Fréttablaðið - 13.05.2003, Síða 11

Fréttablaðið - 13.05.2003, Síða 11
12 13. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR ■ lögreglufréttir COLIN POWELL, UTANRÍKISRÁÐ- HERRA BANDARÍKJANNA, Powell gerir víðreist þessa dagana. Eftir að hafa rætt við Palestínumenn og Ísraela undanfarna daga hefur hann einnig átt fund með Hosni Mubarak, forseta Egypta- lands, og heldur fljótlega til Jórdaníu og Sádi-Arabíu. Tilgangurinn er að afla stuðn- ings við „vegvísinn“ margumtalaða, sem eru tillögur Bandaríkjanna, Evrópusam- bandsins og Sameinuðu Þjóðanna til að stuðla að friði fyrir botni Miðjarðarhafs. SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AP „Þeir vilja ná yfirráðum yfir olíunni,“ sagði danskur embættismaður hjá Evr- ópusambandinu þegar bandarísk yfirvöld höfðu kynnt nýjar tillögur varðandi tilhögun mála í Írak að stríði loknu. „Með þessu ætla Bandaríkin að fá aðild að OECD.“ Í áætluninni, sem lögð var fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í gær, er gert ráð fyrir því að Banda- ríkjamenn og Bretar fari með völd- in í Írak í að minnsta kosti eitt ár héðan í frá. Sameinuðu þjóðunum er ekki ætlað að gegna lykilhlut- verki í uppbyggingarstarfinu sem fjármagna á með olíugróða Íraka. Aðalmarkmið bandarískra yf- irvalda er að aflétta viðskipta- þvingunum sem settar voru á Íraka í kjölfar Persaflóastríðsins og binda enda á áætlun Samein- uðu þjóðanna um mat fyrir olíu. Þetta hefði í för með sér að Bandaríkin og Bretland fengju yf- irráð yfir olíuauði Íraka, sem yrði notaður til að fjármagna upp- byggingarstarf og friðargæslu. Ljóst er að skiptar skoðanir eru um þessa nýju áætlun innan öryggisráðsins. Frakkar og Rússar hafa þegar lýst því yfir að þeir hafi aðrar hugmyndir um tilhögun mála, einkum hvað varðar hlutverk vopnaeftirlits- manna Sameinuðu þjóðanna. ■ GENGIÐ TIL SAMNINGA John Negroponte, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, mætti ásamt varafulltrúanum James Cunningham til fundar við öryggisráðið. Ný áætlun Bandaríkjamanna um tilhögun mála í Írak: Vilja yfirráð yfir olíuauðnum Í BAÐI Á TENGIVAGNI Lögreglan á Akureyri stöðvaði bíl sem ók með tengivagn í miðbænum aðfaranótt laugardagsins. Á vagninum var fiskikar með heitu vatni og í því voru þrír menn að baða sig í mestu makindum. Ökumanni var bent á að slíkur farþegaflutningur stang- aðist á við umferðarlög auk þess sem baðferðin bryti í bága við al- mennt velsæmi. ÓK Á DRÁTTARTAUG Það óhapp varð á Akureyri á sunnudag að þegar verið var að draga bíl yfir gatnamótin á Krossanesbraut og Óseyri ók bíll inn á gatnamótin og á dráttartaugina. Bíllinn skemmd- ist nokkuð við þetta. Dráttartaugin var tæpir átta metrar á lengd og var hún veifulaus. Rétt er að árétta að ef dráttartaug er meira en fjórir metrar ber að setja veifu á hana miðja. GRIPNIR GLÓÐVOLGIR Þrír dreng- ir voru staðnir að verki þar sem þeir voru að vinna skemmdarverk við Síðuskóla á Akureyri aðfara- nótt sunnudagsins. Sjónarvottur lét lögreglu vita eftir að hafa séð þá brjóta útiljós við skólann. Lögregl- an fór á staðinn og greip þá glóð- volga við iðju sína. HENTI SÉR FRAM AF SVÖLUM Stúlka féll fram af svölum á 2. hæð húss við Berjarima í