Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.08.2003, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 12.08.2003, Qupperneq 11
Samkvæmt umfjöllun í fjölmiðl-um síðustu mánuðina virðist Leikfélag Reykjavíkur eiga í mikl- um vanda og reynt hefur verið að telja almenningi trú um að sá vandi sé algjörlega og einungis innanhúss. Það er alrangt. Hið rúmlega hundrað ára Leikfé- lag Reykjavíkur hefur aðsetur í Borgarleikhúsinu og skilar af sér jafn metnaðarfullu og árangursríku starfi og álíka kompaní annars stað- ar í heiminum. Á landsvísu nægir að benda á að á síðasta leikári voru fjórar af þeim fimm sýningum sem tilnefndar voru sem besta sýning í Grímuverðlaununum á fjölum Borgarleikhússins. Glæsilegur list- rænn árangur samhliða því að áhorfendatölur fóru hækkandi, ís- lenskri leikritun var gert hátt undir höfði og íslensk sviðslist varð eftir- sótt útflutningsvara, svo ekki sé tal- að um met í fjölda viðburða í húsinu og allt innan fjárhagsramma. Menning kostar Hver er þá vandinn? Jú, menn- ing kostar. Það fjármagn sem borg- in leggur til leikhússins er ekki nægilegt. Þjóðleikhúsið (sem lendir hér í samanburðinum því þar fer fram mjög áþekk starfsemi) fær rúmlega tvöfalda upphæð til síns reksturs á við L.R. – og mætti þó við meiru. Sannleikurinn er að á árun- um 1992 til 2002 hækkaði framlag borgarinnar til leikhússins síns að- eins um 4% að raungildi á meðan launakostnaður hefur hækkað á sama tíma um 30% að raungildi. „Vá, eru leikarar þá svona mold- ríkir?“ kynni einhver að spyrja. Bara ef svo væri. Í janúar árið 2001 voru byrjunarlaun leikara í Borgar- leikhúsinu 106 þúsund krónur á mánuði en eru nú komin upp í 180 þúsund og það eftir fjögurra ára há- skólanám og inni í þessari tölu eru sýningar um kvöld og helgar ásamt æfingum á virkum dögum. Leikarar skammast sín fyrir að segja frá þessu en hér er það upplýst. Öllum ætti því að vera ljóst að þótt launa- kostnaður við leikhúsið hafi hækkað eru starfsmenn hússins ekki ofsæl- ir af launum sínum enda eru þessar hækkanir rétt í takt við almenna kaupmáttaraukningu í landinu. Fjárhagsvandi leikhússins birt- ist vissulega innan veggja hússins við Listabraut en hann ber að leysa í ráðhúsinu. Borgaryfirvöld verða að gera upp við sig hver metnaður þeirra er í menningarmálum. Er Borgarleikhúsið leikhús borgarinn- ar eða aðeins leikhús í borginni? Ef ráðamenn vilja yfirleitt kannast við krógann þá hætta þeir að heimta lausnir eins og uppsagnir og útleig- ur, það er fullreynt og lengra verður ekki komist, ólin hefur verið þrengd að innsta gati og núverandi stjórn- endur hússins hafa sýnt fulla ábyrgð í rekstri, fjárhagslega sem og listrænt. Boltinn er hjá borginni. Það er sama hversu margar lausnir stjórnmálamenn og dægurspeking- ar leggja fram, þær koma alltaf til með að kosta það sama og síðasta leikár því þar er einfaldlega botn- inn. Vandi Borgarleikhússins er vandi borgarinnar og ef stjórarnir við Tjörnina hafa metnað til að Reykjavík standi undir nafni sem höfuðborg brúa þeir í minnsta lagi þetta 26% bil sem upp á vantar milli rétt tæplega eðlilegs launaskriðs og fjárframlags til LR. ■ 11ÞRIÐJUDAGUR 12. ágúst 2003 Afgreiðslutími allra verslana Hörpu Sjafnar! Alla virka daga kl. 8–18 og laugardaga kl. 11–15. Helgarvakt í Skeifunni 4. Opið laugardaga kl. 11–18 og sunnudaga kl. 13–18. Skeifan 4 Reykjavík Sími 568 7878 Snorrabraut 56 Reykjavík Sími 561 6132 Stórhöfði 44 Reykjavík Sími 567 4400 Austursíða 2 Akureyri Sími 461 3100 Hafnargata 90 Keflavík Sími 421 4790 Dalshraun 13 Hafnarfirði Sími 544 4414 Austurvegur 69 Selfossi Sími 482 3767 Bæjarlind 6 Kópavogi Sími 544 4411 599kr. lítrinnm.v. 10 lítra dós 672kr . lítrinn 789 kr. lítrinn 399kr. lítrinn Stórafsláttur af útimálningu og viðarvörn SUMARTILBOÐ Hroki hvalveiði- manna Einar Steinþórsson skrifar: Ég hef sjaldan orðið vitni aðöðrum eins hroka og kom fram í Kastljósþætti sjónvarps- ins á sunnudagskvöld. Þar var rætt við Kristján Loftsson, forstjóra Hvals hf., sem gerði út hvalveiðiskipin sem nú liggja við Ægisgarð í Reykja- víkurhöfn, og Guðmund Gests- son, framkvæmdastjóra Hval- stöðvarinnar ehf., sem gerir út hvalaskoðunarskipið Hafsúluna. Kristján Loftsson gekk svo fram af mér að ekki verður orða bundist. Hann náði á 15 mínútum að tala niður til Flugleiða, Jóns Karls Ólafssonar, formanns Sam- taka ferðaþjónustunnar, Ás- björns Björgvinssonar, stofnanda og forsvarsmanns hins merka hvalasafns á Húsavík, allra fyrir- tækjanna sem eru búin að byggja upp þá grein innan ferðaþjónust- unnar sem örast hefur vaxið á undanförnum árum, eða hvala- skoðunina, og ekki nóg með það, heldur talaði hann niður til allrar ferðaþjónustunnar á Íslandi. Ekki var hægt að skilja hann öðruvísi en að íslensk ferðaþjón- usta væri einhvers konar auka- búgrein sem ekki skipti neinu máli og væri nánast haldið uppi af styrkjum hins opinbera. Kristján talaði af slíkri lítils- virðingu um þessa næststærstu atvinnugrein þjóðarinnar að það er með ólíkindum. Samtök ferða- þjónustunnar hafa lýst yfir áhyggjum af fyrirhuguðum „vís- indaveiðum“ og hvatt stjórnvöld til þess að fórna ekki meiri hags- munum fyrir minni. Ef illa fer getur hvalaskoðun lagst af, ferðamönnum fækkað og ímynd Íslands skaðast mikið. Hætta er á viðskiptabanni frá m.a. Bandaríkjunum og á því að mótmæli erlendis muni skaða okkar útflutning. Þetta eru atriði sem hægt er að deila um, en ekkert af þessu virðist skipta máli, því hrokinn er slíkur að Íslendingar skulu hefja hvalveiðar hvað sem það kostar. ■ ■ Bréf til blaðsins Umræða BERGUR ÞÓR INGÓLFSSON ■ skrifar um rekstrar- vanda Leikfélags Reykjavíkur. Leikhús borgarinnar...?

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.