Fréttablaðið - 13.05.2003, Page 29
Hann var að draga rafmagn íhús í Kópavogi í nóvember
1971 þegar hringt var og honum
tjáð að hann ætti að mæta á Al-
þingi strax eftir hádegi. Sigurður
Magnússon lagði frá sér raf-
magnsvírinn, fór heim, skipti um
föt og settist síðan á þing:
„Ég man ekki alveg hvort ég
var kallaður inn fyrir Magnús
Kjartansson, þáverandi heilbrigð-
isráðherra, eða Eðvarð Jónsson,
formann Dagsbrúnar. En ég fór,“
segir Sigurður, sem þá var 23 ára
og um það bil 120 daga gamall og
því yngri en Gunnar Thoroddsen,
sem var 23 ára og 177 daga gamall
þegar hann var kjörinn. Birkir
Jón Jónsson, sem kjörinn var al-
þingismaður fyrir Framsóknar-
flokkinn um síðustu helgi, var 23
ára og 290 daga gamall þann dag.
„Ég kom að vísu inn sem vara-
maður; hinir tveir eru kjörnir sem
aðalmenn,“ segir Sigurður, sem
sat oft á þingi eftir þetta sem
varamaður; settist átta sinnum á
þing þegar allt er talið. „Eftir á að
hyggja sér maður að Alþýðu-
bandalagið var nútímalegur
flokkur á þessum tíma. Vildi auka
hlut ungs fólks og kvenna í stjórn-
málum og setti slíkt fólk á lista.“
Sigurður er nú að verða 55 ára
og hætti öllu afskiptum af stjórn-
málum árið 1986. Venti sínu
kvæði í kross og gerðist myndlist-
armaður. Fór í Myndlistarskólann
og stundaði eftir það myndlistar-
nám í London í þrjú ár: „Ég mála
fjári góðar myndir en sel aldrei
nóg,“ segir hann.
Sigurður gat þó ekki látið póli-
tíkina í friði lengi og er nú hrepps-
nefndarmaður í Bessastaðahreppi
fyrir Álftaneshreyfinguna: „Ég er
oddviti hennar en þetta er hálf-
gert R-listamódel eins og þekkist í
Reykjavík. Mér sýnist á öllu að ég
sé efnilegur sveitarstjórnarmað-
ur,“ segir hann.
eir@frettabladid.is
Hrósið 30 13. maí 2003 ÞRIÐJUDAGUR
Vinir hans segja hann vinnu-saman öðling sem eigi gott
með að fá aðra til að vinna með
sér. Sjálfur segist hann vera
sportfíkill; jafnvígur á golf, skíði
og laxveiði. Gunnar Guðjónsson
var kjörinn formaður KR í síðustu
viku og ef marka skal fyrirrenn-
ara hans á hann eftir að sitja
lengi. Síðasti formaður KR sat í
tólf ár og sá sem var þar á undan í
sautján. Í rúmlega hundrað ára
sögu KR hafa aðeins verið átta
formenn og það segir sína sögu:
„Vonandi á ég ekki eftir að sitja
svo lengi en ég er til í slaginn,“
segir Guðjón, sem er 52 ára gam-
all viðskiptafræðingur og fæst við
rekstrarráðgjöf. Hann býst við að
þurfa að vera á vaktinni allan sól-
arhringinn sem formaður KR á
næstunni:
„Ég flutti í bæinn frá Ísafirði
átta ára gamall og fór þá strax í
KR. Æfði með öllum yngri flokk-
unum og lék svo í tvö ár með
meistaraflokki sem miðvörður,“
segir Guðjón, sem þá þurfti að
leggja skóna á hilluna tímabundið
vegna meiðsla. Þetta var á þeim
árum sem Tony Knapp kom til
landsins til að þjálfa og þjálfaði
svo um munaði og endaði með
landsliðið: „Þegar ég hafði náð
mér af meiðslunum og ætlaði að
byrja á ný var ég kominn í vinnu
og háskólanám og leist ekki á að
þurfa að æfa sex daga vikunnar í
þrjá til fjóra tíma í einu. Hafði
einfaldlega ekki tíma til þess,“
segir Guðjón, sem er kvæntur
Heiðu Elínu Jóhannsdóttur innan-
húsarkitekt og saman eiga þau tvö
börn, 16 og 20 ára. ■
Persónan
GUÐJÓN GUÐMUNDSSON
■ var á dögunum kjörinn formaður KR.
