Fréttablaðið - 31.05.2003, Síða 15

Fréttablaðið - 31.05.2003, Síða 15
varð seinna vélstjóri. Hann réri með Binna – sem hann segir hafa verið góðan mann. „Ég upplifði hann sem mjög skapgóðan mann. Hann gat orðið öskuillur en það var búið um leið.“ Og Sigmar seg- ir hann hafa verið sérstakan í háttum. „Þegar var bræla og við vorum að spyrja hann hvort yrði róið svaraði Binni ætíð: ‘Það er al- veg á nippinu.’ Þetta var svona orðatiltæki sem hann notaði oft og þá vissu allir að það yrði róið.“ Á nippinu hjá Binna þýddi einfald- lega já – því þó hann væri varkár í sjósókn sinni sótti hann hart. Sigmar segir svo frá að Einar Sigurðsson vélstjóri, sem var lengi með Binna, sagðist sjá á hon- um hvort það væri í trollinu eða ekki. Þannig háttaði að Binni not- aði lúður til að ræsa menn til að hífa. Þá áttu allir að koma upp á dekk. Ef Binni hékk áhugalaus með höfuðið út um glugga brúar- hússins með lúðurinn í hendi þá var ekkert í. Ef hann kom út á brúarvænginn með þumalputtana báða í buxnavösunum, þá var smá möguleiki á að það væri svoldið í. En ef hann kom fram á væng, hélt í handriðið og iðaði allur, þá var víst að fiskur væri í. Binni var lágvaxinn og dökkur yfirlitum eða eins og Ási segir í „Aflamenn“ þegar hann lýsir byrjuninni á ferlinum: „Þeir voru fimmtán ára strákpattar. Formað- urinn lítill svartur naggur.“ Þetta sérstaka útlit má líklega rekja til þess að langafi Binna var Louis Henry Joseph Vanderoruys, einn skipverja á frönsku fiskiskútunni l’Aurore sem strandaði í Meðal- landi árið 1818. Uppruna sinn gat Binni í Gröf því rakið til franskra og jafnvel flæmskra sjóara – þannig að ræturnar liggja lengra aftur í sjómennsku en gengur og gerist. Hugsanlega er það hluti skýringarinnar: Binni í Gröf virt- ist hafa yfirskilvitlega hæfileika þegar fiskeríið var annars vegar og vafðist þá ekkert fyrir honum: Lína, net, snurvoð, troll, reknet, handfæri, á síld, á lúðu, humar ... og jafnvel í hvalnum. Innbyggður radar En þegar allt kemur til alls er það sjómennskan sem var hans aðall, þar var Binni í essinu sínu. Enda, sé gluggað í heimildir þar sem rætt er við Binna og um hann skrifað, þá snýst allt um aflabrögð og sjómennsku. Í Sjómannadags- blaði Vestmannaeyja ársins 1961 er enn eitt viðtalið við Binna í til- efni þess að hann var aflakóngur það árið. Þar gætir þess hjá hinum mikla veiðimanni að hann er sér meðvitaður um að vernda beri fiskinn upp að ákveðnu marki. „“Við eigum að friða hraunin fyr- ir netum. [...] Já, það er eins með fiskinn eins og farfuglana. Þeir koma að hreiðrinu sínu á hverju vori. Verði þeim lógað í sumar, kemur enginn fugl að því næsta vor.“ Á sjónum var líkt og Binni væri með 6. skilningarvitin – inn- byggðan radar. „Það lýsir honum vel,“ segir Sigmar, „að eitt sinn bilaði radarinn hjá honum. Skip- stjórar í dag vildu ekki margir vera radarlausir en hann var ekk- ert að æsa sig yfir þessu og virtist þetta ekki há honum hið minnsta. Hann virtist alltaf vita nákvæm- lega hvar hann var og radarinn lét hann ekki laga fyrr en mánuðum síðar. Hann þekkti sjávarbotninn eins og buxnavasana sína. Svo tók hann vel eftir sjólaginu og gat ein- hvern veginn staðsett sig út frá því.