Fréttablaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 16
BAGDAD,AP Odai, elsti sonur Saddams Husseins, var yfirmaður írösku Ólympíunefndarinnar og íraska knattspyrnusambandsins í stjórnartíð föður síns. Hann beitti öllum bolabrögðum til að sýna fremstu íþróttamönnum þjóðar- innar vald sitt og vílaði ekki fyrir sér að láta pynta þá ef hann taldi ástæðu til. Hann er meðal annars sagður hafa haft til umráða sér- stakt fangelsi fyrir slíkar aðgerð- ir gagnvart íröskum íþrótta- mönnum. Engu máli skipti hversu mikils metnir þessir íþróttamenn voru. Jafnvel Ahmed Radi, einn þekkt- asti knattspyrnumaður þjóðar- innar fyrr og síðar, var þrisvar sinnum handtekinn í stjórnartíð Odai. Radi, sem keppti erlendis í mörg ár, sagðist hafa borgað Ólympíunefnd Íraks 40% af þeim launum sem hann þénaði. Eitt sinn ákvað Odai að stofna lið með allra bestu leikmenn Íraks innanborðs og skyldi liðið kallast al-Rasheed. Þegar Radi, sem var eini leikmaðurinn sem skoraði mark fyrir Írak á HM í Mexíkó árið 1986, neitaði að spila fyrir liðið var honum refsað: „Hann sendi bíl um miðnættið til að sækja mig og mér var ekið á afskekktan stað. Þeir lömdu mig og sögðu að ef ég spilaði ekki fyr- ir al-Rasheed myndi ég aldrei spila fótbolta á ný,“ sagði Radi. „Ég gat ekki annað en samþykkt enda var fótbolti það eina sem ég kunni.“ Sögurnar af grimmd stjórn- valda eru fleiri og alvarlegri. Fakher Ali al-Jamali, sem var landsliðsþjálfari fatlaðra íþrótta- manna, var m.a. hýddur með raf- magnsköplum í tvo daga sam- fleytt eftir að tveir meðlimir liðs- ins týndust á keppnisferðalagi árið 1998. Honum hvar sleppt er þeir komu aftur í leitirnar. Eitt þeirra tækja sem Odai notaði til að pynta íþróttamenn er nú til sýnis í al-Hikma moskunni í Bagdad. Um er að ræða sérstak- an járngalla sem íþróttamenn voru festir í og síðan færðir út í steikjandi sólina í margar klukkustundir. Einn þeirra sem varð fyrir þessari hræðilegu lífs- reynslu sagðist hafa verið naum- lega forðað frá dauða með því að fá vatn úr slöngu sem hélt í hon- um lífinu. „Í hvert skipti sem ég reyndi að hreyfa mig fann ég gíf- urlegan bruna frá járninu,“ sagði hann í viðtali við AP-fréttastof- una. Hann ber enn merki pynt- inganna og er með slæm bruna- sár bæði á höndum og fótum. Nú eru breyttir tímar í Írak. Gömlu stjórnendurnir hafa verið settir af og íþróttamenn þjóðar- innar horfa fram á bjartari fram- tíð þar sem kúgun og pyntingar heyra sögunni til. Bandaríska Ólympíunefndin hefur þegar lýst yfir áhuga á að taka þátt í að end- urreisa íþróttalíf Íraka og liður í því er hugsanleg þátttaka á Ólympíuleikunum í Aþenu á næsta ári. Knattspyrnulandslið Íraks hóf t.a.m. æfingar í síðustu viku í fyrsta sinn síðan stríðinu lauk. Þar er stefnan meðal annars sett á næstu Ólympíuleika. Miklar vonir eru bundnar við að þeir írösku íþróttamenn sem hafa verið í útlegð í öðrum lönd- um snúi aftur og hjálpi til við uppbygginguna. „Draumur minn er að íþróttamálum í Írak verði stjórnað af heiðarlegu fólki sem er tilbúið til að þjóna íþróttunum en ekki sínum eigin hagsmun- um,“ sagði Raad Hammoudi, sem var fyrirliði íraska landsliðsins í fótbolta á níunda áratugnum. Hann flúði landið en sneri aftur um leið og Saddam Hussein var steypt af stóli. Hann ætlar að leggja sitt af mörkum í upp- byggingunni í Írak og óskar eftir aðstoð góðra manna. freyr@frettabladid.is 16 19. maí 2003 MÁNUDAGUR KAHN FAGNAR Oliver Kahn, markvörður Bayern München, var í sigurvímu þegar hann hampaði verð- launaskildinum fyrir þýska meistartitilinn eftir næstsíðasta leik 1. deildarinnar gegn Stuttgart um helgina. Leikurinn, sem var háður á Ólympíuleikvanginum í München, endaði með sigri Bayern 2:1. Þetta er 18. meistaratitill Bayern. Fótbolti hvað?hvar?hvenær? 