fyrrinótt. Í ljós kom að henni hafði sinnast við pilt og í kjölfarið hent sér fram af svölunum. Stúlkan var flutt með sjúkrabíl á slysadeild vegna eymsla í baki og hálsi. INDLAND, AP Samstarfstilraun ind- verskra stjórnvalda og banda- rískra aðila um að koma upp tölv- um og nettengingum á fátækum svæðum í Indlandi er farin út um þúfur. Bandarísku aðilarnir, hvers slagorð er: „við veðjum á fólk, ekki vörur,“ virðast hafa veðjað rangt á samstarfsaðila í stjórn Indlands því það slitnaði upp úr sambandinu vegna þess að stjórnvöldum fannst lítill árang- ur nást með aðferðum Banda- ríkjamannanna. ■ INDVERSK BÖRN Fátækari svæði Indlands eru að mestu leyti netlaus. Fátækir fá ekki Netið: Tilraun fór út um þúfur ÞINGMAÐUR „Ég er mjög ánægð með niðurstöður í mínu kjör- dæmi,“ segir Margrét Frímanns- dóttir, fyrsti þingmaður Suður- kjördæmis, um úrslit kosning- anna. Margrét segir Samfylkingarfólk hafa stefnt á að fjórða sætið yrði baráttusæti sem vannst og einnig hafi verið mikill sigur að fá fyrsta þingmann kjör- dæmisins. Hún segir það skipta miklu máli að fá Suðurnesjamann inn í fjórða sætið, það geri þau að meiri heild og auðveldi þeim að sinna þessu stóra kjördæmi. „Ég er líka glöð með árangur Sam- fylkingarinnar á landsvísu þar sem við náðum að rjúfa þrjátíu prósenta múrinn. Þó hefði ég viljað sjá meira fylgi í Norðvest- ur- og Norðausturkjördæmi. Sjálfstæðisflokkurinn fékk skýr skilaboð og var rassskelltur rækilega. Framsóknarmenn fengu þau skilaboð frá kjósend- um að þeir verði í það minnsta að ræða við aðra flokka en Sjálf- stæðisflokk um stjórnarmyndun, annað væri svik við kjósendur,“ segir Margrét. Margrét segir heilsufar sitt ekki hafa gert þessa kosninga- baráttu erfiðari en aðrar. Hún segir þetta búið að vera mjög skemmtilegt og hafa gengið vel. „Ég hef fengið ótrúlega mikla orku og jákvæða strauma þar sem ég hef farið. Við fundum strax mikla hreyfingu á fylginu. Fólk spurði mikið og það gerir miklar kröfur.“ Hún segir það frábært að fá þetta unga fólk frá Samfylking- unni og Framsókn inn á þing, því fylgi ferskir vindar. Meiri breidd verði á þingmönnum. „Þetta unga fólk er að fást við þau vandmál sem við leggjum áherslu á, menntamál, fjölskyldumál og jafnréttismál, og það er öflugir málsvarar þeirra þátta. Ég hlakka til að fylgjast með því. „Ég vil skila þakklæti til fram- bjóðenda Samfylkingarinnar og ekki síður til Þrastar Emilssonar og þeirrar öflugu liðsveitar sem vann með okkur í Suðurkjör- dæmi. Við eigum ekki síst þenn- an sigur þeim að þakka,“ segir Margrét. hrs@frettabladid.is MARGRÉT FRÍMANNSDÓTTIR Margrét segir þetta hafa verið skemmtilega kosningabaráttu sem gekk vel. Þetta er í fyrsta sinn í marga áratugi sem vinstri flokkur fær fyrsta þingmann á Suðurlandi. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fengu skýr skilaboð sem þeir verða að taka tillit til. Hef ótrúlega orku ■ „Framsóknar- menn fengu þau skilaboð frá kjósendum að þeir verði í það minnsta að ræða við aðra flokka en Sjálf- stæðisflokk um stjórnarmynd- un.“ Alþrif jeppar frá kr 5500 Alþrif fólksbílar kr 3900 Múlabón Ármúla 32 108 Reykjavík sími 5531310

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.