Fréttablaðið - 13.09.2003, Page 10

Fréttablaðið - 13.09.2003, Page 10
Þegar stjórnmálamaður deyrfær umræða um hlutverk og hlutskipti kjörinna fulltrúa gjarn- an á sig annan blæ en alla jafna. Árásir á stjórnmálamenn vekja spurningar um öryggi þeirra sem eru í eldlínunni. Morðið á utanrík- isráðherra Svíþjóð- ar, Önnu Lindh, kristallar hvort tveggja en vekur ekki síður spurn- ingar um hvort for- ystuhlutverk í stjórnmálum fari saman við dag- legt líf og hversdagslegar annir. Anna Lindh deildi kjörum með þjóð sinni ekki síður en Olof Palme. Lífsstíll þessara tveggja leið- toga jafnaðarmanna var tákn um hið opna og friðsama samfélag jafningja sem tekist hefur að skapa á Norðurlöndum. Allir sem sáu Önnu Lindh, eiginmann hennar og strákana tvo á röltinu niður Lauga- veginn í febrúar síðastliðnum geta vitnað um það. Á sama hátt setur sviplegt fráfall leiðtoganna stórt spurningarmerki við það hvort friðsældin og öryggið nái ekki lengur til áberandi einstaklinga. Glæsileg fyrirmynd Anna Lindh komst til meiri og skjótari frama en flestir af henn- ar kynslóð. Hún var glæsileg fyrirmynd um þátttöku kvenna í stjórnmálum. Í augum Íslend- ings vakti hún ekki síður athygli fyrir opna umræðu, heiðarleika og sjálfstraust þess sem á erindi með orðum sínum. Það er erfitt að verjast þeirri hugsun að skýr og skynsamleg utanríkisstefna með stuðningi þjóðarinnar hafi gert Önnu Lindh kleift að tala opið og af- dráttarlaust um helstu átakaefni heimsmálanna. Af því getum við Íslendingar lært. Anna Lindh var þó jafnframt umhverfisráðherrann sem setti mengandi stórfyrirtækjunum stólinn fyrir dyrnar. Í dag er hún sömu fyrirtækjum mestur harmdauði því hún skildi um leið hvaða skilyrði þau þyrftu til að þrífast. Heiðarleiki í stjórnmál- um felst ekki í að dansa eftir hvers manns pípu heldur hafa rökstudda afstöðu og sýna hags- munum skilning án þess að missa sjónar á erindi sínu. Myndin af henni úr síðustu sjónvarpsumræðunum á þó ekki síður erindi við íslenskan veru- leika. Öll áhersla á innihaldið, afslöppuð í klæðilegum galla- jakka. Hún var hluti af sænsku þjóðinni og talaði mál sem allir skildu. Stjórnmálamenn eiga ekki alltaf að virðast vera á leið- inni í sextugsafmæli, eins og úr öðrum heimi, með ygglibrún og ræða formsatriði frekar en flest annað. Blessuð sé minning Önnu Lindh. ■ Helgin 6. og 7. september: Á laugardag unnu Íslendingar ein- hvern stærsta sigur sinn í knatt- spyrnu og náðu markalausu jafn- tefli við Þjóðverja, og hefur stærri sigur ekki unnist síðan við náðum 1:1 jafntefli við Frakka. Hinn dag- farsprúði landsliðsþjálfari Þjóð- verja jós úr skálum reiði sinnar yfir þá sem hafa vogað sér að gagnrýna þýska landsliðið. Gagn- rýnendur létu sig þó ekki og var á þeim að skilja að Þjóðverjar hefðu ekki beðið annan eins ósigur síðan 1945. Grænfriðungar gerðu stjórn- völdum freistandi tilboð um að gangast fyrir stórkostlegri aukn- ingu á þjóðartekjum Íslendinga með því eina skilyrði að við hættum að veiða hvali, munu þá akrar verða sjálfsánir og landið viði vaxið milli fjalls og fjöru og smjör drjúpa af hverju strái. Aðfaranótt sunnudags var mannlíf rólegt í miðborginni. Ein- hverjum var vísað út af skemmti- stöðum og voru nokkrir sóttir þar sem dyraverðir voru með þá í tök- um. Ölvaður maður lamdi konu fyr- ir utan veitingastað. Þrír menn voru lamdir með stól en árásar- menn voru farnir þegar lögreglan kom á staðinn. Aðeins 15 manns voru grunaðir um ölvun við akstur og enginn alþingismaður. Mánudag 8. september kom enn einn Kínverjinn í heimsókn til Ís- lands, Lúó nokkur Gan sem sagðist vera yfirmaður löggæslumála í Kína. Davíð Oddsson kvaðst ekki hafa grænan grun um hvernig stæði á þessum brennandi áhuga kínverskra ráðamanna á Íslands- ferðum þrátt fyrir hvalveiðarnar. Lúó kom snyrtilega fyrir, nema hvað mönnum fannst undarlegur sá siður hans að yfirgefa veisluhöld með því að laumast jafnan út bak- dyramegin þegar