Fréttablaðið - 12.08.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 12.08.2003, Blaðsíða 6
GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 78,55 0,63% Sterlingspund 125,66 -0,25% Dönsk króna 11,91 -0,08% Evra 88,55 -0,09% Gengisvísitala krónu 126,23 0,57% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 202 Velta 3.015 milljónir ICEX-15 1.555 -0,02% Mestu viðskiptin Landsbanki Íslands hf. 360.488.074 Kaupþing Búnaðarbanki hf. 133.102.770 Skeljungur hf. 114.733.208 Mesta hækkun Framtak Fjárfestingarbanki hf. 4,08% Íslenski hugbúnaðarsjóðurinn 3,90% Landsbanki Íslands hf. 3,88% Mesta lækkun Og fjarskipti hf. -2,57% Eimskipafélag Íslands hf. -1,60% Bakkavör Group hf. -1,44% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ: 9194,2 0,0% Nasdaq: 1660,0 1,0% FTSE: 4176,7 0,7% DAX: 3339,6 0,2% NK50: 1242,5 0,0% S&P: 978,6 0,1% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 6 12. ágúst 2003 ÞRIÐJUDAGURVeistusvarið? 1Æðsti maður sjávarútvegsmálaEvrópusambandsins flutti erindi í Háskóla Reykjavíkur. Hvað heitir hann? 2Formaður Landssambands smábáta-eigenda vill að forsætisráðherra grípi í taumana í línuívilnunarmálinu. Hvað heitir hann? 3Hverjir sigruðu í bikarkeppni Frjáls-íþróttasambands Íslands? Svörin eru á bls. 25 SJÁVARÚTVEGUR Franz Fischler, sem fer með sjávarútvegs- og land- búnaðarmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, segir sam- bandið og Íslendinga halda fram sömu sjónarmiðum varðandi frí- verslun með fisk og lækkun land- búnaðarstyrkja. Evrópusamband- ið og Íslendingar muni leggja áherslu á sömu þætti á fundi Al- þjóða viðskiptastofnunarinnar. Þetta var meðal þeirra mála sem Fischler og Árni Mathiesen sjáv- arútvegsráðherra ræddu á fundi sínum. Fischler segist hins vegar hafa orðið fyrir vonbrigðum með afstöðu Íslendinga varðandi kolmunnaveiðar. Ekki hefur náðst samkomulag meðal ríkja sem stunda veiðarn- ar og ákváðu ríkin og Evrópu- sambandið kvóta sína einhliða. Alþjóða hafrannsóknarráðið tel- ur kolmunnastofnin ofveiddan. Árni Mathiesen segist sannfærð- ur um að niðurstaða muni fást í málinu. Íslendingar og Evrópu- sambandið muni ná samkomulagi um kolmunnann, svo sem eins og náðst hafi í öðrum ágreinings- málum Íslendinga og Evrópu- sambandsins. ■ Lystarstol unglinga vaxandi vandamál Lystarstol er nú þriðja alvarlegasta heilbrigðisvandamál unglings- stúlkna í Ástralíu. Meðalaldur lystarstolssjúklinga er 12 ár en var 14 og 1/2 ár í fyrra. Dæmi eru um fjögurra ára lystarstolssjúklinga. SYDNEY, AP Sjúklegt lystarleysi eða lystarstol hefur hrjáð mjög ung börn, allt niður í átta ára gömul, að sögn ástralskra lækna. Þá er vitað um eitt tilfelli þar sem fjög- urra ára gamalt barn þjáðist af lystarstoli. Samkvæmt könnun sem samtök á s t r a l s k r a barnalækna létu gera hefur með- alaldur unglinga sem þjást af s j ú k d ó m n u m lækkað ört. Árið 2001 var meðal- aldurinn 14 og 1/2 ár en var í fyrra kominn niður í 12 ár. Samkvæmt könnuninni er börn- um frá velmegandi miðstéttarfjöl- skyldum hættast við átröskun. „Þetta eru fjölskyldur sem gera óhóflegar kröfur til sjálfra sín,“ segir prófessor Michael Cohen, einn þeirra sem gerðu könnunina. Hann segir að átröskun megi ekki einungis rekja til einhæfrar myndar sem fjölmiðlar drógu lengi vel upp af grannvöxnum konum, sífellt auknar kröfur dag- legs lífs bitni á báðum kynjum með þessum hætti. „Þeim finnst þau vera of feit og lýsa löngun til að líkjast fyrirsæt- um og leikurum,“ segir Sloane Madden, barnageðlæknir sem stjórnaði rannsókninni. Átröskun er nú þriðja alvarleg- asta heilbrigðisvandamál Ástralíu hjá stúlkum 18 ára og yngri og fylgir fast á hæla ofnæmis og asma. Átröskun er einnig ört vax- andi vandamál hjá unglingspiltum. Ein af hverjum 250 unglings- stúlkum yngri en 18 ára þjáist af átröskun og um það bil einn af hverjum 1.000 unglingspiltum. Sjúkdómurinn getur valdið varanlegu heilsutjóni ef hann leggst á unglinga á þessum aldri. Hætta er á ófrjósemi, beinþynn- ingu auk þess sem átröskun dreg- ur úr vexti og í verstu tilfellum dregur sjúkdómurinn unglingana til dauða. ■ Evrópusambandið: Hvalveiðar viðkvæmar HVALVEIÐAR Franz Fischler, sem fer með sjávarútvegsmál í fram- kvæmdastjórn ESB, segir ekkert launungarmál að hvalveiðar séu viðkvæmt mál meðal aðildarríkja Evrópusambandsins. „Evrópu- sambandið er sem slíkt ekki aðili að Alþjóða hvalveiðiráðinu.