Fréttablaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 18
18 19. maí 2003 MÁNUDAGUR
Daglegt flug til London
Iceland Express flýgur til London alla daga.
Skoðaðu og bókaðu á IcelandExpress.is eða komdu á söluskrifstofuna
Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga.
Lág fargjöld. Engin bókunarfyrirvari. Engin lágmarksdvöl og engin hámarksdvöl.
Söluskrifstofa Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga I Sími 5 500 600 I www.IcelandExpress.is
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
■ ■ BASAR
13.00 Basar verður haldinn á elli-
og hjúkrunarheimilinu Grund. Þar verða
til sölu munir sem heimilisfólkið hefur
unnið. Basarinn verður í nýju handa-
vinnustofunni á fjórðu hæð í austurhluta
aðalbyggingar Grundar.
■ ■ TÓNLIST
20.00 Seinni hátíðartónleikar Tón-
menntaskóla Reykjavíkur verða í Saln-
um í Kópavogi í tilefni af hálfrar aldar af-
mæli skólans. Flytjendur á þessum tón--
leikum eru svo til allir fyrrverandi nem-
endur gamla Barnamúsíkskólans og
Tónmenntaskólans, allt þekktir tónlistar-
menn á borð við Gunnar Kvaran selló-
leikara, Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðluleik-
ara og Sigurbjörn Bernharðsson fiðlu-
leikara.
20.30 Kammertónleikar verða í
Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, á
Vorhátíð Listaháskóla Íslands. Nemend-
ur úr tónlistardeild flytja tríó fyrir píanó,
fiðlu og selló eftir Franz Shubert og pí-
anókvintett eftir Dmitri Shostakovitch.
Flytjendur eru Strengjakvartettinn
Áróra og Daníel Bjarnason píanóleikari.
■ ■ SÝNINGAR
Björg Guðmundsdóttir er með sína
fyrstu einkasýningu í Gallerí Tukt, Hinu
Húsinu, Pósthússtræti 3-4. Björg tileink-
ar börnum leikskólans Laufásborgar
verkin sem eru innblásin af litum og
leikjum þeirra.
Yfirlitssýning á rússneskri ljós-
myndun hófst um helgina á Kjarvals-
stöðum. Verkin eru frá miðri nítjándu
öld til dagsins í dag og bera glöggt
vitni um þær breytingar sem hafa átt
sér stað í rússneskri ljósmyndun.
Sýning á höggmyndum eftir Örn
Þorsteinsson var opnuð á Kjarvals-
stöðum um helgina. Sýningin teygir sig
um ganga Kjarvalsstaða og umhverfis
húsið.
Veronica Österman frá Finnlandi er
með málverkasýningu í Listhúsi Ófeigs,
Skólavörðustíg 5. Sýningin er opin virka
daga 10-18 og laugardaga 11-16.
Útskriftarsýning myndlistar- og
hönnunarnemenda Listaháskóla Íslands
stendur nú yfir í Listasafni Reykjavíkur,
Hafnarhúsinu.
BÁTURINN INGJALDUR
Þennan gamla bát geta menn skoðað í
Sjóminjasafninu í Hafnarfirði, Vesturgötu 8.
Sumaropn-
un Sjóminja-
safnsins
Suður í Hafnarfirði er Sjóminja-safn, sem er helgað fiskveið-
um, siglingum og sjómennsku.
Safnið verður opið nú í sumar alla
daga frá klukkan 13 til klukkan
17.
Þarna má sjá gamla árabáta,
veiðarfæri, áhöld, myndir, líkön
og annað sem tengist sögu sjó-
sóknar og siglinga Íslendinga,
fiskveiðum og strandmenningu.
Svo er öðru hverju efnt til sér-
stakra sýninga sem fjalla um til-
tekin efni. Myndbandasýningar
og fyrirlestrar eru einnig hluti af
starfseminni og auglýst sérstak-
lega.
Sjóminjasafnið er hluti af Þjóð-
minjasafni Íslands með aðsetur í
Brydepakkhúsi sem reist var um
1865 fyrir Knudtzonsverslun, eitt
helsta verslunarfyrirtæki hér á
landi á 19. öld, en húsið var endur-
byggt með það fyrir augum að
hýsa sjóminjasafn. Hlutverk Sjó-
minjasafnsins er að safna, skrá-
setja, varðveita og rannsaka sjó-
minjar í víðasta skilningi og
kynna þær fyrir almenningi og
nemendum í samstarfi við skóla
og fræðsluyfirvöld. ■
■ SAFN
hvað?hvar?hvenær?
16 17 18 19 20 21 22
MAÍ
Mánudagur