Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.04.2003, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 11.04.2003, Qupperneq 35
37FÖSTUDAGUR 11. apríl 2003 ■ Konan mín verð á herrafötum Ótrúlegt 5.999kr 2.999 999 kr verð frá Úrval af herra bindum OTTO herraskyrtur Leðurskór st: 40-46 Herra skór st: 41-46 1.999 12.999kr Jakkaföt st: 46-62 Ullarblanda 19.999kr Hátíðarbúningur st: 46-60 OTTO verð frá kr kr Það kannast flestir við það að fresta hlutum þangað til í óefni er komið. Út er komin bókin „Á morgun segir sá lati“ sem tekur á þessu vandamáli. Frestunarárátta getur haft alvarlegar afleiðingar. Höfundur bókarinnar, Rita Emmett, tekur á þessum vanda og hvetur lesendur úr sporunum með hagnýtum ráðum sem hún hefur sjálf notað til að vinna bug á eigin frestunaráráttu. Í bókinni eru fjölmargar raunverulegar frásagnir sem opna augu lesand- ans fyrir þeim lausnum sem henta hverjum og einum. ■ Bækur „Hún er falleg, skemmtileg, greind og góð móðir. Hún er líka besti vinur minn,“ segir Guðjón Bergmann jógakennari um eigin- konu sína, Jóhönnu Bóel. Þau hafa verið gift í hálft annað ár. LEIKHÚS Leikmunadeild og hljóð- deild Þjóðleikhússins eru á höttun- um eftir hundrað hátölurum af öll- um stærðum og gerðum. Hátölur- unum er ætlað hlutverk í sýning- unni Herjólfur er hættur að elska eftir Sigtrygg Magnason í leik- stjórn Stefáns Jónssonar. Það er að vísu ekki enn komið á hreint hvort sýningin kemst á fjalirnar en lík- urnar á því munu væntanlega stór- aukast ef leikmunadeildin kemst yfir hátalarana hundrað. „Við höfum ákveðið að leita til almennings“, segir Birna Björg- vinsdóttir yfirleikmunavörður, „en það er einfaldlega of tímafrekt og kostnaðarsamt fyrir okkur að fara á gámastöðvar, leita að hátölurum og ganga úr skugga um að þeir virki. Við erum því að gera okkur vonir um að fólk bregðist vel við kalli okkar og gefi okkur hátalara sem það er hætt að nota. Það þarf þá bara að hafa samband við leik- munadeildina og við munum sjá um að koma og sækja þá.“ ■ BIRNA BJÖRGVINSDÓTTIR OG SIGURÐUR BJÓLA Eru að leita að hundrað nothæfum hátöl- urum. Þjóðleikhúsið: Vantar hundrað hátalara FÉLAGSLÍF Kristin ungmenni í Menntaskólanum við Hamrahlíð hittast í hádeginu í bænastund. Þetta eru ungmenni úr mismun- andi kristnum söfnuðum sem starfa saman í sátt og samlyndi. Þessa vikuna hafa þau staðið fyrir Jesúviku í skólanum. „Það hefur verið geysilega mikil ánægja með þetta,“ segir Andri Ómarsson, eitt ungmennanna. Hann segir ekki al- gengt að hópur utan hins hefð- bundna skólafélags standi að svo viðamiklum viðburðum. Þessa vikuna hafa verið uppá- komur á hverjum degi. Meðal þess sem boðið var upp á er leðju- slagur. Eitthvað sem maður tengir ekki beint kristindómnum. „Nei,“ segir Andri og gefur til kynna að ekki sé allt sem sýnist. „Þetta er íslensk glíma í leðju og við spyrj- um þá sem taka þátt hvort ekki sé eftirsóknarvert að komast í sturtu eftir alla leðjuna.“ Flestir hljóta að þiggja slíkt. „Þetta er svona táknrænt. Ef við berum þetta saman við trúna, þá er syndin óhreinleiki og Jesús er sturtan sem getur losað okkur við óhrein- indin.“ Andri segir að viðbrögð bæði samnemenda og kennara við þess- ari athafnasemi hafi verið mjög góð. Alls konar skemmtun og dag- skrá hafi verið í boði alla vikuna. Andri segir ekki skipta neinu máli þótt hópurinn komi úr mismun- andi trúfélögum. „Við virðum trú- arskoðanir hvers annars enda þótt við komum víða að.“ ■ FJÖR ALLA VIKUNA Hópur kristinna ungmenna hefur staðið fyrir uppákomum og dagskrá alla vikuna í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Virkur bænahópur í MH: Leðjuglíma í Jesú nafni

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.