Fréttablaðið - 13.05.2003, Blaðsíða 4
4 13. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR
■ Spánn
Ertu ánægð(ur) með úrslit kosn-
inganna?
Spurning dagsins í dag:
Viltu áframhaldandi stjórnarsamstarf
Framsóknarflokks og Sjálfstæðis-
flokks?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
57%
43%
Nei
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
1. flokki 1989 – 50. útdráttur
1. flokki 1990 – 47. útdráttur
2. flokki 1990 – 46. útdráttur
2. flokki 1991 – 44. útdráttur
3. flokki 1992 – 39. útdráttur
2. flokki 1993 – 35. útdráttur
2. flokki 1994 – 32. útdráttur
3. flokki 1994 – 31. útdráttur
Frá og með 15. maí 2003 hefst innlausn
á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum:
Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu
þriðjudaginn 13. maí.
Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum,
sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig
frammi upplýsingar um útdregin húsbréf.
Innlausn
húsbréfa
Húsbréf
Geir H. Haarde um stjórnarmyndunarviðræður:
Getum leyst skattaágreining
STJÓRNARMYNDUN „Það verður að
koma í ljós hvernig við reynum
að samræma skattastefnur okk-
ar,“ segir Geir H. Haarde fjár-
málaráðherra og varaformaður
Sjálfstæðisflokksins, aðspurður
um hvort að mismunandi stefnur
framsóknarmanna og sjálfstæð-
ismanna í skattamálum verði
ekki erfiður ljár í þúfu í stjórn-
armyndunarviðræðunum. Þar
ber á milli um 15 milljörðum.
Lýstu framsóknarmenn því yfir
í kosningabaráttunni að þeir
gætu ekki séð hvernig sjálfstæð-
ismenn ætluðu að framkvæma
sínar tillögur, upp á ríflega 30
milljarða króna skattalækkun,
án þess að skera niður í velferð-
arkerfinu.
„Ég held að þetta sé mál sem
við getum leyst,“ segir Geir. „Ég
hef ekki áhyggjur af því að það
fáist ekki niðurstaða um þetta,
þótt við séum auðvitað ekki
farnir að tala saman. En við höf-
um unnið saman lengi og erum
vanir því að leysa mál af svipuðu
tagi.“
Geir segist ekki geta nefnt
neina sérstakar hindranir í
samningaviðræðum flokkanna,
þótt slíkt geti vissulega komið í
ljós. Hann segir óskandi að
stjórnarmyndunarviðræður
gangi hratt og vel fyrir sig. ■
Humri stolið:
Tengist
fíkniefnum
LÖGREGLUFRÉTT Lögreglan í Kefla-
vík handtók tvo menn við Kleifar-
vatn aðfaranótt sunnudagsins.
Þeir voru grunaðir um að hafa
reynt innbrot í fiskvinnslufyrir-
tæki í Grindavík skömmu áður.
Báðir gistu fangaklefa og voru yf-
irheyrðir af rannsóknarlögreglu
um morguninn. Viðurkenndu þeir
meðal annars innbrot og þjófnað á
humri í fiskvinnslufyrirtæki í
Garði í vikunni og virðist sem
þarna sé um að ræða skipulagðan
glæp sem tengist fíkniefnaheim-
inum en í síðustu viku voru tveir
menn handteknir við sams konar
iðju bæði í Þorlákshöfn og Eyrar-
bakka. ■
EIGINKONUR Í HÆTTU Svo virðist
sem blóðhiti Spánverja, sem
nægur var nú fyrir, sé að aukast
og koma fram í auknu ofbeldi, að
sögn spænska blaðsins El Mundo.
Þeir skýra frá því að 63 prósent
fleiri konur falli nú fyrir höndum
eiginmanna sinna eða fyrrver-
andi manna en áður. Fyrstu þrjá
mánuði þessa árs hafa 18 konur
orðið fórnarlömb eiginmanna
sinna.Það er mikil aukning frá
sama tímabili fyrra árs en þá lét-
ust ellefu af sömu völdum.
RAUK ÚR HASSPÍPUNNI Tveir átján
ára piltar voru staðnir að því að
neyta fíkniefna í kyrrstæðum bíl
aðfaranótt sunnudagsins á Ísafirði.
Hasspípa sem enn rauk úr fannst í
bílnum auk lítilræðis af kannabis-
efnum. Piltarnir voru teknir í yfir-
heyrslu á lögreglustöðina ásamt
foreldrum þeirra. Piltarnir mega
búast við tilheyrandi refsingu fyrir
fíkniefnabrotið.
VINNUSLYS Á ÍSAFIRÐI Vinnuslys
varð í fiskverkun Klofnings á Suð-
ureyri laust eftir hádegi á laugar-
dag. Maðurinn slasaðist alvarlega á
fæti við lestun afurða í flutnings-
gám. Hann var fluttur á sjúkrahús-
ið á Ísafirði. Lögreglan og Vinnu-
eftirlit ríkisins vinna að rannsókn
málsins.
Stefnir ekki á formannsslag
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kveðst ekki ætla í formannsslag við Össur Skarphéðinsson.
Hún segir boltann vera hjá Samfylkingunni um það hvert hlutverk hennar verður.
STJÓRNMÁL „Nú ætla ég að fara að
taka til í garðinum mínum, bíl-
skúrnum og geymslunni. Ég er
búin að vera í mikilli törn síðast-
liðið hálft ár, þannig að það eru
ýmis verk óunnin,“ segir Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir aðspurð
um það hvernig hún hyggist verja
tíma sínum nú
að afloknum
kosningunum.
