Fréttablaðið - 31.05.2003, Blaðsíða 5
6 31. maí 2003 LAUGARDAGUR
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 71.51 -0,15%
Sterlingspund 117.85 0,14%
Dönsk króna 11.40 -0,70%
Evra 84.65 -0,76%
Gengisvístala krónu 118,63 -0,55%
KAUPHÖLL ÍSLANDS
Fjöldi viðskipta 213
Velta 3.324 milljónir
ICEX-15 1.459 -0,21%
Mestu viðskipti
Kögun hf. 333.784.598
Baugur Group hf. 86.967.275
Landsbanki Íslands hf. 42.519.700
Mesta hækkun
Hampiðjan hf. 4,21%
Opin kerfi hf. 3,03%
Flugleiðir hf. 1,76%
Mesta lækkun
Þorbjörn Fiskanes hf. -11,11%
Framtak Fjárfestingarbanki hf. -3,30%
Marel hf. -2,60%
ERLENDAR VÍSITÖLUR
DJ*: 8754,5 1,6%
Nasdaq*: 1594,6 1,3%
FTSE: 4048,1 -0,9%
DAX: 2984,8 2,7%
NIKKEI: 8424,5 0,6%
S&P*: 961,8 1,3%
*Bandarískar vísitölur kl. 17.00
Veistusvarið?
1Hvað heitir nýr oddviti sjálfstæðis-manna í borgarstjórn?
2Óttast er að deilumál á milli Banda-ríkjanna og Írans gætu orðið upp-
spretta að hörðum átökum á næstunni.
Hvað heitir forseti Írans?
3Þekkt bresk alþýðuhljómsveit heldurtónleika í Íslensku óperunni í kvöld.
Hvað heitir sveitin?
Svörin eru á bls. 38
Þyrlan Landhelgisgæslunnar flaug 200 sjómílur eftir sjómanni:
Veikur sjómaður sóttur
SLYS Þyrluáhöfn Landhelgisgæsl-
unnar sótti slasaðan skipverja
um borð í spænska togarann
Hermanos Gandon Guadro
aðfaranótt fimmtudagsins. Hönd
mannsins hafði lent í spili og var
talið að hann væri illa brotinn.
Skipið var þá statt við 200
sjómílna lögsögumörkin á
Reykjaneshrygg.
Þyrla Landhelgisgæslunnar
TF-LÍF fór í loftið klukkan 22.30
en skipstjóra spænska togarans
var sagt að halda með mestu ferð
í átt að Reykjanesi til móts við
þyrluna, sem kom að skipinu
klukkan hálfeitt um nóttina. Skip-
ið var þá statt 186 sjómílur
vestsuðvestur af Reykjanesi.
Þyrlan lenti síðan á Reykjavíkur-
flugvelli með sjómanninn korter
fyrir þrjú um nóttina þar sem
sjúkrabíll beið og flutti hann á
Landspítala í Fossvogi. ■
EFNAHAGSMÁL Raufarhöfn er hugs-
anlega aðeins toppurinn á ísjakan-
um, segir Hannes G. Sigurðsson,
hagfræðingur og aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins, um uppsagnir 50 starfs-
manna fiskvinnsl-
unnar Jökuls í vik-
unni.
Hannes segir að
sterk staða krón-
unnar geti haft al-
varlegar afleiðing-
ar á næstu misserum ef stjórn-
völd bregðist ekki við vandanum.
Íslensk fyrirtæki sem séu í al-
þjóðlegri samkeppni geti orðið
fyrir mikilli blóðtöku og farið á
hausinn ef ekkert verði að gert.
„Raufarhöfn er bara eitt dæmi
af fjöldamörgum sem við munum
sjá á næstunni ef þessi gengis-
staða heldur áfram,“ segir Hann-
es. „Það er alveg fráleitt að Rauf-
arhöfn sé eitthvað einangrað
dæmi. Fyrirtæki sem eru mikið í
landvinnslu og minna í útgerð
standa veikar en þau sem eru með
blandaðan rekstur. Þetta ástand
þrýstir á að vinnsla hráefnis flyst
út á sjó og þar með minnkar vinna
í landi. Einnig þrýstir þetta á auk-
inn útflutning á óunnu hráefni því
það borgar sig hreinlega ekki að
vinna það hérna á Íslandi. Þetta
eru þær ákvarðanir sem stjórn-
endur sjávarútvegsfyrirtækja
standa frammi fyrir.“
Hannes segir rækjuvinnslu
eiga sérstaklega erfitt uppdráttar.
Mjög tvísýnt sé hvort rækja verði
áfram unnin hérna vegna þess
hversu lágt verð fáist fyrir hana.
Gengishækkun krónunnar hafi
gert stöðuna enn erfiðari.
