Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.08.2003, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 12.08.2003, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 16 Leikhús 16 Myndlist 16 Íþróttir 14 Sjónvarp 20 ÞRIÐJUDAGUR 12. ágúst 2003 – 182. tölublað – 3. árgangur ÓSAMMÁLA FISCHLER Fram- kvæmdastjóri LÍÚ deilir ekki skoðun Franz Fischlers á því að möguleiki sé á því að Íslendingar geti tryggt hagsmuni sína innan núver- andi kerfis ESB. Hann leggur áherslu á góð samskipti við ESB en aðild færi okkur enga nýja möguleika. Sjá síðu 2. LÍNUÍVILNUN RÆDD Í RÍKIS- STJÓRN Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins verður línumálið rætt utan dag- skrár á ríkisstjórnarfundi að frumkvæði Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra. Vestfirðingar undirbúa stórfund á Ísafirði vegna þess sem smábátamenn vestra kalla brotin loforð stjórnarflokkanna. Sjá síðu 2. MÁLSHÖFÐUN VEGNA LUNDAR Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir málshöfðun í undirbúningi vegna samninga bæjarins um uppbyggingu í Lundi. Erfingjar fyrrverandi ábúanda fái að lágmarki 500 milljónir á silfur- fati fyrir eign sem ekki sé þeirra. Sjá síðu 4. LYSTARSTOL Í ÁSTRALÍU Lystarstol er nú þriðja alvarlegasta heilbrigðisvanda- mál unglingsstúlkna í Ástralíu. Meðalaldur lystarstolssjúklinga er 12 ár en var 14 og 1/2 ár í fyrra. Dæmi eru um fjögurra ára lystarstolssjúklinga. Sjá síðu 6. ÁRANGUR Í STARFI Háskólinn í Reykjavík stendur fyrir námskeiði um ár- angur í starfi. Aðalfyrirlesari er Howard Gardner, prófessor við Harvard. Á nám- skeiðinu verður fjallað um hæfileika ein- staklingsins og hvernig þeir nýtast í starfi. DAGURINN Í DAG SLASAÐIR FLUTTIR Á SPÍTALA Banaslys varð við Hrútsá í Öræfum í gær. Spænsk kona lét lífið en tvær aðrar voru fluttar alvarlega slasaðar á slysadeild Landspítalans í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Hægviðri Hæg breyti- leg átt +14 +14 +14 Hægviðri VEÐRIÐ Í DAG JÁKVÆÐAR VEÐURHORFUR Búist er við björtu veðri í flestum landshlutum, síst þó á Suðausturlandi, þar sem búist er við smá vætu. Hægviðri verður á landinu öllu og hiti á bilinu 12 til 16 stig. útvarpsstjóri radíó reykjavíkur Guðmundur Týr Þórarinsson: Varist eftirlíking- una Skonrokk átti góðan leik um helgina Pétur Marteinsson: ▲ SÍÐA 14 ▲ SÍÐA 26 78 ára í dag Thor Vilhjálmsson: Man sjaldnast aldur sinn ▲ SÍÐA 24 Óviss um framhaldið BANASLYS Ung kona lést og fimm aðrir slösuðust, þar af tvær kon- ur alvarlega, í umferðarslysi sem varð á þjóðveginum við Hrútsá við Kvísker í Öræfum. Fólkið, sem var allt frá Spáni, var í bíl sem valt út af veginum með þessum afleiðingum. Tildrög slyssins eru óljós en vegurinn er góður á þessum slóðum og veður var gott þegar atvikið varð. Lög- reglan á Höfn fékk tilkynningu um slysið klukkan 13.45. Þyrla Landhelgisgæslunnar var í loftinu við æfingar þegar tilkynningin kom og þurfti að lenda eftir lækni og sjúkragögn- um áður en haldið var af stað. Þá þegar voru tækja- og sjúkra- bifreiðar frá Höfn og Kirkju- bæjarklaustri komnar á staðinn. Þyrlan lenti með alla fimm ferða- mennina við Landspítala – Há- skólasjúkrahús um hálfsexleytið. Vakthafandi læknir sagði að konurnar tvær væru með brjóst- holsáverka og þörf væri á frek- ari rannsóknum. Taldi hann líklegt að þær hefðu kastast út úr bílnum. Aðrir voru minna slasað- ir. „Það er ekkert að veginum á þessum slóðum og ég veit ekki til að þarna hafi orðið slys áður,“ sagði Hálfdán Björnsson á Kvískerjum, en sá bær er næstur slysstaðnum. Hálfdán varð þó ekki var við slysið sjálfur fyrr en lögreglu og sjúkralið dreif að. ■ Bíll með sex spænskum ferðalöngum valt: Banaslys við Hrútsá Samkeppnisstofnun og lögregla: