Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.08.2003, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 12.08.2003, Qupperneq 14
14 12. ágúst 2003 ÞRIÐJUDAGUR KIM CLIJSTERS Kim Clijsters vann Lindsay Davenport í úrslitaleik JPMorgan Chase Open á sunnudag. Sigurinn færði henni efsta sæti styrkleikalistans í fyrsta sinn. Tennis hvað?hvar?hvenær? 9 10 11 12 13 14 15 ÁGÚST Þriðjudagur Barnsley í vanda: Fækkar í leik- mannahópnum FÓTBOLTI Guðjón Þórðarson, knatt- spyrnuþjálfari Barnsley, getur að- eins valið úr átján leikmönnum í kvöld þegar lið hans mætir Black- pool í deildarbikarnum. Barnsley má einungis hafa tuttugu leik- menn á skrá hjá sér en tveir þeirra eru meiddir. Barnsley byrjaði 2. deildina vel með því að leggja Colchester að velli með einu marki gegn engu á laugardag. „Ég var mjög sáttur við leikinn og sérstaklega sigurinn,“ sagði Guðjón þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Barnsley hefur átt í fjárhags- örðugleikum og óvíst var hvort liðið fengi leikheimild í ensku 2. deildinni. Heimildin fékkst þó að lokum með því skilyrði að í hópn- um yrðu ekki fleiri en tuttugu leikmenn. „Ég samdi við fjóra nýja leik- menn á föstudag og þeir voru allir í byrjunarliðinu,“ sagði Guðjón en vildi ekki gefa upp að svo stöddu hvort fleiri leikmenn bætist í hóp- inn. ■ Óviss um framhaldið FÓTBOLTI Stoke City mætir Eng- landsmeisturum Manchester United í vináttuleik á morgun á Britannia-vellinum. „Manchester United spilar venjulega við eitt- hvað af nágrannaliðunum sem síðasta undirbúning fyrir mót og mér skilst að meistararnir stilli upp sínu sterkasta liði,“ segir Pétur um leikinn. „Ef ég spila verður það væntanlega mitt hlut- verk að gæta Ruud Van Nistel- rooy.“ Pétur Marteinsson var óvænt í byrjunarliði Stoke á laugardag þegar liðið sigraði Derby 3:0. Pét- ur lék allan leikinn, fyrst sem aft- asti maður í þriggja manna vörn en skipti svo yfir í hægri bak- vörð. Hann þótti standa sig vel en segist ekki öruggur um sæti í byrjunarliðinu gegn United. „Ég reikna ekki með neinu. Ég hef áður staðið mig vel með liðinu þegar það sigraði en í næsta leik sat ég uppi í stúku. Ég er því al- veg hættur að spá í það hvort ég eigi einhvern möguleika í næsta leik eða ekki. Ég tek þessu bara eins og það kemur.“ Pétur segist ekki hafa neinar forsendur til að spá í framhaldið hjá sér né liðinu. „Þetta er bara einn leikur og við unnum 3:0 á sannfærandi hátt á útivelli á móti Derby. Þetta er langt tímabil og ýmislegt getur gerst. Þjálfarinn er búinn að taka inn sjö nýja leik- menn og mér skilst að hann ætli að taka inn tvo nýja í viðbót. Það er ómögulegt að segja til um hvernig þessi hópur mun stilla saman strengi sína,“ segir Pétur. „Hvað mig sjálfan varðar get ég eiginlega ekki sagt neitt. Ég mun áfram standa mína plikt og mæta á æfingar og reyna að vera tilbúinn þegar kallið kemur. Ég reikna alveg eins með því að vera dottinn út úr þessu fyrr en síðar. Þannig hefur það verið hingað til og ekki skipt nokkru máli hversu vel ég hef spilað eða hvernig liðinu hefur gengið. Ég hef ekki verið í neinu uppáhaldi þarna.“ obh@frettabladid.is BARNSLEY Barnsley sigraði í fyrsta deildarleik félagsins undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar. Pétur Marteinsson segist ekki reikna með að halda sæti sínu í byrjunarliði Stoke þrátt fyrir góðan leik gegn Derby á laugardag. Stoke leikur vináttuleik gegn Manchester United á morgun. LEIKIR STOKE Í ÁGÚST 9.8. Derby - Stoke 0:3 13.8. Stoke - Man. United Vináttuleikur 16.8. Stoke - Wimbledon 1. deild 19.8. Stoke - Rochdale 1. deild 23.8. Walsall - Stoke 1. deild 26.8. Stoke - Millwall 1. deild 30.8. Preston - Stoke 1. deild PÉTUR HAFLIÐI MARTEINSSON Pétur átti góðan leik í vörn Stoke þegar félagið vann Derby 3:0 á laugardag. STOKE CITY Stoke hóf nýtt keppnistímabil með góðum sigri gegn Derby. Á morgun leikur Stoke gegn Englandsmeisturum Manchester United á Britannia-vellinum. FÓTBOLTI Fyrri úrslitaleikir Inter- toto-bikarkeppninnar verða háðir í kvöld. Heerenveen leikur gegn Villarreal, félaginu sem FH keppti við í fyrra, Perugia leikur við Wolfsburg og Pasching gegn Schalke. Austurríska félagið Pasching hefur komið mjög á óvart í keppninni. Pasching lék í efstu deild í fyrsta sinn í fyrra og endaði í 5. sæti en það gaf félaginu þátttökurétt í Evrópukeppni í fyrsta skipti. Seinni úrslitaleikirnir fara fram eftir tvær vikur og fá sigur- vegararnir sæti í 1. umferð UEFA- bikarkeppninnar. ■ Intertoto-bikarkeppnin: Fyrri úrslita- leikirnir í kvöld PASCHING Austurríska liðið Pasching mætir Schalke frá Þýskalandi í Intertoto-keppninni í kvöld.  19.00 Sýn Trans World Sport. Íþróttir um allan heim.  21.30 Sýn US PGA Championship 2002. Upprifjun á US PGA meistaramótinu í fyrra.  22.35 Sýn Toppleikir. Sýnt frá leik Manchester United og Barcelona. ■ Fótbolti DESAILLY FRAMLENGIR Marcel Desailly hefur framlengt samn- ing sinn við Chelsea um eitt ár og er því samningsbundinn liðinu til 2005. Hinn 34 ára gamli franski varnarmaður hefur verið hjá Lundúnaliðinu í ein sex ár og hyggst ljúka ferli sínum þar. WENGER SÁ RAUTT Arsene Weng- er, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að Francis Jeffers hafi átt skilið að sjá rauða spjaldið þegar Arsenal og Manchester United áttust við um Samfélagsskjöld- inn. Rauða spjald Jeffers var það fimmtugasta sem leikmenn Arsenal fá að líta frá því Wenger tók við liðinu. Jeffers sparkaði í Phil Neville, leikmanna United, sem lá á jörðinni. FERGUSON Í VANDA Alex Fergu- son, knattspyrnustjóri Manchest- er United, á í miklum vand- ræðum með vörn liðsins fyrir fyrsta leik tímabilsins gegn Bolton. Bræðurnir Gary og Phil Neville eru báðir meiddir, sem og Quinton Fortune.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.