Fréttablaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 19. maí 2003 Gamlir og góðir MR-ingar semútskrifuðust 1973 voru með mikinn 30 ára stúdentsfagnað á laugardag. Þar gerðu margir þjóð- kunnir menn sér glaðan dag. Páll Bald- vin Baldvins- son, Össur Skarphéðins- son, Mörður Árnason, Karl Valgarður Matthíasson og Tinna Gunnlaugs- dóttir. Hófst fagnaðurinn snemma með því að hópurinn gekk tvo tíma að MR-seli ofan við Hveragerði þar sem skál- að var í kampavíni af miklum móð. Þaðan færðist gleðin í ýmis sam- kvæmi víða um borgina en endaði með miklum mannfagnaði á Grand Hótel. Þar var aðalræðumaður kvöldsins Guðmundur Þorsteins- son hjá JPV forlagi. Þetta virðist ákaflega vinstri sinnaður árgang- ur. Þó munu margir íhaldsmenn vera í hópnum. Þeir virðast hafa lagt eitthvað annað en stjórn- málavafstur fyrir sig. Hafið eftir Baltasars Kormákshefur verið tekin til sýninga í New York. Kvikmyndagagnrýnandi New York Times fjallaði um mynd- ina og segir hana annað hvort „grá- glettna kómedíu þar sem gálga- húmorinn veður uppi“ eða „eitt bitrasta fjölskyldudrama“ sem hef- ur ratað á hvíta tjaldið, allt eftir því hvaða augum menn líta hana. Hann segir subbulegt sjávarplássið full- komlega á skjön við þá svölu ímynd sem Ísland hefur í hugum kana. Persónur myndarinnar eru sagðar yfirgengilegar, kómískar og um leið kvikindislegar. Þá minni geð- veiki og sjálfseyðingarhvöt aðal- persónanna gagnrýnandann einna helst á persónur myndarinnar Festen, og þær séu þess eðlis að maður elski að hata þær og myndin sé því líkleg til þess að ylja „öllum mannhöturum um hjartaræturnar.“ Fréttiraf fólki Stórsöngkona í heimsókn TÓLEIKAR Nýsjálenska stórsöng- konan Kiri te Kanawa mun sækja Ísland heim í haust. Þessi heimsfræga sópransöngkona mun halda tónleika í Háskólabíói þann 15. nóvember. Ferill te Kanawa, sem fæddist á Nýja- Sjálandi árið 1944, er einkar glæsilegur. Það var hinn heimsk- unni hljómsveitarstjóri Sir Colin Davis sem kom auga á hæfileika hennar þegar hún söng lítið hlut- verk í óperu sem hann stjórnaði. Árið 1971 söng hún hlutverk greifynjunnar í óperu Mozarts, Brúðkaupi Fígarós, í Covent Garden. Þar með var hún komin í hóp eftirsóttustu söngkvenna heims. Fáar söngkonur þykja fara betur með hlutverk greifynjunnar. Íslenskir tónlist- arunnendur geta því glaðst að fá að hlýða á söng Kiri te Kanawa í haust. ■ KIRI TE KANAWA Hún er í hópi eftirsóttustu listamanna heims. Í nóvember mun hún heimsækja Ísland og halda tónleika.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.