„Við höfum verið að brýna það
fyrir stjórnvöldum að þau beiti
aðhaldsstefnu í opinberum fjár-
málum til að sporna gegn þessu
risi á krónunni. Gengi krónunnar
er allt of hátt og fær ekki staðist.
Móta verður skýrar línur um það
hver verða viðbrögð opinberra að-
ila.“
Hannes segir hátt gengi krón-
unnar vera afleiðingu væntinga
um miklar framkvæmdir í tengsl-
um við álverið og virkjunina fyrir
austan. Þá megi einnig rekja
sterka stöðu krónunnar til vænt-
inga manna um mikinn vaxtamun
við útlönd vegna baráttu Seðla-
bankans við þenslu.
„Menn eru náttúrlega mjög
ósáttir,“ segir Hannes. „Þetta er
afar óheppileg staða að öllu leyti.
Þetta fær ekki staðist til lengdar
og gengið mun falla síðar og valda
þá svona svipuðu ástandi og varð
hérna fyrir tveimur árum þegar
við fórum í gegnum verðbólgu-
kúf. Þá varð nauðsynleg leiðrétt-
ing á gengi krónunnar, sem skap-
aði sæmilegt jafnvægi í utanríkis-
viðskiptum.“
trausti@frettabladid.is
Bush ferðast um Evrópu og Mið-Austurlönd:
Hlakkar til að starfa með Chirac
WASHINGTON, AP George W. Bush
Bandaríkjaforseti hóf vikuferð
sína um Evrópu og Mið-Austur-
lönd í gær. Þetta er fyrsta Evrópu-
ferð Bush síðan Íraksstríðið hófst.
Forsetinn mun fyrst heimsækja
Pólland og þakka landinu fyrir
stuðning sinn í stríðinu í Írak. Síð-
an ferðast hann til St. Pétursborgar
í tilefni af þriggja alda afmæli
borgarinnar. Þar ræðir hann við
Vladímír Pútín, forseta Rússlands.
Næst heldur Bush til Evian í
Frakklandi þar sem fundur átta
helstu iðnríkja heims verður hald-
inn í næstu viku. Á fundinum mun
Bush m.a. hitta Jacques Chirac
Frakklandsforseta, sem mótmælti
Íraksstríðinu kröftuglega á sínum
tíma. Bush segist hlakka til að star-
fa með Chirac. „Ég vil segja þetta
við frönsk stjórnvöld: Við skulum
vinna saman fyrir Evrópu, þar sem
samstaða, frelsi og friður ríkir. Ég
þarf að sannfæra efasemdarmenn í
Frakklandi um að áform Banda-
ríkjamanna eru af hinu góða,“
sagði Bush. „Frönsk yfirvöld þurfa
einnig að sannfæra bandarískan al-
menning um að þeim sé annt um
öryggi okkar þjóðar.“
Loks heldur forsetinn til Mið-
Austurlanda en það er talinn erfið-
ast hluti fararinnar. Þar mun hann
m.a. funda með þeim Ariel Sharon
og Mahmoud Abbas, forsætisráð-
herrum Ísraels og Palestínu, um
Vegvísinn til friðar. ■
Sendiráð Írans í
Osló rýmt:
Eldsvoði og
hvítt duft
OSLÓ, AP Sendiráð Írans í Osló var
rýmt í gær eftir að kveikt var í bíl
á bílastæði við bygginguna.
Auk þess var einn starfsmaður
sendiráðsins fluttur á sjúkrahús
eftir að hann fann hvítt duft í
byggingunni. Að sögn norsku lög-
reglunnar er talið að duftið sé
hættulaust.
Þrír menn sáust fyrir utan
sendiráðið skömmu áður en eldur-
inn kviknaði í bílnum. Enginn hef-
ur verið handtekinn.
Talsmaður norska utanríkis-
ráðuneytisins segir að árásin sé
litin afar alvarlegum augum.
Skammt er síðan al Kaída-samtök-
in hvöttu til árása á Noreg, Bret-
land, Ástralíu og Bandaríkin. ■
Hafnarfjörður:
Færri
innbrot
LÖGREGLUMÁL Innbrotum í um-
dæmi lögreglunnar í Bessastaða-
hreppi, Garðabæ og Hafnarfirði
hefur fækkað um 13% á fyrstu
fjórum mánuðum þessa árs miðað
við sama tíma í fyrra, eða úr 81 í
71. Þjófnuðum hefur á sama tíma
fækkað um 22%.
Flest innbrot í fyrra voru í bif-
reiðar eða 42%. Slíkum brotum
hefur fjölgað hlutfallslega. Al-
gengustu þjófnaðirnir eru úr bíl-
um og á reiðhjólum.