“ Varðandi vísindaveiðar Íslend- inga sagði Fischler ekki um neina opinbera afstöðu sambandsins að ræða. „Meginreglan er að við við- urkennum vísindaveiðar. Hvert og eitt ríki ESB er ábyrgt fyrir hvalastofnum. Eins og staðan er núna bönnum við hvalveiðar inn- an sambandsins.“ ■ ÁRNI MATHIESEN OG FRANZ FISCHLER Íslendingar og ESB eiga samleið gagnvart Alþjóða viðskiptastofnuninni. Ágreiningur er um veiðar á kolmunna. Neitar sök: Óhræddur við dauðann BALÍ, AP Meintur skipuleggjandi hryðjuverkaárásanna á Balí í október á síðasta ári hélt fram sakleysi sínu þegar hann mætti fyrir rétt í gær. Saksóknarar halda því fram að Imam Samudra hafi verið heilinn á bak við árás- irnar og ráðið og þjálfað aðra þátttakendur. Samudra, sem er 33 ára gamall indónesískur kaupmaður, lýsti því yfir fyrir rétti að hann hefði ekki átt aðild að árásunum. Hann sagð- ist þó ekki óttast það að verða dæmdur til dauða þar sem hann hefði ávallt lifað í samræmi við kenningar Islam og vilja Allah. ■ +13 +15 +17 +14 +13 +15 +16 +16 +15 Svæði þar sem búast má við talverðri vætu eru skyggð á kortinu. Minniháttar úrkoma er táknuð með dropum. Hitatölur sýna hæstu hitagild. HORFUR Á BJÖRTU VEÐRI Horfur dagsins eru býsna jákvæðar. Bjart í flestum landshlutum, síst þó á Suðaustur- landi. Vindurinn hreyfist vart víðast hvar auk þess sem horfur eru á mildu veðri. Ég hygg því að veðrið verði ekki til að ergja landann þennan daginn. Nú nálgast berjatínslutíminn og veðrið í dag er ekta fínt í slíkt þó ekki sé nema til að athuga sprettuna. Alltaf gaman í góðu veðri. Kaupmannahöfn 25°C skýjað London 30°C léttskýjað París 38°C skýjað Berlín 32°C heiðskírt Algarve 33°C heiðskírt Mallorca 29°C heiðskírt Torrevieja 32°C heiðskírt Krít 28°C heiðskírt Kýpur 29°C skýjað Róm 31°C þrumur og rign. New York 28°C alskýjað Miami 28°C þrumur og rign. Fimmtudagur Miðvikudagur +14 +14 +14 +13 +16 +14 +14 +13 +14 +14 +12 +15 Hægviðri Hægviðri Hægviðri Hæg breytileg átt Hæg breytileg átt um allt land. Þykknar upp síðdegis. Víða strekkingur, einkum á Austurlandi. Hægur vindur Hægviðri Hægviðri Hægviðri Hæg breytileg átt Hæg breytileg átt Hægur vindur MÁLSVÖRN Imam Samudra las málsvörn sína fyrir indónesíska dómara í réttarsalnum í Den- pasar á Balí. ÁTRÖSKUN Barnalæknar í Ástralíu hafa vaxandi áhyggjur af átröskun meðal ungra barna. Meðalald- ur lystarstolssjúklinga er nú kominn niður í 12 ár en dæmi eru um að fjögurra og átta ára gömul börn hafi þjáðst af lystarstoli. Verð á mann frá 19.500 kr. Óendanlegir möguleikar! Alltaf ód‡rast á netinu „Þeim finnst þau vera of feit og lýsa löngun til að líkjast fyrir- sætum og leikurum. MIKIL UMFERÐ Á FISKIDEGINUM MIKLA Lögreglan á Dalvík sagði að umferð hefði gengið að óskum í bænum en rúmlega 20 þúsund gestir sóttu Dalvík heim um helg- ina. Umferð gekk mjög hægt fyrir sig en flestir voru rólegir og tóku lífinu með ró. Dalvíkurlögreglan tók einnig þátt í að bjarga tveimur fjallgöngumönnum sem slösuðust í Svarfaðardal. Báðir voru fluttir með þyrlu á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og var annar þeirra út- skrifaður strax en hinn fór í að- gerð á ökkla sem tókst vel og er hann á batavegi. ■ ■ Lögreglufréttir Fundur Fischlers og sjávarútvegsráðherra: Kolmunninn er þrætuepli

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.