Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.04.2003, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 11.04.2003, Qupperneq 38
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar ÞRÁINS BERTELSSONAR Ótrúlegar framfarir bíða á næstaleiti handan við kosningarnar 10. maí þegar stjórnmálamönnum gefst loks færi á að efna öll þau mörgu og fögru loforð sem bunað hafa upp úr þeim á síðustu dögum. Stórkostlegt blómaskeið mun hefjast í sögu þjóðarinnar. Skattar lækka um 20 milljarða og velferðarkerfið styrkist að sama skapi. Jarðgöng verða boruð og vegir malbikaðir fyrir 6 milljarða. Þúsundir útlend- inga munu strita eins og maurar uppi á hálendinu við að beisla gruggugar jökulár og gróðinn mun streyma gegnum túrbínur Lands- virkjunar og verða að gulli í ríkis- sjóði. Vextir munu lækka og verð- bólgunni verður útrýmt eins og holdsveiki og berklum forðum tíð. Það er gullöld í vændum. ALLT ÞETTA bjóða stjórnmála- menn okkur – ef við föllum fram og kjósum þá. Það er ekki til mikils mælst. Sumir segja að sú ríkisstjórn sem nú situr sé eins og nýmjólk frá síðustu öld, komin fram yfir síðasta söludag og farin að súrna ofurlítið. Aðrir segja að ríkisstjórnin sé eins og G-mjólk sem geymist endalaust, eða göfugt vín sem verður betra og betra með aldrinum. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN býður upp á foringja með 12 ára reynslu og 98% stuðning innan flokksins, foringja sem minnir helst á Gizur jarl Þorvaldsson, nema hvað Gizur var bæði þóttafullur, langræk- inn og hefnigjarn. SAMFYLKINGIN býður upp á kvenskörung með 8 ára reynslu sem ráðskona á hinu stóra heimili í Ráð- húsinu, kvenskörung sem samstarfs- menn hennar úr R-listanum segja að minni helst á Guðrúnu Ósvífursdótt- ur, nema hvað Guðrún var þeim verst sem hún unni mest. KOSNINGALOFORÐ þessara yf- irlýstu andstæðinga eru svo svipuð að það er vandi að velja á milli þeirra. Á maður að kjósa ráðskon- una eða foringjann? Verst er að kosningastjórar flokkanna hafa sam- mælst um að frambjóðendur skuli ekki fækka fötum í kosningabarátt- unni og sitja í heitum pottum fyrir framan sjónvarpsvélar. Þetta er misráðið því ef frambjóðendur kæmu fram á baðfötum gæti maður kannski séð hvort það er sami rass- inn undir þeim öllum. ■ Sami rassinn? Trúlofunar- og giftingarhringir 20% afsláttur í takmarkaðan tíma www.gunnimagg . i s

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.