Fréttablaðið - 13.05.2003, Page 27
39 ÁRA „Þegar ég var 19 ára þótt-
ist maður vita allt og trúði því
sjálfur. Með aldrinum lærist
manni ótrúleg margt og með
fylgir auðmýktin,“ segir Hilmar
Jónsson, leikari í Hafnarfjarðar-
leikhúsinu, sem er 39 ára í dag.
Hann býst við að slá upp grill-
veislu með 11 ára dóttur sinni
sem átti afmæli fyrir viku og
saman bjóði þau sínum nánustu
til að fagna. „Annars verð ég að
vinna á afmælisdaginn myrkr-
anna á milli eins og venjulega,“
segir Hilmar, sem er að fara að
leikstýra nýju verki eftir Hávar
Sigurjónsson hjá Þjóðleikhús-
inu. Verkið heitir Pabbastrákur
og fjallar um strák sem kemur
út úr skápnum sem hommi og
áhrifin sem það hefur á fjöl-
skylduna. „Við erum allir pabba-
strákar inn við beinið en þarna
er um trúverðuga atburðarás að
ræða og nýstárlegt fyrir marga í
fjölskyldum að takast á við hluti
eins og þessa. Þetta er gott leik-
rit,“ segir afmælisbarnið.
Lítið hefur farið fyrir afmæl-
isveislum hjá Hilmari því hann á
afmæli í miðjum prófönnum og
það setti strik í reikninginn hér
áður fyrr. Hann á sér engar sér-
stakar óskir um afmælisgjafir.
Nema hvað: „Ég gæti hugsað
mér nærbuxur, sokka og gott
veður. Það er allt og sumt og þó
töluvert,“ segir hann. ■
28 13. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR
Pabbi!, Má ég fá bílinn þinn lánað-an? Ég er nú orðinn nógu gamall!“
„Já, en það er bíllinn ekki!
Pondus eftir Frode Øverli
Með súrmjólkinni
AFMÆLI
HILMAR JÓNSSON LEIKARI
■ í Hafnarfjarðarleikhúsinu er 39 ára í
dag. Hann segir aukna virðingu fylgja
aldrinum en 19 ára þóttist hann vita allt.
Nú veit hann betur.
Ökónómían ræður för án þess aðslegið sé af kröfunum,“ segir
Jónatan Garðarsson Júróvisjón-
landsliðseinvaldur. Hann hlær þeg-
ar honum er kynnt þessi nýja nafn-
gift sem er að festast við hann og
segist vona að ekki fari fyrir sér
eins og Atla Eðvaldssyni. „Ég vel
reyndar ekki í liðið.“ Hann segist
ekki vita nákvæmar kostnaðartölur
en að þær verði á svipuðu róli og
verið hefur.
Þann 24. rennur stóra stundin
upp og Birgitta Haukdal stígur á
sviðið í Ríga ásamt þeim Vigni Snæ
Vigfússyn gítarleikara úr Írafári,
Herbert Viðarssyni úr Skítamóral
og Jóhanni Bachmann Ólafssyni
sem er trommari úr báðum þessum
hljómsveitum, auk Margrétar Eirar
og Regínu Ósk Óskarsdóttur bak-
raddasöngkvenna.
Að sögn Jónatans heldur ís-
lenska liðið út sunnudaginn 18.
þessa mánaðar og fyrsta æfingin
verður strax morguninn eftir. Lent
verður í Ríga 17:25 og þá hefst und-
irbúningur fyrir svokölluð póstkort,
og það verður unnið á flugvellinum.
„Daglegar æfingar hafa verið und-
anfarnar vikur og verða fram að
brottför. Fyrsta æfing úti í Ríga
verður klukkan níu að morgni
mánudags. Þá verður æft í fjörutíu
mínútur, síðan farið í tækniatriði og
svo blaðamannafundur strax að því
loknu.“
Sendinefndin telur Jónatan
Garðarsson, Sigrúnu Erlu Sigurðar-
dóttur skriftu, Gísla Martein Bald-
ursson sem mun kynna og upptöku-
stjóri mun einnig fylgja. Sá sem
sendir fréttir af þessum viðburði er
svo enginn annar en Logi Bergmann
Eiðsson. Höfundurinn Hallgrímur
Óskarsson verður með, sem og kona
hans. Hallgrímur réði Selmu
Björnsdóttur til að þjálfa Birgittu
og hún mun mæta út til að fylgjast
með æfingum.“
„Gert er ráð fyrir 25 manna
sendinefndum og allar sjónvarps-
stöðvar nýta sér það fyrir utan okk-
ur,“ segir Jónatan. ■
Nærbuxur, sokkar
og gott veður
Mig dreymir...
Mig dreymir...Má ég nokkuð s
etjast
hérna?
Öhhh..
jújú!
Ég verð að viður-
kenna að ég hef
verið að horfa á
þig... ertu einn?
Eins og
Gísli á
Uppsöl-
um!
Ohh, þú ert
svo skemmti-
legur!
Viltu koma með
mér heim?
Gerðu það?
Mig
dreymir...
Mig
dreymir...
JÓNATAN GARÐARSSON
Júróvisjóneinvaldurinn fer fyrir sínu fólki í
Ríga og segir Ísland einu þjóðina sem ekki
nýtir sér rétt til að senda 25 manna sendi-
nefnd á staðinn.
Söngvakeppni
■ Undirbúningurinn fyrir Júróvisjón er í
fullum gangi. Búið er að skipa liðið
sem fer til Riga til þess að halda uppi
merki þjóðarinnar í keppninni.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Selma Björns og Logi
Bergmann til Riga
AFMÆLISBARNIÐ
Hilmar Jónsson ætlar
að slá upp grillveislu
með ellefu ára dóttur
sinni til að fagna af-
mæli þeirra beggja.