hæst stóð í stöng- inni. Þriðjudaginn 9. hélt Lúó af landi brott með blessun yfirvalda þrátt fyrir að Ragnar Aðalsteinsson hefði lagt fram ósk um að hneppa hann í gæsluvarðhald til að skoða embættisferil hans nánar. Miðvikudaginn 10. september kom það fram í fréttum að Guð- bergi Bergssyni hefði ekki verið boðið á bókmenntahátíð sem „upp- gjafafólk í bókmenntum og undan- rennulið“ gekkst fyrir í bænum. Þar kom meðal annars fram að bókmenntir séu eins og lækur sem rennur út í haf. Undanrenna, ekki rjómi, sagði meistari Guðbergur. Fimmtudagurinn 11. september rann upp með tilheyrandi ógn og skelfingu. Að þessu sinni bárust hin válegu tíðindi frá Svíþjóð. Utanrík- isráðherrann myrtur og árás- armaðurinn ófundinn. Daginn eftir, 12. september, urðu einnig dapurleg tíðindi. Johnny Cash, sá mikli trúbador, fallinn í valinn og Simon og Garfunkel hafa ákveðið að taka saman að nýju. ■ 10 13. september 2003 LAUGARDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í gær var ég að hnýsast á inter-netinu í leit að leikriti sem ég hafði frétt af og heitir MUD. Það er eftir bandaríska konu, hún er reyndar fædd á Kúbu árið 1931 og heitir Maria Irene Fornes. Með því að slá leitarorðið „mud“ inn á leitarvélina Google fann ég fljótlega heilmikið af upplýsing- um um þetta leikrit. En eins og iðulega gerist þegar maður leitar að einhverju á internetinu, þá slæddist líka með ýmislegt sem ekkert kom leikritinu við en hafði að geyma orðið „mud“. Og þ.á.m. benti Google mér á síðu þar sem orðið „mud“ kæmi oft fyrir. Síðan bæri nafnið „carstuckgirls.com“. Bílafastarstelpur? Ég stóðst náttúrlega ekki mátið að athuga hvað í ósköpunum þarna væri á ferð. Stigið á pedalana Þetta reyndist vera fyrirtæki í Ameríku sem fæst við að taka upp og gefa út á geisladiskum og vídeóspólum stutt- myndir af ungum stúlkum sem hafa fest bílana sína í drullusvaði. Á síð- unni mátti sjá ljós- myndir og örstutta filmubúta af þeim herlegheitum sem fyrirtækið hefur á boðstólum. Og það var nú sitt af hverju. Tvær stoltar fyrirsætur, bæði Tina og Michelle, 18 og 24ja ára, skónúmer 35 og 38, voru greini- lega í aðalhlutverk- unum í öllum þess- um stuttmyndum og í hverri myndinni af annarri mátti sjá þær glíma við bíla sem fastir voru í drullu, leir, snjó, blautu grasi, sandi o.s.frv. Og fyr- irtækið tilkynnti stolt í bragði að bílarnir sem sátu fastir væru ekk- ert slor: BMW, stórir jeppar, Audi- glæsikerrur og þar fram eftir göt- unum. Jafnframt var sérstaklega aug- lýst að í myndum fyrirtækisins væri sýnt af óvenjulegri alúð hvernig þær Michelle og Tina stigju á pedalana til að reyna að knýja bílana sína upp úr drull- unni. Nærmyndir væru margar af þeim skemmtilegheitum og tekið fram að ýmist væru þær Michelle og Tina berfættar eða klæddar nælonsokkum, háhæluðum skóm eða einhverju öðru skótaui sem ég kunni ekki að greina á milli. Ekkert klám Ég hélt fyrst að þessar stutt- myndir hlytu að vera dulbúnar klámmyndir: bílarnir fastir í drullunni og þær Michelle og Tina ýmist drullugar upp fyrir haus að reyna að ýta eða pumpandi pedal- ana af krafti væru ekki annað en yfirvarp og forleikur fyrir eitt- hvað annað sem þær stúlkur myndu síðan taka sér fyrir hend- ur. Þá hefði varla verið neitt merkilegt við þetta. En mergurinn málsins var sá að þetta voru EKKI klámmyndir. Vissulega voru þarna greini- lega dálítið „pornógrafískir undir- tónar“, ef svo má að orði komast. Stúlkurnar voru í ansi stuttum pilsum og flegnum bolum. Og ein ljósmynd gaf til kynna að þær væru orðnar svo ergilegar yfir því að BMW-inn þeirra sæti fastur í drullunni að þær færu að slást í svaðinu. En ég sá engin merki þess að úr því yrði meira en svo- lítið tusk og hnoð. Síðan tóku þær aftur saman höndum við að reyna að losa bílinn sinn. Og meira „klám“ var ekki að finna í myndum fyrirtækisins. Með mynd af fyrirsætunni Michelle fylgdi líka „fyrsta spól- sagan mín“ eða „my first stuck story“. Sagan