Fréttablaðið - 30.05.2003, Page 6

Fréttablaðið - 30.05.2003, Page 6
8 30. maí 2003 FÖSTUDAGUR ■ Innlent Uppskrift að stjórnmálamanni Það hefur lengi verið umhugsun- arefni að stjórnmálamenn skuli ekki lengur komast upp á horn- skák kjósenda nema þeir hafi kjörþokka, fótógenískt andlit og fyrirsagnakjaft. Kristján Kristjánsson, prófessor. Morgunblaðið, 28. maí. Leikbræðralagið Vandamál félagsins er að núver- andi stjórnendur geta ekki rekið leiklistarstarfsemi félagsins sem þeir eru kjörnir og ráðnir til. Sigurður Karlsson, varaformaður Leikfélags Reykjavíkur. Morgunblaðið, 28. maí. Heilbrigðisvottorð frá Popptíví Niðurstaða mín er sú að heim- sókn þeirra Popptívímanna á ríkisráðsfundinum hafi sýnt fram á að okkur sé ekki alls varnað. Ögmundur Jónasson alþingismaður, um gildi þess að ætla ekki hverjum manni hið versta. DV, 28. maí. Orðrétt SÝKNA Eiginkona Atla Helgasonar var sýknuð af fjárkröfu Birgis Arnar Birgissonar í Héraðsdómi Reykjaness á miðvikudag. Birgir Örn er faðir Einars Arnar, sem var myrtur af Atla Helgasyni í nóvem- ber 2000. Birgir Örn gerði þá kröfu, fyrir hönd þrotabús Atla Helgasonar, að kaupmála Atla og eiginkonunnar sem gerður var í lok júlí árið 2000 yrði rift. Jafnframt krafðist Birgir Örn þess að henni yrði gert að greiða honum fyrir hönd þrota- bús Atla Helgasonar tæplega þrjár milljónir króna. Birgir Örn byggði mál sitt á því að um gjöf væri að ræða, ekki eig- inlegan kaupmála, þar sem fast- eign Atla og eiginkonu hans hafi verið gerð að séreign hennar en ábyrgð á áhvílandi veðskuldum væri eigi að síður áfram sameigin- leg. Að auki gerði Birgir Örn fjár- kröfu á hendur eiginkonunni. Birgir Örn telur henni bera að greiða í þrotabúið þann hluta sem hann ætti að eiga hefði kaupmál- inn ekki komið til. Lögmaður eiginkonunnar segir að þegar hún og Atli hófu sambúð hafi hún verið fjárhagslega vel stæð en Atli ekki. Hún hafi selt íbúð sína og átt söluvirði hennar nánast óskipt, auk bíls og hluta- bréfa. Hins vegar hafi Atli staðið uppi með skuldir vegna sambúðar- slita. Vegna þessa og fjölskylduað- stæðna, en hvort áttu þau eitt barn úr fyrri sambúð, hafi það verið eðlileg og sjálfsögð ráðstöfun að þau gerðu með sér kaupmála áður en þau gengu í hjúskap. Með kaup- málanum hafi henni verið tryggt að við hugsanlegt andlát eða skiln- að héldi hún þeirri eign sem hún átti við upphaf sambúðar þeirra. Héraðsdómi Reykjaness dæmdi eiginkonunni í hag og sýknaði hana af kröfum Birgis Arnar. Birgi Erni er gert að greiða henni 300 þúsund krónur í máls- kostnað. hrs@frettabladid.is FLÖSKUMJÓLKIN Um þrjár bragðtegundir verður að ræða auk bragðlausrar mjólkur: kakó, vanillu og jarðarberja. Valkostur í stað gos- drykkja: Mjólk í flöskum MJÓLK Mjólkursamsalan undirbýr sölu á mjólk í flöskum á ný eftir 36 ára hlé. Nýja drykkjarmjólkin er fitulaus og án bragðefna en einnig verður hún framleidd með þremur bragðtegundum. Mjólkin kemur á markaðinn í 320 ml plast- flöskum. „Mjólkurneyslan hefur aðal- lega verið bundin við heimilin þegar mjólkurglas er við hönd- ina,“ segir Baldur Jónsson, mark- aðsstjóri Mjólkursamsölunnar. Að sögn Baldurs hefur gosdrykkja- neysla aukist mjög mikið á síð- ustu árum, sérstaklega meðal ungs fólks. „Við erum að bjóða annan valkost fyrir þennan ald- urshóp.