Staða hennar er
óljós. Hún náði
ekki kjöri á
þing, enda gat
brugðið til
beggja vona í
þeim efnum, og
miðað við yfir-
lýsingar Össur-
ar Skarphéðinssonar og hennar
stendur ekki til að hún verði for-
maður Samfylkingarinnar. Ef nú-
verandi stjórnarflokkar halda
áfram samstarfi bíður hennar
heldur ekki ráðherrastóll. Spurn-
ingin er því hvað Ingibjörg Sólrún
hyggst fyrir.
„Ég er borgarfulltrúi í Reykja-
vík,“ segir Ingibjörg. „En annars
er boltinn hjá Samfylkingunni,
það er ekki búið að spila úr þess-
ari stöðu ennþá eins og er. Við eig-
um líka eftir að sjá hvernig þess-
um stjórnarmyndunarviðræðum
reiðir af. Í ljósi þeirrar niðurstöðu
sem þar fæst verður að átta sig á
því hvernig er hægt að nýta sér
hana. En það er ekki mitt að
ákveða hver staða mín verður.
Það er Samfylkingarinnar.“
Ingibjörg hefur ekkert við yf-
irlýst áform Össurar Skarphéð-
inssonar að athuga, um að vera
áfram formaður Samfylkingar-
innar. Hún hyggst ekki bjóða sig
fram gegn honum.“Ég kom inn til
þess að starfa við hliðina á Össuri
Skarphéðinssyni og öðrum í for-
ystusveit Samfylkingarinnar,“
segir hún. „Ég held að formanns-
slagur yrði þessum flokki ekki til
framdráttar, þannig að ég stefni
ekki á neitt slíkt.“
Hún segist ekki líta svo á að
henni sé ýtt út í horn af Össuri
með yfirlýsingum hans, daginn
eftir kjördag.. „Það er ástæðu-
laust að líta svo á,“ segir hún.
„Hann kallaði mig til starfa og ég
geri ráð fyrir því hann telji það
einhvers vert að nýta krafta
mína.“
gs@frettabladid.is
■ Vestfirðir
INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR
Komin út í garð að slaka á, enda erfið törn að baki. Staða hennar er nokkuð óljós í hinu
pólitíska landslagi.
„Það er ekki
mitt að
ákveða hver
staða mín
verður. Það er
Samfylkingar-
innar.
GEIR H. HAARDE KEMUR TIL
FUNDAR
Hann telur líklegt að flokkarnir geti leyst
ágreining sinn í skattamálum.
Tilboð Samfylkingarinnar hefur ekki nein áhrif á þessu stigi:
Ég tala við einn í einu
STJÓRNARMYNDUN „Ég tala við einn í
einu. Síðan verður að koma í ljós
hvernig þetta gengur á milli okk-
ar og sjálfstæðismanna. Ef það
gengur ekki, þá kemur upp ný
staða, sem er engin ástæða til að
hugleiða á þessu stigi,“ sagði Hall-
dór Ásgrímsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, að loknum þing-
flokksfundi í gær. Þar fékk hann
einróma umboð þingmanna til
þess að hefja viðræður við Sjálf-
stæðisflokkinn um áframhaldandi
stjórnarsamstarf.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins lögðu þingmenn Fram-
sóknarflokksins ríka áherslu á
það inni á fundinum að Halldór
yrði forsætisráðherra í næstu rík-
isstjórn. Ljóst er að Samfylkingin
er reiðubúin að ræða við Fram-
sóknarflokkinn um ríkisstjórnar-
samstarf undir forsæti Fram-
sóknar, eins og Fréttablaðið
greindi frá í gær. Halldór sagði
það tilboð ekki hafa nein áhrif á
viðræður sínar við sjálfstæðis-
menn. „Við vorum að ákveða það
að fara í viðræður við sjálfstæðis-
menn og á því stigi er engin
ástæða til þess að ræða neitt um
annað samstarf.“
Halldór bendir á að samstarf
við Samfylkinguna myndi byggja
á ákaflega veikum meirihluta og
sé því ekki fýsilegt. Hann segir
það engu breyta á þessu stigi þótt
Frjálslyndir lýstu sig reiðubúna
að koma inn í slíkt samstarf. Að-
spurður vildi Halldór ekki játa því
að tilboð um forsætisráðherrastól
í annarri ríkisstjórn en þeirri sem
nú er á teikniborðinu muni leiða
til þess að flokkurinn sætti sig
ekki við annað en forsætisráð-
herrastólinn í ríkisstjórn með
sjálfstæðismönnum. Í þessum
viðræðum muni flokkarnir byrja
á því að ræða málefnin, en ráð-
herrastólar bíði. „Ég hef sagt það,
að þegar menn fara í viðræður um
stjórnarsamstarf, þá byrja menn
á því að ræða málefnin,“ sagði
Halldór. Halldór kvað það eftir að
koma í ljós hvort samkomulag ná-
ist um skattamál og önnur mál.
Engar málefnaumræður séu hafn-
ar. Hann vonast til að umræðurn-
ar gangi fljótt fyrir sig. „Það er
mikilvægt að eyða óvissu um rík-
isstjórn, vegna þess að óvissa er
vond og hefur áhrif á ýmis önnur
mál í þjóðfélaginu,“ segir hann.
„Þess vegna á að reyna að ljúka
þessu sem fyrst.“
gs@frettabladid.is
HALLDÓR AÐ LOKNUM ÞINGFLOKKSFUNDI
Hann segir það ekki hafa nein áhrif á viðræður sínar við Sjálfstæðisflokkinn að Sam-
fylkingin hafi boðið honum forsætisráðherrastól.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/B
IL
LI