars í skrifum rithöfunda á borð við Halldór Laxness, Björn Th. Björnsson og Milan Kundera. „Séra Ágúst Sigurðsson er einn þeirra manna sem ég ræddi við fyrir útvarpsþáttinn árið 1996. Hann skrifaði um þetta mál stuttu síðar fjórar greinar í Dag-Tím- ann. Þær greinar vöktu enga sér- staka athygli, en svo vann hann að því er virðist nýja grein upp úr þessum gömlu greinum og birti í Tímariti Máls og menningar fyrir skömmu. Þá vakti mikla athygli þessi kenning hans að bein Jónas- ar væru hugsanlega niður komin á þremur stöðum frekar en einum eða tveimur.“ Björn Th. Björnsson fjallar einnig um beinamálið í bók sinni, Á Íslendingaslóðum í Kaup- mannahöfn. Þar lætur hann liggja að því að einhver önnur bein held- ur en Jónasar hafi verið flutt hingað heim. Svo er fræg umfjöll- un Halldórs Laxness í Atómstöð- inni, þar sem hann dregur fram hlálegu hliðarnar á málinu með svo beittum hætti að margir áttu erfitt með að fyrirgefa honum. Danskur slátrari „Síðast en ekki síst fjallar Mil- an Kundera um beinamálið í nýj- ustu skáldsögu sinni, Fáfræðinni. Hann tekur sama pól í hæðina og Björn Th. Að minnsta kosti halda persónur í bók hans því fram að það sé danskur slátrari sem liggi grafinn í þjóðgarðinum á Þing- völlum.“ Í aðra röndina langaði Jón Karl til að finna út hvað væri satt og hvað logið í beinamálinu. En skyldi hann hafa komist að ein- hverjum niðurstöðum um það? „Ég er mjög krítískur á það sem Björn Th. hefur að segja um málið. Ég er líka mjög krítískur á hluta þess sem séra Ágúst segir og hluta af því sem Kundera seg- ir. Eins merkilegt og það nú er, þá finnst mér að Halldór Laxness fari kannski næst sannleikanum, að svo miklu leyti sem við getum fullyrt nokkuð um sannleikann.“ Í Atómstöðinni gætir Halldór Laxness þess að halda því algjör- lega opnu hvort bein skáldsins hafi komist til Íslands. Lýsing hans á morknum beinum í mold- inni, sem flutt var frá Kaup- mannahöfn, fer hins vegar mjög nærri lýsingum Matthíasar í upp- graftarskýrslunni. Menning undir glerhjálmi „Ég held samt að aðalatriðið sé ekki hvort þetta eru bein Jónasar. Þetta mál gefur mjög skemmti- lega innsýn í andrúmsloftið á Ís- landi á fimmta áratugnum. Það varpar ekki síður athyglisverðu ljósi á það með hvaða hætti menn- ingarafurðir, skáld og listamenn eru ákveðinn gjaldmiðill sem menn nota í samskiptum sín á milli.“ Til dæmis segir Jón Karl margt í umfjöllun um Halldór Laxness á seinni árum bera þess vott að hann sé orðinn hálfheilag- ur maður. „Það er viss kaldhæðni í því að Halldór Laxness hefur fengið þá stöðu sem Jónas hafði á sínum tíma. Gagnrýnisleysið og JÓN KARL HELGASON „Ferðalok“ nefnist bók hans í Svörtu línunni frá Bjarti. Hið viðsjárverða aðdráttarafl ódauðleikans Í vikunni kom út hjá bókaforlaginu Bjarti bók Jóns Karls Helgasonar Ferðalok. Í bókinni er fjallað um flutninginn á beinum Jónasar Hallgrímssonar til Íslands árið 1946.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.