Fréttablaðið - 13.05.2003, Síða 28
ÞRIÐJUDAGUR 13. maí 2003
flugfelag.is
Börn 2ja–12 ára í fylgd með fullorðnum
greiða 334 kr. aðra leiðina í maí.
VOPNAFJARÐAR
7.300 kr.
Flug, aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
Frá Reykjavík til
ÞÓRSHAFNAR
7.300kr.
EGILSSTAÐA
6.100kr.
Flug, aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
Milli Reykjavíkur og
ÍSAFJARÐAR
5.200kr.
Flug, aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
Milli Reykjavíkur og
6.300 kr.
Flug, aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
GRÍMSEYJAR
Frá Reykjavík til
AKUREYRAR
5.200kr.
Flug, aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
Milli Reykjavíkur og
flugfelag.is
14.–20. maí
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
E
H
F.
/S
IA
.I
S
-
FL
U
2
11
34
05
/2
00
3
Flug, aðra leiðina.
Bara á www.flugfelag.is
Takmarkað sætaframboð!
Frá Akureyri til
STJÖRNUM PRÝDDUR SAMLESTUR
Það var föngulegur hópur sem mætti til leiks við fyrsta samlestur á söngleiknum Grease í Borgarleikhúsinu. Gríðarlegur áhugi var á að
vera með í sýningunni og mætti fjöldi manns í prufur fyrir hlutverk. Sýningin fer á fjalirnar í sumar og munu stjörnurnar Birgitta Haukdal
og Jónsi í Svörtum fötum fara með aðalhlutverk söngleiksins.
Fernuflug og fagrar bækur
Samtökin Börn og bækur – Ís-landsdeild IBBY veitti árlega
Vorvindaviðurkenningu fyrir fram-
lag til menningar í þágu barna og
unglinga. Fram til þessa hafa 59
slíkar viðurkenningar verið veittar.
Fyrstu viðurkenninguna í ár fékk
barnabókin Engill í vesturbænum
eftir Kristínu Steinsdóttur. Ásamt
henni unnu bókina Halla Sólveig
Þorgeirsdóttir myndlistarmaður og
Sigrún Sigvaldadóttir, grafískur
hönnuður. Bókin er að sögn dóm-
nefndar heildstætt og einstakt lista-
verk, hvort sem litið er til textans
eða myndlýsinga Höllu Sólveigar.
Sigrún Sigvaldadóttir hefur svo ofið
verk þeirra saman af einstæðri list-
hæfni og smekkvísi. Bókin fékk
einnig á dögunum íslensku barna-
bókaverðlaunin.
Aðra Vorvindaviðurkenninguna
fékk Brynhildur Þorgeirsdóttir,
sem stytti og endursagði Njálssögu
með glæsilegum myndskreytingum
Margrétar Laxness. Bókin opnar
ungum lesendum leið inn í forn-
sagnaheim Íslendinga.
Þá fékk Mjólkursamsalan viður-
kenningu fyrir átakið Fernuflug.
Keppni var haldin meðal 13- 16 ára
unglinga um örsögur og ljóð og
bárust um 1.200 textar. Voru 64
þeirra valdir og hafa birst á millj-
ónum mjólkurferna. IBBY þótti
sérstök ástæða að verðlauna þetta
framtak, sem gerir ungu fólki
kleift að koma hugsmíðum sínum á
framfæri með óvenjulegum hætti á
nánast hvert einasta heimili á land-
inu. ■
Menning
■ IBBY-samtökin Börn og bækur veita
viðurkenningar fyrir framlag til barna- og
unglingamenningar. Í ár voru tvær bækur
verðlaunaðar auk skemmtilegs átaks
Mjólkursamsölunnar. ENGILLINN HEIÐRAÐUR
Sigrún Sigvaldadóttir, Halla Sólveig Þor-
geirsdóttir og Kristín Steinsdóttir unnu
saman að bókinni Engill í vesturbænum.
Anna Heiða Pálsdóttir afhenti þeim Vor-
vindaviðurkenninguna fyrir hönd samtak-
anna Börn og bækur.