Fréttablaðið - 13.09.2003, Síða 1
íslenskur her út í hött
Haraldur Páll Sigurðsson:
▲
SÍÐA 18
Barðist í
Ródesíu
berst við shane mosley í kvöld
Oscar de la Hoya:
▲
SÍÐA 30
Hættir ef
hann tapar
og er afmælisbarn dagsins í dag
Andrea Gylfadóttir:
▲
SÍÐA 12
Varð fertug
í fyrra
lést í gærmorgun
Johnny Cash:
▲
SÍÐA 32
Kántríkóngurinn
allur
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500
Tónlist 34
Leikhús 34
Myndlist 34
Íþróttir 30
Sjónvarp 36
LAUGARDAGUR
GAF SIG FRAM
VIÐ LÖGREGLU
Kosta Seferi, al-
banskur flóttamað-
ur sem sótti um
hæli hér á landi
fyrir mánuði, gaf
sig fram við lög-
reglu síðdegis í
gær. Maðurinn
kom hingað með
fjölskyldu sinni, konu og tveimur börnum,
með Norrænu í júlí. Sjá síðu 2.
KAUPA DANSKT MATVÆLAFYR-
IRTÆKI Larsen Group, sem er félag í
eigu Sindra Sindrasonar, fyrrverandi for-
stjóra Pharmaco, Eiríks Sigurðssonar sem
átti 10-11 búðirnar og Sighvatar Bjarnason-
ar, fyrrverandi forstjóra Vinnslustöðvarinnar,
hefur fest kaup á danska matvæla- og sjáv-
arafurðafyrirtækinu Larsen. Sjá síðu 2.
LAUN SJÓMANNA LÆKKA Laun
sjómanna á tveimur togurum HB hafa lækk-
að um fjórðung frá áramótum. Verðlækkanir
og sterkari króna spila saman við úrskurð
um að skiptaverð fyrir hluta afla ráðist ekki
lengur af markaðsverði. Sjá síðu 4.
ÚTÚRSNÚNINGAR HJÁ RÁÐ-
HERRA Formaður Vélstjórafélags Íslands
segir það útúrsnúninga og vesaldóm hjá
samgönguráðherra að segja gagnrýni sína á
siglingastjóra ómálefnalega. Vill mæta
Sturlu opinberlega. Sjá síðu 8.
LANDSLEIKUR Í LAUGARDAL
Íslendingar leika gegn Pólverjum í dag í
undankeppni EM kvennalandsliða. Leik-
urinn verður á Laugardalsvelli og hefst
klukkan 16. Einnig verður lokaumferðin
leikin í 1. deild karla í knattspyrnu. Þá
ræðst hvort Víkingur eða Þór á Akureyri
fylgir Keflavík upp í Landsbankadeildina.
DAGURINN Í DAG
VEÐRIÐ Í DAG
ÁFRAM RIGNING Í borginni og sunn-
an til á landinu verður áfram rigning. Úr-
komuminna verður annars staðar. Vindur
skaplegur. Sjá síðu 6.
Innheimti 178
milljónir ólöglega
Reykjanesbær hefur innheimt 178 milljónir króna í ólöglegt fráveitugjald. Gjaldið er til upp-
byggingar á fráveitukerfi. Bæjarstjórinn segir erfitt að fá stöðugt mismunandi úrskurði í málinu.
STJÓRNSÝSLA Reykjanesbæ er
óheimilt að leggja á sérstakt frá-
veitugjald samkvæmt niðurstöðu
Úrskurðarnefndar um hollustu-
hætti og mengunarvarnir.
Hugsanlegt er
að Reykjanes-
bær þurfi að
e n d u r g r e i ð a
álagt fráveitu-
gjald fjögur ár
aftur í tímann.
Eldri greiðslur
eru fyrndar.
Endurgreiðslan
myndi nema um 120 milljónum
króna. Bærinn gæti til dæmis
brúað bilið með því að hækka hið
eiginlega og löglega holræsagjald.
Árni Sigfússon bæjarstjóri seg-
ir hins vegar óvíst hver viðbrögð
bæjarins verða. „Það er erfitt að
vera í því hlutverki að fá stöðugt
úrskurði sem stangast á. En við
munum að sjálfsögðu fara yfir
þetta og tryggja að hér sé farið að
lögum,“ segir bæjarstjórinn.