var löng og ítarleg en alveg saklaus og þar var lýst í gríðarlegum smáatriðum þeim merkilega atburði þegar Michelle var einu sinni að keyra heim vin- konu sína og þær festust í snjó- skafli. Svo var spólað og ýtt og þetta var allt afar spennandi, sagði Michelle. Að lokum tókst þeim stöllum að losna úr skaflin- um og voru mjög fegnar að kom- ast hvor heim til sín en þá var líka sagan búin. Spólandi hjóli Kannski er ég bara svona vit- laus en mér fannst þetta alveg gapandi merkilegt! Vissulega hef- ur mig oft grunað að ýmsir þeir sem bruna á fjöll og uppá hálend- ið hér á Íslandi, helst í hinum verstu veðrum, fái í raun og veru mest út úr því að festa bílana og fá að spóla sem allra mest. En að úti í heimi væri heill iðnaður ris- inn upp í kringum þá „alsælu“ sem karlmenn (væntanlega ein- göngu) gætu fengið út úr því að sitja fyrir framan sjónvarp og horfa á nærmyndir af bílum föst- um í drullu, spólandi hjólum og hamast á pedölum – það hafði ég ekki haft hugmyndaflug til að láta mér detta í hug. Það kom nefni- lega fram á síðunni að „carstuck- girls“ væri hreint ekki eina fyrir- tækið í þessum bransa, þótt það teldi sig að sjálfsögðu bjóða upp á bestu og æsilegu spólmyndirnar. Eða ímyndið ykkur stúlkuna sem kemur heim og segir glaðlega við foreldra sína: „Pabbi, mamma, ég er búin að fá frábæra vinnu við að leika í myndum um bíla fasta í drullusvaði.“ „Jæja, góða. En gaman. Mikið erum við stolt af þér, Tina mín.“ ■ Hvernig ég gat hætt að reykja! Ólafur Þór Eiríksson skrifar: ■ Bréf til blaðsins Morðið á Önnu Lindh Undanrenna – ekki rjómi ILLUGI JÖKULSSON ■ rakst á sérkennilega heimasíðu þegar hann vafraði um á Netinu. Um daginnog veginn DAGUR B. EGGERTSSON ■ skrifar um morðið á utanríkisráð- herra Svíþjóðar. Skoðundagsins Bílafastar stelpur ■ Þetta reyndist vera fyrirtæki í Ameríku sem fæst við að taka upp og gefa út á geisladiskum og vídeóspólum stuttmyndir af ungum stúlkum sem hafa fest bílana sína í drullusvaði. Á síðunni mátti sjá ljósmyndir og örstutta filmubúta af þeim herleg- heitum sem fyr- irtækið hefur á boðstólum. ■ Anna Lindh var hluti af sænsku þjóðinni og tal- aði mál sem allir skildu. Áramótin nálguðust eins og óðfluga, ég hafði náð fertugs- aldri á árinu og hafði reykt pípu og vindla frá 17 ára aldri. Í raun hafði mér aldrei líkað ógeðfellt eitursogið, nema þá aðeins fyrst á morgn- ana en það var aðeins til að fullnægja upp- safnaðri nikótínþörf- inni. Allan þennan tíma hafði ég a.m.k. tvisvar árlega barist við heiftar- lega kvefsýki 2-3 vikur hverju sinni, en þann tíma gat ég ómögu- lega reykt vegna þrálátra hós- takasta. Ótal sinnum reyndi ég að nota tækifærið til að hætta þess- um ósið, en ætíð orðið að lúta í lægra fyrir eiturþörfinni. En áramótin nálguðust og ég hafði verið meira og minna þjak- aður af kvefi og hita öll jólin, og í þetta skipti hafði ég fengið enn eina skothelda hugmynd sem átti að auðvelda mér að hætta. Ég kasta öllum pípum mínum enn og aftur út í hafsauga heiðarinnar fyrir ofan Keflavík, en fæ mér vindlapakka í staðinn. Hét mér því að í hvert sinn er mig langaði í reyk skyldi ég fá mér einn góð- an en láta vindlaglóðina slokkna þess á milli. Tuggði extra gúmmí í gríð og erg til að hafa eitthvað fyrir stafni. Kosturinn við þessa aðferð er vitanlega sá að vindill- inn verður sífellt verri. Ég lét mér nægja einn vindil á dag. Á tíunda degi þóttu mér reyk- ingar þvílíkur viðbjóður að enn í dag á mínu 48. ári þykja mér reykingar enn með öllu óþolandi og ógeðslegur ósiður. En mesti kosturinn er e.t.v. að mér verður aldrei misdægurt (7-9-13). Von- andi getur einhver nýtt sér þessa aðferð. ■ Eitt eilífðarsmáblóm ÞRÁINN BERTELSSON ■ hraðspólar fréttir vikunnar. ANNA LINDH Sviplegt fráfall Önnu Lindh og Olofs Palmes setur stórt spurningarmerki um hvort friðsældin og öryggið nái ekki lengur til áberandi einstaklinga.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.