Reynslan hefur sýnt að inn-
brotum og þjófnuðum fjölgar yfir
sumarmánuðina og vill lögregla
því hvetja almenning til árvekni
gagnvart eigum sínum og að til-
kynna um grunsamlegar manna-
ferðir. ■
VEIKUR Á VATNAJÖKLI Þyrla
Landhelgisgæslunnar sótti í
fyrrakvöld sjötugan mann sem
var einn úr hópi vélsleðamanna
sem ferðuðust um Vatnajökul.
Maðurinn hafði fengið slæman
brjóstverk og var talið nauðsyn-
legt að sækja hann með þyrlu.
Var hann fluttur á Landspítala
við Hringbraut.
ELDUR Í BÍLSKÚR Eldur kviknaði í
bílskúr í Garðinum um eittleytið í
fyrrinótt. Miklar skemmdir urðu
vegna brunans en í bílskúrnum
var töluvert af timbri. Að sögn
lögreglunnar í Reykjanesbæ var
aldrei hætta á að eldurinn bærist
í nærliggjandi hús. Ekki liggur
fyrir hver eldsupptök voru.
LEITAÐ AÐ 12 ÁRA DRENG Leit
var gerð í fyrrinótt að tólf ára
gömlum dreng sem farið hafði í
fússi frá heimili í Breiðholti þar
sem hann var gestkomandi. Lög-
reglan í Reykjavík hóf leitina
klukkan tíu um kvöldið og fannst
hann sofandi um fjögurleytið um
nóttina. Hafði hann lagst til svefns
í geymslu við heimili vinafólks í
Kópavogi. Ekkert amaði að
drengnum þegar hann fannst þrátt
fyrir að hann væri klæðalítill.
FJÓRIR HANDTEKNIR Fjórir menn
voru handteknir í Reykjavík að-
faranótt þriðjudags í tengslum við
tvö innbrot. Lögreglan fékk til-
kynningu um klukkan hálf tvö um
að reynt hefði verið að brjótast
inn í heimahús við Lindargötu.
Skömmu síðar voru tveir menn
handteknir grunaðir um verknað-
inn. Tveir klukkutímum síðar var
tilkynnt um innbrot í fyrirtæki
við Hverfisgötu. Þar voru tveir
menn gómaðir á staðnum.
Innflutningur bíla:
Um 50%
aukning
VERSLUN Á fyrstu fjórum mánuð-
um ársins voru skráðir um 50%
fleiri bílar en á sama tíma í fyrra.
Að teknu tilliti til árstíðaleið-
réttingar benda þessar tölur til
þess að alls verði skráðir um
12.500 bílar á þessu ári samanbor-
ið við 8.487 bíla í fyrra og 16.700-
19.000 bíla á árunum 1998-2000.
Innflutningur heimilistækja
hefur einnig vaxið mikið. Að
teknu tilliti til verðbreytinga má
ætla að innflutningur heimilis-
tækja hafi aukist um 25-30% að
raungildi á fyrstu fjóra mánuðum
þessa árs miðað við sama tíma
árið áður. ■
SÓTTUR ÚT Á RÚMSJÓ
Veikur sjómaður var sóttur um borð í spænskan togara.
M
YN
D
: L
AN
D
H
EL
G
IS
G
Æ
SL
AN
■ Lögreglufréttir
■ Stjórnmál
BUSH
George W. Bush og Laura, eiginkona hans, verða á faraldsfæti næstu vikuna.
AP
/M
YN
D
LANDVINNSLA Í ERFIÐLEIKUM
Fyrirtæki sem eru mikið í landvinnslu og minna í útgerð standa veikar en þau sem eru
með blandaðan rekstur. Þetta ástand þrýstir á að vinnsla hráefnis flyst út á sjó og þar
með minnkar vinna í landi.
■
„Það er alveg
fráleitt að Rauf-
arhöfn sé eitt-
hvað einangrað
dæmi.“
Raufarhöfn aðeins
toppur á ísjakanum
Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins óttast stöðu sjávar-
útvegsfyrirtækja. Hann kennir háu gengi krónunnar um vanda þeirra.
Verðbólga fram undan ef stjórnvöld bregðast ekki við.
HANNES G. SIGURÐSSON
Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka at-
vinnulífsins segir að gengið muni falla síð-
ar. Afleiðingin verði aukin verðbólga.
NÝR FRAMKVÆMDASTJÓRI Fram-
kvæmdastjórn Framsóknar-
flokksins hefur ráðið nýjan fram-
kvæmdastjóra í stað Árna Magn-
ússonar, sem hefur tekið við
embætti félagsmálaráðherra. Nýi
framkvæmdastjórinn er Sigurður
Eyþórsson, sem hefur starfað
fyrir flokkinn frá árinu 1994.