Fréttablaðið - 31.05.2003, Síða 9

Fréttablaðið - 31.05.2003, Síða 9
10 31. maí 2003 LAUGARDAGUR SERENA Serena Williams vann Ástralann Barböru Schett 6:0 og 6:0 í 3. umferð opna franska meistaramótsins á fimmtudag. Tennis hvað?hvar?hvenær? 28 29 30 31 1 2 3 MAÍ Laugardagur  11.50 RÚV Formúla 1. Bein út- sending frá tímatöku fyrir kappaksturinn í Mónakó.  14.55 RÚV Bein útsending frá ein- vígi Guðmundar Stephensen og Svíans Cyprian Asamoah í borðtennis.  16.20 RÚV Bein útsending frá landsleik Íslendinga og Dana í hand- bolta.  20.00 Laugardalshöll. Hnefaleika- keppni Íslands og Írlands.  11.30 Formúla 1. Bein útsending frá keppni í kappakstrinum í Mónakó.  16.00 KR-völlur KR leikur gegn sameiginlegu liði Þórs, KA og KS í Landsbankadeild kvenna.  19.15 Fylkisvöllur Fylkismenn taka á móti FH-ingum í Landsbankadeild karla. Sunnudagur FORMÚLA 1 Michael Schumacher náði besta tímanum í fyrri tímatök- unni fyrir kappaksturinn í Mónakó á morgun. Seinni tímatakan verður í dag. Samherji Schumachers hjá Ferrari, Rubens Barrichello, náði næstbesta tímanum en Jenson Button, hjá BAR-Honda, varð þriðji. Finninn Kimi Räikkönen hjá McLaren-Mercedes, sem er efstur í keppni ökumanna, varð tíundi. Keppnin á morgun hefst á há- degi. Eknir verða 78 hringir á göt- um furstadæmisins, samtals tæpa 263 kílómetra. Veðurspáin er slæm fyrir morgundaginn því útlit er fyrir þrumuveður. Síðast var keppt í rigningu í Mónakó árið 1997. Þá sigraði Michael Schumacher en hann hefur sigrað fimm sinnum í Mónakó frá árinu 1994. Schumacher byrjaði tímabilið ekki vel. Hann varð í 4. sæti í Ástr- alíu, 6. sæti í Malasíu en hætti keppni í Brasilíu. Schumacher hef- ur hins vegar unnið allar keppnirn- ar í Evrópu og er kominn í 2. sæti í keppni ökumanna og sækir hart að efsta manni, Kimi Räikkönen. Að- eins munar tveimur stigum á þeim fyrir kappaksturinn í Mónakó. ■ SCHUMACHER Heimsmeistarinn Michael Schumacher hefur sigraði í síðust þremur keppnum Formúlunnar. Formúlan í Mónakó: Schumacher fljót- astur í tímatökunni HNEFALEIKAR Sex íslenskir boxar- ar, fimm karlar og ein kona, mæta sameinuðum Írum í hnefaleikakeppni í kvöld. Um er að ræða hnefaleikakappa bæði frá N-Írlandi og Írlandi. Hér er ekki um landskeppni að ræða en Íslendingar tefla engu að síður fram sínum bestu boxurum. Þórður „Doddy“ Sævarsson berst við Hugh Nevin í léttvigt, Ævar Ómarsson við Fergal Red- mond í veltivigt, Bjarki Braga- son við Ryan Greene í millivigt, Skúli „Tyson“ Vilbergsson við Anto Taylor í millivigt og Skúli Ármannsson við Paul O’Rourke í yfirþungavigt. Tinna Guðrún Lúðvíksdóttir keppir við Alanna Audley. Hnefaleikar á Írlandi eiga langa hefð og iðka um tíu þús- und manns hnefaleika þar í 300 klúbbum. Írska liðið sem keppir hér er skipað boxurum sem eiga að baki 20 bardaga eða færri. Reynsla Íslendinga af keppni við erlenda boxara er ekki löng enda stutt síðan íþróttin var lög- leidd að nýju hér á landi. Einn efnilegasti boxari landsins, Skúli „Tyson“ Vilbergsson, hef- ur t.d. aðeins þrjá bardaga skrá- setta og er hans ferilsskrá tveir sigrar og eitt tap. Þórður „Doddy“ Sævarsson var valinn hnefaleikamaður Ís- lands árið 2002. Hann hefur ver- ið ósigrandi á innanfélagsmót- um og staðið sig vel gegn er- lendum mótherjum. Yfirþungavigtarmaðurinn Skúli Ármannsson er nýjasta nafnið í íslenskum hnefaleikum en hann er lærisveinn hinnar 85 ára hnefaleikagoðsagnar Guð- mundar Arasonar. Skúli hefur að undanförnu dvalið í æfinga- búðum í Bandaríkjunum. „Írarnir eru ekki hér til að leika sér,“ sagði Guðjón Vil- helm, þjálfari og einn skipu- leggjenda keppninnar. „Þeir létu hafa eftir sér við komuna að ekkert annað en sex sigrar kæmu til greina í þeim sex viðureignum sem fram undan eru. Þeir hafa einnig haft hljótt um ýmis smáatriði eins og það að tveir keppenda þeirra eru örvhentir, sem hefur mikið að segja inn í hringnum. Þeir taka þetta mjög alvarlega og það ætl- um við líka að gera.“ ■ HASAR Í HÖLLINNI Nú verður allt kapp lagt á að leggja Íra. Írarnir eru ekki hér til að leika sér Bestu íslensku boxararnir mæta Írum í Laugardalshöll. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M BORÐTENNIS Guðmundur E. Steph- ensen, Íslands- og Noregsmeistari í borðtennis, keppir í dag við Sví- ann Cyprian Asamoah í Smáran- um í Kópavogi. Keppni þeirra hefst klukkan 15. Guðmundur er nýkominn af heimsmeistaramótinu í París og á morgun heldur hann til Möltu þar sem hann keppir á Smáþjóðaleik- unum. Guðmundur náði mjög góð- um árangri á heimsmeistaramót- inu og komst í 64 manna úrslit með því að vinna Danann Michael Maze, sem var í 21. sæti heimslist- ans fyrir mótið. Guðmundur var í 257. sæti listans fyrir mótið en þökk sé árangrinum á mótinu komst hann í 191. sætið og er það langbesta staða hans þar. Cyprian Asamoah sigraði á Norður-Evrópumótinu sem fram fór í Vilníus í Litháen í nóvember í vetur. Keppendur á mótinu komu frá Norðurlöndunum og Eystra- saltslöndunum. Asamoah sigraði landa sinn Robert Svensson 4:3 í úrslitum en Svensson vann Guð- mund E. Stephensen 4:3 í átta liða úrslitum. ■ ASAMOAH OG GUÐMUNDUR Guðmundur E. Stephensen keppir við Svíann Cyprian Asamoah í Smár- anum í dag. Borðtennis: Meistarar mætast

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.