Fréttablaðið - 13.05.2003, Síða 15
13. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR
ÞROSKAÞJÁLFAR Á aðalfundi
Þroskaþjálfafélags Íslands tóku
fulltrúar stjórnmálaflokkanna við
ályktun um það misrétti sem
þroskaheftir búa við á Evrópuári
fatlaðra.
Skorað er á væntanleg stjórn-
völd að snúa við þróun misréttis
og lögleysu. Losa fólk með fötlun
undan fátæktaránauð, tryggja
því faglega og lögboðna þjónustu
og gefa þroskaþjálfum svigrúm
til að rækja hlutverk sitt eins og
lög gera ráð fyrir.
Salome Þórisdóttir, formaður
félagsins, segir að þroskaþjálfar
verði varir við misrétti með ýmsu
móti í starfi sínu daglega. „Það má
nefna aukið aðhald í rekstri sam-
býla sem fyrst og fremst bitnar á
heimilismönnum. „Öll þátttaka í
menningarlífi og félagsstarfi er
erfiðari því ekki má kalla út auka-
vaktir,“ segir hún.
Salóme bendir á að í mörgum
tilfellum sé ferð í sumarbústað,
leikhús eða eitthvað annað þroska-
heftum illmöguleg nema aðstoðar-
maður sé í för. „Skilaboðin sem
þroskaþjálfarar fá eru að þeir geti
farið en þeir fái ekki greidd laun á
meðan. Það stangast á við kjara-
samninga og með því er okkur
stillt upp við vegg auk þess sem
það grefur undan þjónustunni,“
segir Salome Þórisdóttir. ■
Konur voru 23 á Alþingi en eru aðeins 19 nú eftir kosningar. Fækkun
kvenna varð mest innan Sjálfstæðisflokks, þar fækkaði þeim um fimm.
Þingsæti Frjálslynda flokksins falla öll í hlut karla. Af sjö nýjum þing-
mönnum Samfylkingarnnar eru aðeins tvær konur.
Konur í miklum
minnihluta
Ásta Möller:
Skerpa
aðferðirnar
Við konurnar hjá Sjálfstæðis-flokknum vorum í baráttusæt-
um og vonuðumst til að ná inn
með góðu fylgi,“ segir Ásta Möll-
er, en hún missti sæti sitt á Al-
þingi í kosningunum. Hún segir
þær hafa gert sér grein fyrir því
að einhverjar þeirra myndu detta
út þar sem hart var sótt að flokkn-
um en það kom á óvart hversu
margar þær urðu. Þó eru margar
þeirra fyrstu varaþingmenn.
Ásta segir að í ungliðahreyf-
ingum flokkanna sé ljóst að konur
séu í miklum minnihluta. Hún
segir að það þurfi að laða konur að
til þátttöku miklu fyrr. „Það er al-
veg sama á hvað flokk er litið,
karlar eru í meirihluta. Eitthvað
við pólitík veldur því að stúlkur
hafa ekki sama áhuga og strákar.
Fyrir þær konur sem hafa áhuga á
pólitík er þetta gríðarleg ögrun og
tækifæri, því mikil eftirspurn er
eftir konum. Konur í stjórnmálum
leggja mikið af mörkum og hafa
margt fram að færa. Konur þurfa
að berjast fyrir sínu. Strákarnir
eru aðgangsharðari, kannski þurf-
um við að átta okkur á þeirra bar-
áttuaðferðum til þess að skerpa
okkar,“ segir Ásta. ■
Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir:
Konum ekki
hampað
Það er ekki við kjósendur aðsakast í þessum efnum. Þeir
hafa ekkert á móti því að kjósa
konur, það hefur margsýnt sig,“
segir Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, varaþingmaður Samfylk-
ingarinnar.
Hún segir flokksstofnanirnar
ekki gera konum nógu hátt undir
höfði. Annað hvort séu þær ekki
nógu ofarlega á lista eða fái ekki
nógu góða útkomu í prófkjöri,
þeim sé ekki hampað. Hún segir
þetta sjást gleggst hjá Sjálfstæð-
isflokknum núna, ástæðan fyrir
því að allar þessar konur duttu út
núna sé að þær voru neðarlega á
lista. Henni finnst dapurlegast í
þessu öllu saman þegar konur
gera þau sjónarmið að sínum að
ekki skipti máli hvort það er kona
eða karl heldur sé þetta spurning-
in um einstaklinginn, það vinni
gegn hagsmunum kvenna. „Nú
þótti merkilegt að kjósa unga
karla, þá skiptir jafn miklu máli
að kjósa konur ef það er yfirleitt
verið að flokka fólk. Ég hef verið í
pólitík í tuttugu ár og aldrei orðið
vör við skort á vilja hjá konum.
Flokkarnir þurfa að temja sér
önnur vinnubrögð svo konum líði
betur innan þeirra,“ segir Ingi-
björg Sólrún. ■
Arnþrúður Karlsdóttir:
Forystan
ræður
Arnþrúður Karlsdóttir útvarps-maður telur að það hafi mikið
með forystu flokka að gera
hversu auðvelt konur eiga með
það að koma sér á framfæri. Það
sé mjög mismunandi milli flokk-
anna hversu stór hlutur kvenna sé
og nefnir hún að í sex kjördæmum
landsins hafi þrjár konur leitt
lista Framsóknarflokksins. Til-
hneiging hægri flokka sé hins
vegar að hleypa konum síður að.
„Konur mega ekki gefast upp
heldur halda áfram að koma sér á
framfæri,“ segir Arnþrúður, sem
telur að erfitt sé að grípa til
ákveðinna aðgerða til að jafna
kjör kynjanna. Slök útkoma
kvenna hafi síður en svo með
hæfileika þeirra að gera auk þess
sem hugur kvenna standi til þess
að vera þátttakendur í stjórnmál-
um. Forysta flokkanna geti þó
haft mikil áhrif á það hversu vel
konum tekst að koma sér á fram-
færi innan flokkanna. ■
■ ÁLIT
Þroskaþjálfar:
Verða daglega varir við að
fatlaðir eru beittir misrétti
l i i i i i .
i j l i l , i i i .
i i j l l l i ll ll í l l . j j i
l i i .
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T