Hann byrjaði að æfa fótbolta með liðinu
átta ára gamall og náði alla leið í vörnina
með meistaraflokki félagsins en varð að
hætta þegar hann hafði ekki lengur tíma
til að æfa sex daga vikunnar í þrjá
til fjóra tíma í einu.
...fær Jónmundur Guðmarsson
bæjarstjóri fyrir að standa vörð
um varpfugla og vernda egg á
Seltjarnarnesi.
Fréttiraf fólki
Sportfíkill formaður KR
NÝI FORMAÐURINN
Guðjón Guðmundsson getur átt von á
því að sitja lengi sem formaður KR ef
marka skal fyrirrennara hans.
SIGURÐUR MAGNÚSSON
Lagði rafmagnsvírinn frá sér og settist á þing yngstur allra – fyrir 32 árum.
Þingmenn
■ Yngsti þingmaður sögunar lætur ekki
mikið fyrir sér fara og stundar sína mynd-
list í Bessastaðahreppi. Sigurður Magnús-
son var kallaður á þing sem varamaður
fyrir Alþýðubandalagið í nóvember 1971,
þá aðeins 23 ára og um það bil 120
daga gamall. Yngri en bæði Gunnar
Thoroddsen og Birkir Jón Jónsson, sem
kjörinn var á þing um síðustu helgi.
Bowen-tækni á Íslandi
Bowen-tækni er áhrifarík en mild meðferð
sem er góð við hvers konar líkamlegum vandamálum.
Nú kennd á Íslandi 22. til 25. febrúar 2003.
Kennari Julian Baker, skólastjóri E.C.B.S.
Nánari upplýsingar hjá Margeiri, sími 897 7469, netfang: jmsig@simnet.is
og heimasíðu European College of Bowen Studies
www.thebowentechnique.com
Vinsældir bræðranna Halla ogLadda eru með eindæmum og
hefur komið mörgum spekúlant-
inum í opna skjöldu. Nú mun fyr-
irhugað að hafa aukasýningu á
dagskrá þeirra sem gengið hefur
fyrir fullu húsi í Loftkastalanum
í allan vetur. Þeir voru hættir en
„Lengi lifir í gömlum bræðrum“
er óopinber yfirskrift aukasýn-
ingarinnar, sem verður 31. maí,
og nú mun vera í athugun að gera
þá bræður út á landsbyggðina.
Margir hjuggu eftir því aðkveðja Egils Helgasonar var
með dramatískara
móti en hann sagði
að þátturinn á
sunnudaginn væri
sá næstsíðasti.
Ekki var annað
hægt að ráða í orð
hans en að ekki
væri einungis ver-
ið að hverfa í sumarfrí heldur að
Silfrinu væri lokið í þeirri mynd
sem menn þekkja. Fréttablaðið
hefur greint frá erjum Egils við
yfirstjórnin Skjás eins en sam-
kvæmt heimildum blaðsins þykir
henni halla á Sjálfstæðisflokkinn í
þættinum. Ekki virðist sem tekið
sé tillit til þess að margir telja að
það ætti að liggja í hlutarins eðli
að fjölmiðlar séu í stjórnarand-
stöðu.
Eins og fram hefur komið erBjörk að undirbúa tónleika-
ferð um heiminn og mun hefja
leikinn í London seinna í þessum
mánuði. Hún æfir nú tónleikadag-
skrá sína af kappi og er búin að
leggja undir sig Loftkastalann í
því skyni. Tónlistarmenn af ýmsu
þjóðerni eru um þessar mundir
þar upp á dag hvern, 10 manna
strengjasveit, aðrir sem spila raf-
eindatónlist á Macintosh-tölvur og
þannig má lengi telja. Æfingar
hófust á mánudaginn í síðustu
viku.
Fréttiraf fólki
■ Veistu svarið?
Svör við spurningum á bls. 6
1.
2.
3.
18.
Birkir Jón Jónsson.
Brian Warner.
■ Leiðrétting
Að gefnu tilefni skal tekið fram að textinn
við íslenska Eurovisionlagið er ekki eftir
Karl Marx þó lagið sé eftir Richard Marx.
Yngsti þingmaður
sögunnar fundinn
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/
VI
LH
EL
M