Samskiptin í uppnámi STJÓRNSÝSLA Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður efnahags- og við- skiptanefndar, segir augljóst að mismunandi skiln- ingur sé ríkjandi meðal viðskipta- ráðuneytisins og ríkislögreglustjóra um það með hvaða hætti málum sé vísað frá Sam- keppnisstofnun til embættis ríkislög- reglustjóra. Fund- ur var haldinn í nefndinni í gær þar sem viðskipta- ráðherra, ríkislög- reglustjóri, for- stjóri Samkeppnisstofnunar og fleiri mættu til að ræða samskipti lögreglunnar og stofnunarinnar. „Að mínum dómi túlkuðu þessar tvær stofnanir þann feril með mis- munandi hætti. Það er auðvitað al- gerlega óviðunandi staða sem verð- ur að ráða bót á sem fyrst. Merki- legast var þó að samkvæmt ráðu- neytinu er í gangi samstarf um að móta sérstakar verklagsreglur um einmitt þetta atriði, en það virtist embætti ríkislögreglustjóra alls ekki kannast við.“ Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra segir Samkeppnis- stofnun hafa gert skyldu sína með því að greina frá frumskýrslu um verðsamráð olíufélaganna á óform- legum fundi með ríkislögreglu- stjóra. Hún kveðst ekki vilja tjá sig um störf ríkislögreglustjóra. „Ég læt duga að velta fyrir mér aðgerðum Samkeppnisstofnunar. Það er augljóst að Samkeppnis- stofnun mun ljúka sinni rannsókn, hvað sem lögreglan gerir.“ ■ SJÁVARÚTVEGUR Verð á ýsu, ufsa og karfa hefur lækkað um allt að 20 prósent á Evrópumarkaði og tíu prósent á Bandaríkjamarkaði frá síðasta ári. Horfur eru á því að þorskur lækki einnig í verði. Ástæður lækkunarinnar eru aukin veiði á Norður-Atlantshafi og harðnandi sam- keppni við aðra matvöru. „Það vantar kannski mat í þróunarlönd- unum, en ekki í Evrópu. Það er nægur fiskur á þeim mörkuðum sem geta borgað,“ segir Steinþór Steingrímsson, innkaupastjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna. Meðal þess sem þrýst hef- ur fiskverði niður er aukið fram- boð af tvífrystum fiskafurðum frá Kína, sem framleiddar eru með minni tilkostnaði en íslenski fiskurinn. Þá hefur lækkandi verð og aukið framboð á eldislaxi haft mikil áhrif. „Markaðirnir eru mettir af ódýrum mat, ekki síst ódýrum fiski í beinni samkeppni við okk- ur. Markaðirnir sem við vinnum á eru að kaupa prótein, hvort sem það er kjúklingur, fiskur eða annað. Menn geta fengið heilan eldislax á 400 krónur í Evrópu. Það hlýtur að hafa áhrif á hvern- ig annar fiskur selst,“ segir Steinþór. Jón Jóhannesson, innkaupa- og gæðastjóri Icelandic USA inc., sem selur íslenskan fisk á Bandaríkjamarkað, segist ekki sjá fyrir að fiskverð muni hækka í nánustu framtíð. „Ég fullyrði að verð á ýsu og ufsa hækkar ekki eins og útlitið er nú. Auk þess er yfirdrifið framboð af matvælum á Bandaríkjamarkaði.“ Hann segir horfur á því að verð á þorski muni einnig lækka. „Við megum ekki gleyma því að mat- vælaverð á Vesturlöndum er al- mennt að lækka.“ Steinþór segir líklegt að markaðurinn hafi fundið nýtt jafnvægi í lægra ýsuverði. „Ég er ekki viss um að verðið sé í sögulegu lágmarki. Árferðið var það gott hér áður fyrr.“ jtr@frettabladid.is Verðfall á íslenskum fiskafurðum erlendis Verð á íslenskum fiskafurðum hefur lækkað um allt að 20 prósent á Evrópumarkaði undanfarið ár. Ástæðan er meðal annars samkeppni við eldislax og kínverskar fiskafurðir. LÆGRA FISKVERÐ Mikill meirihluti íslenska fiskaflans er seld- ur út til Evrópu og Bandaríkjanna. Verð á ýsu hefur lækkað um allt að fimmtung og horfur eru á að þorskurinn lækki líka. ■ „Markaðarnir eru mettir af ódýrum mat, ekki síst ódýr- um fiski VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Segir samkeppn- isyfirvöld hafa gert skyldu sína, hvað sem ríkis- lögreglustjóri geri.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.