Fréttablaðið - 12.08.2003, Page 31

Fréttablaðið - 12.08.2003, Page 31
ÞRIÐJUDAGUR 12. ágúst 2003 19 Skrýtnafréttin Þær verða varla breskari el-ektrósveitirnar en Audio Bullys. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta svolítið ruddaleg tónlist og reykjarmökkurinn svífur yfir allri plötunni. Textarnir fjalla svo sumir um vonleysi atvinnu- leysis og brostna drauma. Það tók mig smá tíma að venjast þessu og platan pirraði mig heldur mikið í fyrstu en svo fór hún að vinna aðeins á við hverja hlustun. Þetta eru mestmegnis einfaldar forritanir og lögin ekkert sérstak- lega melódísk. Allt er lagt í það að hljóma sem svalast og gefa skít í flest allt sem getur talist siðmennt- að. Útsetningar minna um margt á Streets, en textar eru verri og öngl- ar laganna ekki nærri því eins beittir. Þar af leiðandi á þessi sveit líklegast ekki eftir að ná mikið lengra upp á yfirborðið en þessa blaðagrein, a.m.k. í þetta skiptið. Eftir að eyrun hafa vanist tónin- um er alveg hægt að hafa gaman af þessu á köflum en þetta skilur lítið sem ekkert eftir sig. Það bara vant- ar eitthvað upp á. Grúvin eru mörg fín og maður byrjar að heillast með en svo nær ekkert laganna al- mennilegu flugi. Kannski ættu fé- lagarnir bara frekar að leita sér að vinnu í staðinn fyrir að væla um gras og yfir atvinnuleysi sínu á plasti? Þá gætu hjólin farið að rúlla almennilega. Birgir Örn Steinarsson Umfjölluntónlist Bitlausir hljóðkúgarar Íraskur maður sem viðurkennirað hafa hnuplað rúmi fyrrum einræðisherrans Saddams Husseins segir að húsgagnið hafi bjargað ástarsambandi sínu. Kærasta hans varð svo uppnumin af uppátæki hans að hún lét undan þrýstingi hans um að giftast sér. Omar Heder braust inn í fimm hæða kastala Saddams Husseins daginn sem bandarískir hermenn réðust inn í Bagdad og hnuplaði rúminu, sem er úr mahónítré, dýn- unni og rúmfötunum. Heder er 35 ára og segir að kærastan hafi látið sig bíða eftir svörum um giftingu í ein 10 ár. Heder tók einnig marm- araborð, silkináttslopp, inniskó, nokkrar gylltar skápahurðir og vasa. Það tók hann fjórar klukku- stundir að ná rúminu af festingum sínum. „Þegar kærastan mín sá rúmið leit hún á það sem merki frá Guði um að við ættum að gifta okkur eftir allt saman,“ sagði Heder í blaðaviðtali. „Ég er mjög ham- ingjusamur. Örlögin hafa loksins verið góð við mig og rúm Saddams hefur hjálpað mér að verða betri maður.“ ■ RINGÓ Í STUÐI Ringó Starr, fyrrverandi trommari Bítlanna, var í góði stuði á tónleik- um sem haldnir voru á Soo Pass búgarðinum í Detroit í Bandaríkj- unum á dögunum. Hljómsveit hans, All Starr Band, hélt þar lokatónleika á sérstakri sveitatón- listarhátið sem þar var haldin. FÓLK Leikarinn Gregory Hines lést á laugardag í Los Angeles eftir bar- áttu við krabbamein. Hann þótti af- bragðs steppdansari og átti farsæl- an feril sem sviðsleikari á Broad- way auk þess að leika í kvikmynd- um. Þekktustu myndir hans eru lík- legast „White Nights“, „The Cotton Club“ og „Running Scared“. Hines var aðeins 57 ára gamall. Hines komst fyrst í sviðsljósið sem barn þegar hann steppdansaði ásamt bróður sínum Maurice. Þeir komu oft fram í sjónvarpi ásamt föður þeirra snemma á sjöunda áratuginum og ferðuðust á milli borga með atriðið „Hines, Hines and Dad“. Á áttunda áratuginum reis frægðarsól hans á Broadway þegar hann lék í söngleikjunum „Eubie!“, „Comin’ Uptown“ og „Sophisticated Ladies“. Hann var tilnefndur til Tony-verðlaunanna fyrir þá alla. Fljótlega fékk hann sitt fyrsta kvik- myndahlutverk en það var í mynd Mel Brooks, „History of the World, Part 1“, þar sem hann var ráðinn til þess að hlaupa í skarðið fyrir Ric- hard Pryor. Stærsta kvikmyndahlut- verk hans var á móti rússneska dansaranum Mikhail Baryshnikov árið 1985. Aðdáendur sjónvarps- þáttarins Will & Grace muna svo ef- laust eftir Hines í hlutverki skrif- stofustjórans Ben Doucette. ■ Rúm Saddams bjargaði ástarsambandi SADDAM Einræðisherrann átti margar eiginkonur. Kannski hefur hluti af kynorku hans smitast yfir á Omar Heder sem stal rúminu hans. Stjörnufall í Hollywood: Gregory Hines látinn GREGORY HINES Þótti einn efnilegasti steppdansari Hollywood. HLJÓMAR Halda tónleika í Bragganum á Hólmavík um næstu helgi. Tónlistarveisla á Hólmavík: Hljómar í Bragganum TÓNLIST Gömlu kempurnar í Hljóm- um og Ríó Tríói hafa aldeilis ekki sungið sitt síðasta þrátt fyrir fjöl- mörg ár í bransanum. Sveitirnar munu troða upp á tónleikum sem verða haldnir í Bragganum á Hólmavík um næstu helgi. Auk þeirra munu trúbadorinn Halli Reynis, KK og Magnús Ei- ríksson koma fram, að því er sagði á bb.is. Bragginn var reistur sem her- mannabraggi að Reykjum í Hrúta- firði í seinni heimstyrjöldinni. Árið 1946 var hann rifinn og fluttur til Hólmavíkur. Árið 1998 hófust end- urbætur á Bragganum og lauk þeim á síðasta ári. ■ JÓNSI Í SVÖRTUM FÖTUM Er gestaþátttakandi í Fear Factor FM 957 á Menningarnótt. Menningarnótt: Sveitaball í Hljómskála- garðinum TÓNLIST Frá kl. 16 á menningarnótt, eða menningardaginn í rauninni, geta aðdáendur Hreims í Landi og sonum og Jónsa Í svörtum fötum horft á þá spreyta sig í keppninni Fear Factor FM 957 í Hljómskála- garðinum, en útvarpsstöðin hefur verið á þeytingi um landið með þessa keppni í tengslum við Sumar- djamm FM 957. Ásamt þessu sprel- li verða nokkrar vinsælar hljóm- sveitir með hljóðkerfin í lagi í Hljómskálagarðinum. Þetta eru bönd eins og Land og synir og Skítamórall. Uppreisn sveitaballs- ins í Hljómskálagarðinum, hljómar nógu vel til að geta orðið ágæt skemmtun fyrir aðdáendur þessara hljómsveita. ■ AUDIO BULLYS: Ego War

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.