Sigurjón Kjartansson, íbúi í
Reykjanesbæ, kærði fráveitu-
gjaldið til úrskurðarnefndarinnar
í nóvember 2000. Nefndin taldi þá
að bænum væri heimilt að inn-
heimta gjaldið. Sigurjón leitaði til
Umboðsmanns Alþingis sem sagði
gjaldið ólöglegt. Sigurjón óskaði
þá eftir að úrskurðarnefndin tæki
málið fyrir aftur og hefur nefndin
nú úrskurðað að fráveitugjaldið
sé ólöglegt. Reykjanesbær hefur
frá árinu 1997 innheimt 6 þúsund
króna árlegt gjald af öllum fast-
eignum vegna kostnaðar við hönn-
un og byggingu útrása og dælu- og
hreinsistöðva. Sigurjón Kjartans-
son taldi gjaldið ekki vera þjón-
ustugjald heldur skattheimtu sem
Reykjanesbær hefði engar heim-
ildir fyrir. Bærinn ætti að nota
venjubundnar skatttekjur í upp-
byggingu skólphreinsunarkerfis-
ins.
Frá árinu 1997 hafa verið inn-
heimtar 178 milljónir króna í frá-
veitugjöld í Reykjanesbæ. Heild-
arframkvæmdum er ólokið. Um
síðustu mánaðarmót stóð kostnað-
urinn í 496 milljónum.
Reykjanesbær sagði gjaldið
mundu verða fellt niður þegar
stofnkostnaður væri að fullu
greiddur:
„Frá þeim tíma þegar rekstur
hefst er gert ráð fyrir að rekstrar-
kostnaður verði greiddur af álögðu
holræsagjaldi,“ sagði bærinn í
svari til úrskurðarnefndar.
Að sögn úrskurðarnefndar er
ákvæði í lögum um tekjustofna
sveitarfélaga skýrt hvað varðar
setningu gjaldskráa. Gjald megi
aldrei vera hærra en sem nemur
kostnaði við veitta þjónustu:
„Gjaldtaka af því tagi sem tengist í
engu veittri þjónustu fær því ekki
stoð í ákvæðinu.“
gar@frettabladid.is
AP
/M
YN
D
13. september 2003 – 220. tölublað – 3. árgangur
SYRGJA LINDH
Tár blikuðu á hvörmum þeirra þúsunda manna sem tóku þátt í friðargöngu sem haldin var í Stokkhólmi í gær í minningu Önnu Lindh,
utanríkisráðherra Svíþjóðar.
Stuðmenn í Danmörku:
Upptökur í
Tívolí
KAUPMANNAHÖFN Stuðmenn eru
komnir til Kaupmannahafnar þar
sem tekin verða upp atriði í nýja
kvikmynd, Í takt við tímann.
Eins og í Með allt á hreinu leik-
stýrir Ágúst Guðmundsson. Í gær
voru leikarar og leikstjóri að und-
irbúa tökur í Tívolíinu. Um 600
manns komu gagngert frá Íslandi
til Kaupmannahafnar til að mæta á
tónleika Stuðmanna í Tívolíinu. ■
„Gjaldtaka
sem tengist í
engu veittri
þjónustu fær
því ekki stoð.
SVÍÞJÓÐ, AP Þúsundir tóku þátt í frið-
argöngum sem haldnar voru í
Gautaborg og Stokkhólmi í gær til
minningar um Önnu Lindh, utanrík-
isráðherra Svíþjóðar, sem var myrt
í fyrradag.
Göran Persson forsætisráðherra
fór fyrir friðargöngu í Stokkhólmi
sem lauk með samkomu á Sergels-
torgi.
Þar þakkaði Persson viðstöddum
fyrir að hafa tekið afstöðu með lýð-
ræðinu gegn ofbeldinu og sagði að
með þáttöku í kosningum til Evruað-
ildar á sunnudag heiðruðu Svíar á
vissan hátt minningu Lindh.
Á samkomunni á Sergelstorgi
flutti Eva Dahlgren nokkur lög í
minningu Önnu Lindh. Samkomunni
var sjónvarpað beint um öll Norður-
löndin og víða um Evrópu.
Í fyrrakvöld komu rúmlega 1.000
manns saman í tveimur stærstu
kirkjum Svíþjóðar til að minnast
Önnu Lindh. Ráðherrar voru við-
staddir samkomurnar. Um gervalla
Svíþjóð voru í gærkvöld fyrirhugað-
ar bænastundir og friðarsamkomur
í minningu Önnu Lindh.
nánar bls.2
Fjölmenn friðarganga í Stokkhólmi í gær:
Þúsundir minntust Önnu Lindh
debenhams
S M Á R A L I N D
Herranærbuxur
og -sokkar
3 fyrir 2
gildir frá fimmtudegi til sunnudags.
Davíð Oddsson:
Hættir eftir eitt ár
Poppdrottningin Madonna gefur út
barnabók á mánudaginn.
Madonna:
▲
SÍÐA 19
Gefur út barnabók
▲
Davíð Oddsson lætur af embætti
forsætisráðherra eftir eitt ár. Hvað
einkennir Davíð og störf hans?
SÍÐUR 14 og 15
STUÐMENN MÆTTIR
Jakob Frímann Magnússon og Egill Ólafs-
son að freista inngöngu í Tívolí.