Fréttablaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 20
19. maí 2003 MÁNUDAGUR20 JUST MARRIED 3.45, 5.50, 8 og 10.10 JOHNNY ENGLISH kl. 4 og 6DREAMCATCHER kl. 10 BULLETPROOF MONK kl. 8Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 kl. 6NÓI ALBINÓI THE QUIET AMERICAN Sýnd kl. 4, 5, 6, 8 og 10 b.i. 16 ára Sýnd í lúxus kl. 6 og 10 TÖFRABÚÐINGURINN m/ísl tali 4, 6 kl. 10SAMSARA kl. 6 kl. 8 og 10.05 UNE AFFAIRE DE GOUT kl. 8JOHNNY ENGLISH Sýnd kl. 5, 6, 8, 9 og 11 b.i. 12 ára Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.20 TÓNLIST Að komast í náðina hjá út- varpsstöðinni FM957 hefur nánast verið ávísun á vinsældir hér á landi. Stöðin hefur lengi átt afar tryggan hóp hlustenda. Stjórnend- ur stöðvarinnar hafa sett sér frek- ar strangar reglur um það hvað henti stöðinni og hvað ekki. Sér- staklega þegar kemur að íslenskri tónlist. Þessi skýra stefna stöðvar- innar hefur svo skilað sér í því að hún hefur verið sú lang vinsælasta á meðal krakka á aldrinum 12 - 19 ára í lengri tíma. Hlustendahópur stöðvarinnar er þó mun breiðari en það. FM hópurinn virðist vera nokk- uð samheldin og líður þeim hvergi betur en í góðra vina hópi, í nota- legri stemmningu í svokölluðum „Eldhúspartíum“. Þau hafa fram að þessu verið haldin á einhverju af ölhúsum bæjarins og gestum boðið upp á órafmagnaða tónleika með helstu poppsveitum landsins. „Fyrsta kvöldið var haldið árið 2000,“ segir Þröstur „3000“ Bjarts- son, dagskrástjóri FM957. „Þar var bara kakóstemmning og gestir spurðu hljómsveitirnar spurninga á milli laga. Árið eftir var þetta sent út beint í útvarpi og svo gefið út á geisladiski sem seldist í tæp- um 5000 eintökum. Nú í þriðja skipti var sent beint út í útvarpi og sjónvarpi. Við vildum reyna að persónubinda fólkið við hljóm- sveitirnar til þess að áhorfendur fengju meiri nálægð. Þetta er í rauninni lítið, þröngt og kósí.“ Nýja „Eldhúspartí“-platan var öll hljóðrituð á Sportkaffi á tveim- ur kvöldum í nóvember og desem- ber í fyrra. Með útgáfunni fylgja 12 myndbönd frá kvöldinu á DVD disk. Samkvæmt Þresti fer stöðin eftir svokölluðu „topp 40 sniði“, þó það verði að teljast erfitt að átta sig á hvaða topp 40 listi sé þar hafður til hliðsjónar. Hann tekur svo undir það að það sé stefna FM957 að þefa uppi nýjar sveitir, taka þær undir verndarvæng stöðvarinnar og hjálpa þeim af stað. Nýliðarnir fá að minnsta kosti blíðari móttökur en gömlu poppararnir. „Ég spila ekki Bubba,“ segir Þröstur. „Hann er ekki FM957. Ekki af því að ég segi það, heldur segja hlustendur okkar það. Þegar hann kom með nýja lagið sitt um jólin... sem var svona Coldplay dæmi... fengum við þrjátíu hlust- endur til þess að hlusta á fjörtíu lög og meðal annars hans og það þótti ekki passa. Stöðin er búin að stimpla sig ákveðið. „FM hnakki“, „FM þetta“ og „FM hitt“.“ biggi@frettabladid.is Sýnd kl. 5, 8 og 10.40 b.i. 12 ára Sýnd í lúxus kl. 6 og 9 DARKNESS FALLS b.i. 16 kl 8 og 10 HRINGSNÚRUR Hringsnúrurnar vinsælu eru komnar aftur. Mikið úrval Alhliða útgáfuþjónusta Sími 565 9320 pjaxi@pjaxi.is www.pjaxi.is Hagkvæmari prentun Lítið, þröngt og kósí Í dag kemur út tónleikaplatan „Eldhúspartí FM957“ með órafmögnuðum upptökum frá poppsveitum á borð við Írafár, Land & Syni, Í svörtum fötum og Á móti sól. ELDHÚSPARTÍ FM957 Á hverju ári heldur útvarpsstöðin FM957 órafmagnaða tónleika með íslenskum poppsveitum. Kvöldin eru í anda „Storytellers“- þáttanna á VH1 og fá gestir að spyrja sveitirnar spurninga á milli laga.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.