Fréttablaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 14
14 19. maí 2003 MÁNUDAGUR                        ! ! " # $  % &    '   ! (       & ! )  ! *      +,-  ./0) 1 20 314 5365781 9658:  9;0 6<8 = >?@8<)5  16 6< /! A AA  ! & %  B, 3 % '      "     !  % "& % 0"A 5  ! 5  C C   ! $    % 9                  Hyrjarhöfði 7, sími 567 8730/6937154 www.teflon.is LAKKVÖRN BRYNGLJÁI Á BÍLINN! Blettun-djúphreinsun-alþrif. FÓTBOLTI „Mér líst ágætlega á Þróttara“ segir Magnús V. Pét- ursson, Þróttari, verslunarmaður og milliríkjadómari. „Þeir eru komnir með ágætis mannskap og ég held að KR-ingar þurfi að vanda sig ef þeir ætla að hafa Þróttara undir. Það kæmi mér ekki á óvart að Þróttarar sýndu þeim verðuga mótspyrnu.“ „Ég er náttúrlega umboðsmað- ur fyrir búningana sem KR leik- ur í og ætla að óska þeim Íslands- meistaratitlinum. Þetta er frá- bær hópur og stærsta, fjölmenn- asta og besta félag landsins. Þú manst eftir því að Bolton sigraði Manchester United á . Það getur allt gerst í fótbolta og það eru skemmtilegheitin í hon- um. Ef KR tapar verður það til þess að þeir bíta í skjaldarrend- urnar. Þeir gleyma því ekki ef þeir tapa stigi gegn Þrótti. Þrótt- arar eru öflugir en þeir hafa ekki eins sterka hefð og KR. KR-ingar eiga að sigra í leiknum en ef þeir passa sig ekki geta þeir steinleg- ið fyrir Þrótti.“ Fréttablaðið bað Magnús að bera saman lið Þróttar sem lék í efstu deild árið 1998 og lið félags- ins í sumar. „Þróttur átti aldrei að falla árið 1998. Þeir voru með sterkt lið. Þeir byrjuðu vel og voru komnir með 13 stig þegar mótið var hálfnað. Þá var þeim bent á af vitrum mönnum, eins og mér og fleirum, að fá sér tvo miðjumenn. Willum var þá þjálf- ari og við vorum að tala um það í þröngum hópi Þróttara að ná okkur endilega í tvo sterka miðjumenn. Það var það sem vantaði í liðið. En liðið var gott og Willum hafði mjög góð tök á þessu enda er hann frábær þjálf- ari og sá besti sem hefur komið fram hérlendis síðustu árin. Mér finnst Þróttarliðið frá 1998 sterkara. Það var meiri heildarbragur á liðinu þá, þeir voru sterkari en óheppnir. Þeir voru að tapa leikjum sem þeir áttu að vinna.“ Magnús var milliríkjadómari í 17 ár og eru honum málefni dóm- ara því hjartans mál. „Það er mjög mikilvægt að dómararnir séu vandanum vaxnir. Þeir eru að mínu mati betri en þeir hafa ver- ið áður. Oft fylgjast getan í knatt- spyrnunni og dómgæslan að, en mér finnst dómararnir hérlendis hafa staðið knattspyrnumönnum framar síðustu þrjátíu ár. Það muna t.d. fleiri eftir dómurunum en knattspyrnumönnunum.“ ■ FÓTBOLTI Arsenal varð enskur bik- armeistari annað árið í röð og í níunda sinn í sögunni þegar liðið vann Southampton með einu marki gegn engu á laugardag. Frakkinn Robert Pires, sem missti af úrslitaleiknum í fyrra vegna meiðsla, skoraði sigur- markið á 39. mínútu leiksins. Leikurinn, sem var háður á Þúsaldarvellinum í Cardiff, var heldur tíðindalítill en sigur Arsenal þó verðskuldaður. Markvörðurinn David Seam- an var fyrirliði Arsenal í fjar- veru Patricks Vieira. Hann sagði eftir leikinn að vonbrigðin yfir því að tapa Englandsmeistara- titlinum til Manchester United á lokasprettinum hefði hvatt liðið til dáða. „Við vorum undir mikl- um þrýstingi yfir því að ná þess- um titli og það tókst,“ sagði Seaman. „Við mættum ákveðnir til leiks og höfðum fulla trú á okkur.“ Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, var vígreifur í leikslok. „Síðustu þrjár vikur hafa verið erfiðar en strákarnir hafa verið frábærir og brugðist vel við vonbrigðunum. Nú feng- um við titilinn sem við ætluðum okkur að vinna.“ ■ FÓTBOLTI Nýliðar Þróttar í efstu deild mæta Íslandsmeisturum KR í 1. umferð Landsbankadeild- arinnar. Síðast þegar Þróttur lék í efstu deild, árið 1998, hófu þeir mótið með því að gera 3:3 jafn- tefli við Íslandsmeistarana ÍBV á Laugardalsvelli. Fyrirliðinn Páll Einarsson og markvörðurinn Fjalar Þorgeirs- son léku með Þrótti gegn ÍBV fyrir fimm árum en Vignir Þór Sverrisson var varamaður. Í kvöld mæta þeir Willum Þór Þórssyni, sem þjálfaði Þrótt árið 1998, og Sigurvini Ólafssyni, sem skoraði eitt marka ÍBV í leiknum fyrir fimm árum. ■ Enska bikarkeppnin: Verðskuldaður sigur Arsenal SEAMAN David Seaman fagnar sigri í enska bikarnum ásamt félögum sínum í Arsenal. MAGNÚS V. PÉTURSSON Magnús V. Pétursson, einn stofnenda Þróttar, flytur inn búningana sem KR leikur í. Verða að passa sig Magnús V. Pétursson segir KR-inga sigur- stranglegri í leiknum gegn Þrótti í kvöld en minnir á að allt getur gerst í fótboltanum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M LEIKIR ÞRÓTTAR OG KR 1954 TIL 1998. Árangur Þróttar talinn á undan. Leikir Sigrar Jafnt Töp Mörk Melavöllur 3 0 0 3 1:12 Laugardalur 16 2 7 7 16:36 KR-völlur 3 0 1 2 4:6 Alls 22 2 8 12 21:54 LEIKIR Í LAUGARDAL VORU ÝMIST Á LAUGARDALSVELLI, VALBJARNARVELLI EÐA HALLARFLÖTINNI. Landsbankadeild karla: Aftur gegn meisturunum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.