“ Mjólk hefur verið afgreidd með ýmsum hætti til viðskipta- vina í gegnum tíðina. Í upphafi mjólkursölu snemma á síðustu öld var mjólkin aðeins seld úr stórum brúsum og mjólkinni var ausið í ílát sem viðskiptavinir komu sjálfir með. Endurnýtanlegar glerflöskur komu næstar á mark- aðinn og voru notaðar þar til fern- urnar leystu þær af hólmi á sjö- unda áratugnum. Mjólkurflöskurnar koma á markaðinn snemma í næstu viku. ■ AUSCHWITZ Gyðingur og Arabi sameinast í bæn fyrir þeim sem létust í Auschwitz. Ísraelar og Palestínu- menn: Saman í Auschwitz HEIMSÓKN Hópur sem samanstend- ur af 120 aröbum frá Palestínu og 130 gyðingum frá Ísrael heimsótti Auschwitz, gamlar útrýmingar- búða nasista í Póllandi. Þessi heimsókn setti enda- punktinn á sameiginlegt ferðalag háttsettra arabar og gyðinga, en tilgangur þess var að reyna að vekja stjórnmálamenn til um- hugsunar um leiðir til friðar. Hóp- urinn er sammála um að eina leið- in fyrir araba og gyðinga að lifa saman sé gagnkvæmur skilningur á mismunandi uppruna og menn- ingu trúflokkana. Hápunktur heimsóknarinnar í Auschwitz var þegar hópurinn sameinaðist í friðarsöng á hebr- esku. ■ DÓMSMÁL Nefnd um dómarastörf segir það ekki hlutverk Dóm- stólaráðs Íslands og dómsmála- ráðuneytis að taka afstöðu til kæru Þórhalls Ölvers Gunnlaugs- sonar á hendur ríkissaksóknara vegna meints meinsæris í svokölluðu Leifsgötumáli. Þórhallur telur ríkissaksókn- ara hafa skotið undan gögnum sem stönguðust á við kenningar saksóknarans um sekt Þórhalls í manndrápsmáli á Leifsgötu sum- arið 1999. Þórhallur var dæmdur í 16 ára fangelsi. „Skal yður bent á að Hæstirétt- ur tekur ákvörðun um endurupp- töku mála, hvorki dóms- og kirkju- málaráðuneyti, dómstólaráð né nefnd um dómarastörf,“ segir í svari til Þórhalls þar sem honum er bent á að beiðni um endurupp- töku skuli stíluð til Hæstaréttar en send ríkissaksóknara. „Það er engin efnisleg afstaða tekin til kærunnar eða beiðni minnar um að nýr saksóknari verði skipaður til að fara yfir málið – eins og mér skilst að ráð- herra hafi lagaheimild til að gera. Annað hvort er hér um hreinan útúrsnúning að ræða eða menn eru að reyna að firra sig því að blanda sér í málið,“ segir Þórhallur, sem bíður nú ákvörð- unar Hæstaréttar. ■ LITLA-HRAUN Nefnd um dómarastörf vísar á Hæstarétt varðandi beiðni um endurupptöku morðmáls á Leifsgötu. Þórhallur Ölver Gunnlaugsson var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir morðið. Nefnd um dómarastörf: Vísað á Hæstarétt með upptöku Leifsgötumáls HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS Eðlilegt þótti að Linda Sigrún héldi eigninni sem hún átti við upphaf hjúskapar hennar og Atla. Eiginkona Atla var sýknuð af fjárkröfu Eiginkona Atla Helgasonar var sýknuð af fjárkröfu Birgis Arnar Birgis- sonar. Hann er faðir Einars Arnar, sem Atli Helgason myrti í október 2000. Birgir Örn gerði þá kröfu að kaupsamningi Lindu og Atla yrði rift og henni gert að greiða þrotabúi Atla tæpa þrjár milljónir króna. ■ Með kaupmál- anum hafi henni verið tryggt að við hugsanlegt andlát eða skilnað héldi hún þeirri eign sem hún átti við upphaf sambúðar þeirra. HRAFNINN BÍÐUR Sú stund nálgast að borgaryfirvöld leggi endanlega blessun yfir fram- kvæmdir á lóð Hrafns Gunn- laugssonar í Laugarnesi. Á fundi skipulagsfulltrúa fyrir viku var málinu þó enn frestað á meðan aflað er umsagna hverfisstjóra og umhverfisstjóra. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.