Fréttablaðið - 12.08.2003, Síða 16

Fréttablaðið - 12.08.2003, Síða 16
Mikilvægi símenntunar Margir hafa gert sér grein fyrir mikilvægi símenntunar og sífellt fl eiri sækja námskeið bæði til að styrkja stöðu sína og til að auka möguleika til betra starfs í kröfuhörðu samfélagi. NTV er eini einkarekni tölvuskólinn sem hlotið hefur viðurkenningu frá Menntamálaráðuneytinu og er allt lengra starfsnám skólans miðað við að vera metið til eininga fyrir stúdentspróf. 10.000 nemendur frá upphafi Frá því að NTV skólinn hóf starfsemi sína í byrjun árs 1997 hafa hátt í 10.000 manns sótt nám hjá skólunum. Skipta má námi hjá NTV upp í fjóra aðalfl okka sem sjá má á yfi rlitinu hér til hliðar. Starfsnám og sérhæft nám er yfi rleitt þannig skipulagt að nemendur geta valið um framhaldsnám hjá okkur til að styrkja stöðu sína enn frekar. Alþjóðleg prófmiðstöð Frá byrjun hefur mikil áhersla verið lögð á að prófa nemendur að loknum hverjum námshluta og þar sem það á við er stuðst við alþjóðleg próf en NTV var fyrsti skólinn sem gerði samning við alþjóðlega prófmiðstöð. Öll starfsemi á einum stað Nú í sumar hefur verið unnið í að innrétta fjórar kennslustofur til viðbótar að Hlíðasmára 9 í Kópavogi og er nú starfsemi skólans kominn á einn stað miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er NTV skóli á Selfossi. Mikil áhersla er lögð á góðan aðbúnað og notalegt umhverfi fyrir nemendur. Í þessu fréttablaði er að fi nna lýsingu á þeim námskeiðum sem eru í boði á haustönn. Nánari lýsingar má einnig fi nna á heimasíðu skólans:www.ntv.is Skráning á námskeiðin er nú í fullum gangi og er mögulegt að skrá sig beint á heimasíðu skólans eða með því að hringja í síma 544 4500. Framför Námsvísir NTV Hlíðasmára 9 - Kópavogi Sími 544 4500 www.ntv.is - skoli@ntv.is Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Jón V. Karlsson og Sigurður S. Pálsson Hönnun og umbrot: ntv Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Ljósmyndir: Bára ljósmyndari Forsíðumódel: Rakel - Ungfrú Ísland.is Förðun: Eygló Sif Halldórsdóttir StaðsetningStaðsetning NTV Opið hús 20 heppnir fá 25.000,- gjafabréf Laugardaginn 16. ágúst frá 13-17 verður opið hús í skólanum þar sem haldnar verða kynningar á þeim námskeiðum sem í boði eru. 20 heppnir gestir geta unnið 25 þúsund króna gjafabréf, samtals 500 þúsund. Kíktu í heimsókn og þú gætir verið á leið í spennandi nám! Til hamingju NTV! Við óskum ykkur hjartanlega til hamingju með þær fjórar nýju og glæsilegu kennslustofur sem þið eru að taka í notkun nú í haust. Þökkum ánægjulegt samstarf og vegni ykkur eins vel í framtíðinni og þau sjö ár sem þið hafi ð starfað við frábæran orðstír. Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi Sími 569 0100 - Fax 569 0105

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.