Fréttablaðið - 13.05.2003, Síða 31
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Bakþankar
KRISTÍNAR HELGU
GUNNARSDÓTTUR
Peningar og
meðalmennska
Ertu að kaupa, byggja eða breyta? Þú getur á auðveldan hátt samið um fasteigna-
eða framkvæmdalán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Um er að ræða hagstætt
lán, sem veitt er til allt að 30 ára gegn veði í fasteign.
Allt að 80%veðsetningarhlutfallaf verðmæti fasteignar Frjálsa fjárfestingarbankans
Fasteignalán
Frjálsi fjárfestingarbankinn, Ármúla 13a, sími 540 5000, www.frjalsi.is
Almenningsþjónar fengu ein-kunnabókina afhenta um helg-
ina. Einhverjir rétt slefuðu og voru
himinglaðir, aðrir voru hundfúlir.
Sumir fengu næstum jafnmikið og
dúxinn og dönsuðu stríðsdans, en
dúxinn fékk aðra einkunn og varð
steinhissa – hafði alltaf gengið að
sinni einkunn vísri. Í stað þess að
fara heim, lesa lexíurnar og líta í
eiginn barm kenna fallistarnir öðr-
um um. Þessi baktalaði mig og hinn
kíkti hjá mér. Bót í máli að allir eru
hættir að smjaðra. Auðmjúk auglýs-
ingabros eru horfin af skjánum og
allir orðnir brúnaþungir og yfirlæt-
islegir á ný.
OG RÉTT EINS OG TRÖLL hafi
vaknað til lífs um stund og orðið
jafn snögglega að steini á ný er þjóð-
in þögnuð og horfin inn í bergið.
Hógvær meðalmennska, umlaði
þjóðin og sofnaði á ný. Hún vaknar
ekki aftur fyrr en að fjórum árum
liðnum. Eftir standa spekingar og
brjóta heilann. Hvað sagði þjóðin?
Hvað í ósköpunum meinti hún með
þessu?
SÝNDU MÉR glansmyndir og
brosandi ímyndir og ég skal gefa þér
atkvæðið mitt, var kannski muldrað
úr berginu. Íslandsmótið í auglýs-
ingabrellum er yfirstaðið og úrslitin
liggja fyrir. Hvaða auglýsingastofa
sigraði? Sýnt er að litlir maurar sem
hyggja á hernað upp úr grasrótinni
verða að eiga kraftameðalið peninga
til þess að ná að vekja bergrisann.
Framboð án fjársjóða verður aldrei
annað en kramin padda í grasi.
LÝÐRÆÐIÐ hefur talað, en þó er
landinn obbolítið ringlaður. Hann er
svo lélegur í reikningi að hann áttar
sig illa á því hvers vegna sá sem
fékk bara sautján prósent heimtar
skipstjórahúfuna. Sá hinn sami vann
þó vasklega að vexti sínum og vel-
ferð. Jafnvel konur eru ringlaðar og
ráðvilltar og stilla sér upp á bak við
eldavélar. Svona er bara jafnréttið,
segja jakkaklæddir menn og yppa
öxlum. Það gengur bara betur næst,
stelpur mínar. Við erum kannski
ekki með margar kerlingar, segir
annar, en við erum með helling af
krökkum. Kvenlegum stöðugleika
hefur kannski verið kollsteypt í
þessum kosningum, en hvað um það.
Áfram Ísland, áfram gakk, einn,
tveir, þrír, fjór. ■