“ Og þó Binni í Gröf hafi sótt sjó- inn af kappi var hann ekki síður frægur fyrir að fara varlega og vera vakandi ef höfuðskepnurnar voru viðsjárverðar. Það er ekki minna um vert því þeir eru fjöl- margir sem sjórinn hefur tekið, ekki síst í árdaga sjósóknar við Ís- land áður og um það leyti sem flotinn er mótorvæddur. Ási í Bæ skrifar um Binna vin sinn genginn: „“Eftir svaðilfarir fimmtíu ára sjómennsku hafði hann borið að landi meiri afla en nokkur bátaformaður landsins og stýrði að lokum fleyi sínu í höfn án þess þar hefði maður fengið skrámu auk heldur meir.“ Sigmar var stýrimaður um tíma á Elliðaey, sem Binni kallaði aldrei annað en Ellirey, og þeir voru á trolli í þrjá daga í einu. All- an þann tíma svaf Binni ekki. „Karlinn var eiginlega vakandi allan tímann. Svo svaf hann mjög mikið þegar hann var heima hjá sér. Skipstjóraklefinn var fyrir neðan brúna en þangað fór hann yfirleitt aldrei nema þegar verið var að keyra milli veiðistaða. Þar var bekkur sem hann henti sér stundum á, svo stuttur að hann var í hnipri. Svo hélt maður kannski að hann væri sofandi en þá heyrðist kannski: Lóðar? eða Hvað er dýpið? Hafðu tvo faðma á milli... alveg ótrúlegur.“ jakob@frettabladid.is Heimildir: Sjómannadagsblað Vest- mannaeyja (ýmis tbl.) Aflamenn, Heimskringla, Reykjavík, 1961 (Jónas Árnason sá um útgáfuna) LAUGARDAGUR 31. maí 2003 17 Það getur allt gerst ... NOKKRAR STIKLUR ÚR LÍFI BINNA Í GRÖF Fæddur 7. janúar 1904 að Gröf í Vest- mannaeyjum. 15 ára gamall hóf hann sjósókn á sexæringi. Hásetar voru jafnaldrar Binna. Komu þá strax í ljós ótrúlegir sjómannshæfileikar hans. Binni réri fyrstu vertíðir sínar með m/b Nansen, 7,47 tonn, og var hann formaður í forföllum Jóhanns á Brekku. Árið 1926 formaður á m/b Gúllu. Þar var hann 3 vertíðir og hefst þar frægð- arferill hans sem skipstjóri. Frá vertíðinni 1926 til 1953 skipstjóri á: Gúllu, Gottu, Heklu, Gulltopp, Sæv- ari, Þór og Andvara. Árið 1954 verður hann formaður á Gullborg, 82 rúmlestir, sem reyndist hið mesta happa- og aflaskip. Var oft kenndur við Gullborgina. Binni varð aflakóngur í Vestmannaeyj- um árið 1954 og svo samfellt í 6 ver- tíðir. Aflakóngur einnig árið 1961 – alltaf á Gullborginni. Margar þeirra hæstur yfir landið allt. Binni var sæmdur Fálkaorðunni árið 1971 fyrir störf sín. Hann lést 12. maí 1972. Kona hans var Katrín Sigurðardóttir frá Þinghóli í Hvolhreppi og áttu þau saman 8 börn. KUNNUGLEG STAÐA Binni í brúnni á Gullborginni og hugar að ganginum á dekkinu. Ef hann var letilegur í glugganum var ekkert í, ef hann kom út á brúar- væng með þumalputta í buxnavösum var von, en ef hann hélt um handriðið og iðaði, þá var í trollinu. Á BÆJARBRYGGJUNNI Frá velmektarárunum. Synir Binna fetuðu í fótsporin og hér fyrir miðri mynd má sjá þá feðga Friðrik og Binna.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.