16 17 18 19 20 21 22 MAÍ Mánudagur Látum dæluna ganga Dælu dagar hjá Dynjanda 15-23 maí - Háþrýstidælur - Brunndælur - Verktakadælur - Borholudælur allar stærðir og gerðir. Skeifan 3, Sími 588 5080 www.dynjandi.is KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfubolta og leik- maður með þýska liðinu Trier, er einn af 31 leikmönnum utan Banda- ríkjanna sem hafa gefið kost á sér í nýliðaval NBA deildarinnar fyrir næstu leiktíð. Aldrei hafa eins margir leik- menn utan Bandaríkjanna reynt fyrir sér í þessu vali, en á síðasta ári voru þeir 14 talsins. 42 leikmenn úr mennta- og háskólum hafa einnig gefið kost á sér. Um er að ræða forskráningu í nýliðavalið, en frestur til að sækja um hana rann út þann 12. maí. Þeir sem skrá sig svo snemma geta tekið nafn sitt af umsóknarlistanum fyrir 19. júní. Tilkynnt verður um nýliðavalið þann 26. júní í Madison Square Gar- den, heimavelli New York Knicks. Þá kemur í ljós hvort Jón Arnór verði á meðal þeirra sem komast að í NBA deildinni á næstu leiktíð. 58 leikmenn urðu fyrir valinu á síð- asta ári. Þess má geta að LeBrown James er talinn líklegastur til að verða val- inn fyrstur í ár. ■ Thierry Henry: Hjá Arsenal til 2007 FÓTBOLTI Frakkinn Thierry Henry, leikmaður Arsenal, hefur skrifað undir nýjan samning við liðið sem gildir til ársins 2007. Henry, sem átti eitt ár eftir af fyrri samningi sínum, undirritaði samninginn skömmu fyrir bikar- úrslitaleik Arsenal gegn Sout- hamton. Henry var valinn besti leik- maður úrvalsdeildarinnar í ár, bæði af leikmönnum og íþrótta- fréttamönnum. Hann hefur skor- að 112 mörk í 179 leikjum fyrir Arsenal síðan hann kom til liðs- ins frá Juventus fyrir fjórum árum síðan. ■  16.30 Sýn NBA. Sýnt frá leik í úrslitakeppni NBA.  16.45 Rúv Fótboltakvöld. Endursýndur þáttur frá sunnudagskvöldi.  19.00 Sýn Íslenski boltinn. Bein útsending frá leik Þróttar og KR í Landsbankadeild karla í fótbolta. KR-ingum er spáð Íslands- meistaratitlinum í ár.  21.20 Sýn Spænsku mörkin. Öll mörkin úr spænska boltanum.  23.00 Sýn Olíssport. Fjallað er um helstu íþrótta- viðburði heima og erlendis. Jón Arnór Stefánsson: Í nýliðaval NBA JÓN ARNÓR Jón Arnór Stefánsson í leik með KR gegn Njarðvík. Jón gæti orðið fyrsti íslenski leikmaðurinn til að leika í NBA deildinni síðan Pétur Guðmundsson lék með L.A. Lakers og San Antonio Spurs á 9. áratug síðustu aldar. Pyntingar íraskra íþrótta- manna heyra sögunni til Saddam Hussein er fallinn af stóli og í kjölfarið hafa sögur af ofbeldi íraskra yfirvalda gagnvart íþróttamönnum þjóðarinnar verið dregnar fram í dagsljósið. Margar þeirra eru hryllilegar og lýsa vel þeirri ógnarstjórn sem ríkti í landinu. AP /M YN D ÆFT Í SKJÓLI RÚSTA Íraskir knattspyrnumenn æfa í skjóli bygg- ingar sem fór illa út úr sprengjuárásum bandamanna á Bagdad. Knattspyrnulands- lið Íraks hefur hafið æfingar á ný og stefnir að þátttöku á Ólympíuleikunum í Aþenu á næsta ári.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.