Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.04.2003, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 11.04.2003, Qupperneq 25
FÖSTUDAGUR 11. apríl 2003 lofgjörðin eru algjörlega í and- stöðu við hans eigin nálgun á menninguna. Ég segi í lokaorðum bókarinnar að skáldum sé enginn greiði gerður með því að hefja þau í dýrlingatölu. Í tilviki Halldórs er það í rauninni svik við erfðaskrá hans. Þetta er spurning um grund- vallarviðhorf til menningarinnar. Viljum við hafa hana undir gler- hjálmi? Um leið og hún er komin undir glerhjálm hættir hún að vera hluti hinnar raunverulegu menn- ingar, þá er hún ekki til hversdags- brúks lengur.“ Margir kannast við Panþeonið í París, sem er grafhýsi ætlað mæt- ustu mönnum frönsku þjóðarinnar. Milan Kundera fjallar í skrifum sínum um þetta grafhýsi og er mjög gagnrýninn á það. „Hann veit fátt óviðkunnan- legra en að einhverjir færu að vasast í líkinu hans eftir að hann væri dauður. Því hvötin þar að baki væri líklega fyrst og fremst póli- tísk. Þetta séu stjórnmálamenn að slá sig til riddara. Þeir eru að reyna að snerta ódauðleikann og eignast hlutdeild í honum.“ Dýrlingahefð kaþólsku kirkjunnar Jón Karl bendir á að heimflutn- ingur beina Jónasar sé hreint ekk- ert einsdæmi. Bæði í Vestur-Evr- ópu og víðar hefur það tíðkast allt fram á síðustu tíma að flytja bein merkra manna, jafnt stjórnmála- manna, hugsuða sem listamanna, í sérstaka þjóðargrafreiti eða graf- hýsi. „Þessi siður er í beinu fram- haldi af dýrlingahefð kaþólsku kirkjunnar. Hann tengist að ein- hverju leyti því sem við gætum kallað trúarbrögð eða hugmynda- fræði þjóðríkisins. Það er verið að búa til helga menn sem við getum haft átrúnað á.“ Jón Karl segist minnast í þessu samhengi á glæsilega sýningu Árnastofnunar í Þjóðmenningar- húsinu. „Þar eru handritin í tveimur glerbúrum rammgerðum. Það er svolítið eins og að ganga inn í graf- hýsi Leníns að koma þarna inn. Ég geri svolítið grín að þessu dýr- lingaviðhorfi og læt að því liggja að kannski vilji einhverjir helst sjá bein Jónasar Hallgrímssonar í öðr- um glerskápnum. Annað sem mér finnst áhuga- vert í þessu er ódauðleikaþráin, eða aðdráttarafl ódauðleikans. Mil- an Kundera hefur velt því fyrir sér hvaða merkingu ódauðleikinn hafi. Hann gerir greinarmun á litla ódauðleikanum, sem er að vera ódauðlegur í huga þeirra sem þekktu mann, og stóra ódauðleik- anum, sem er að vera ódauðlegur í huga þeirra sem ekki þekktu mann. Svo talar hann um hlálega ódauðleikann, sem er þegar ein- hver er að sækjast eftir stóra ódauðleikanum en verður að end- ingu kannski ódauðlegur fyrir það sem hann vill ekki láta muna eftir. Ég segi ekki að Jónas verði fórnarlamb hlálega ódauðleikans, en þeir sem höfðu afskipti af þessu beinamáli voru að reyna að baða sig í ljóma ódauðleika Jónasar, en svo hefur þetta mál snúist í hönd- unum á þeim þannig að það verður enginn ljómi sem umlykur þá þeg- ar upp er staðið.“ gudsteinn@frettabladid.is „Dag einn datt Jónas dauða- drukkinn niður stiga, fótbraut sig, fékk ígerð í brotið, dó og var jarðsettur í kirkjugarði í Kaup- mannahöfn. Þetta gerðist árið 1845.“ Svona lýsir Milan Kund- era andláti listaskáldsins góða í nýjustu skáldsögu sinni, Fáfræð- inni. Árið 1946 hélt Matthías Þórð- arson þjóðminjavörður til Kaup- mannahafnar, gróf upp bein Jónasar og flutti þau til Íslands þar sem þau voru jarðsett í sér- stökum þjóðargrafreit á Þing- völlum. Þar hafði Einar Bene- diktsson verið jarðsettur fáein- um árum fyrr. Sigurjón Pétursson, iðnrek- andi á Álafossi, hafði forgöngu um beinaflutninginn og fékk til þess stuðning Ólafs Thors for- sætisráðherra og Jónasar Jóns- sonar frá Hriflu, sem þá var for- maður Þingvallanefndar. Fljótt vöknuðu efasemdir um að beinin sem Matthías flutti heim frá Kaupmannahöfn hafi í raun og veru verið bein Jónasar Hallgrímssonar. Og jafnvel þótt heimfluttu beinin hafi verið úr Jónasi, þá þykir ljóst að hluti þeirra hafi orðið eftir í kirkju- garðinum í Kaupmannahöfn. Á allra síðustu árum hefur svo komið fram kenning um að ein- hver hluti beinanna hafi verið grafinn með leynd á fæðingar- slóðum Jónasar norður í Eyjafirði. Enn fremur hafa ýmsir orðið til þess að draga fram hlálegar hliðar á beinaflutningnum og sagt hann lítt til sóma þeim sem að stóðu. Má þar helsta nefna Halldór Laxness, Björn Th. Björnsson og Milan Kundera. ■ JÓNAS HALLGRÍMSSON Ýmsar kenningar hafa komist á kreik um síðbúinn heimflutning beina listaskáldsins. Harmsaga beina Jónasar

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.