Fréttablaðið - 13.09.2003, Page 11
11LAUGARDAGUR 13. september 2003
Ég held að flestir þeir Íslending-ar sem einhvern tímann spyrji
útlending hvað hann viti um land
okkar og þjóð fái svipuð svör. Jú,
þeir hafa kannski einhvern tímann
heyrt að hér eigi
allt að vera hreint
og ferskt. Ef þeir
hafa horft á
Sopranos eða séð
auglýsingar Flug-
leiða vita þeir að
hér er allt morandi í
fallegu kvenfólki.
Einhverjir kannast
við það að Ísland sé
náttúruperla og að
það sé fínt að baða
sig í Bláa Lóninu.
Nokkrir þekkja Eið
Smára eða Völu
Flosa.
Allir muna að
telja upp Björk,
margir Sigur Rós, nokkrir jafnvel
múm, Quarashi, Apparat Organ
Quartett, Mezzoforte eða Gusgus.
Það verður þó örugglega hægt að
telja upp á fingrum annarrar hand-
ar hversu margir tala um íslenska
rithöfunda.
En við erum bókmenntaþjóð og
höfum verið stolt sem slík frá því
að Laxness fékk Nóbelinn. Það
þykir fínt að lesa og þeir sem ráða
vita að smæð bókmenntamarkað-
arins hér á landi kallar á það að ís-
lenskir rithöfundar fái hjálp. Þetta
sýnir sig best á því að við höldum
uppi um 50 manns á rithöfunda-
launum ár hvert, sem eru hátt upp
í 200 þúsund krónur á mánuði, al-
gjörlega óháð því hversu mörg ein-
tök þeir selja af bókum sínum.
Ekki er nóg með það að við
höldum rithöfundum uppi heldur
sér stjórnin líka ástæða til þess að
taka minni skatt af hugverkum
þeirra en af hugverkum tónlistar-
manna. Það sýnir sig best í því að
virðisaukaskattur á bókum og
blöðum er 14%. Þar skiptir engu
hvort innihald blaðsins fjallar um
tölvur, bókmenntir, klám eða hús-
dýrahald.
Lækkun virðisaukaskatts
Samningskjör rithöfunda við
útgefendur sína tryggja þeim svo
ágætis tekjur, selji þeir t.d. yfir
1.500 eintök, og borgað er út frá
fyrsta selda eintaki.
Þetta er ekki svona í tónlistar-
heiminum. Þar eru samningar við
útgefendur oft ósanngjarnir og
listamenn hér þurfa helst að selja
yfir 3.000 plötur til þess að fá loks-
ins sín 15-30% af hverju seldu ein-
taki, en aðeins eftir að búið er að
borga allan brúsann.
Hér fá tónlistarmenn ekki lista-
mannalaun nema að vera úr klass-
íska geiranum. Engin höfundar-
laun frá ríkinu og litla sem enga
aðstoð. Ríkisstjórnin getur svo
aldrei ákveðið sig hvort tónlist eigi
að vera undir iðnaðarráðaneytinu
eða menntamálaráðaneytinu. Þess
vegna reynist tónlistarmönnum oft
erfitt að fá styrki. Samt hafa tæki-
færin aldrei verið fleiri.
Eina hrósið fær Reykjavíkur-
borg fyrir að taka þátt í því að
setja Reykjavík Loftbrú á laggirn-
ar og styðja við bakið á Iceland
Airwaves hátíðinni.
Tónlistarmenn þurfa svo að
horfa upp á það að fólk skiptist á
hugverkum þeirra frítt á Netinu
og plötusala minnki í kjölfarið.
Skiljanlega, þegar diskaverð hér
er með því hæsta sem þekkist í
heiminum. Það auðveldar svo ekki
róðurinn að virðisaukaskattur á
geisladiskum er 24,5% af hverju
eintaki. Netvæðingin ógnar bók-
menntaheiminum ekki eins mikið.
Skattinn þyrfti auðvitað að lækka
strax, eigi tónlistarmenn að eiga
sér viðreisnar von. Allt þetta bitn-
ar á endanum verst á tónlistar-
manninum sjálfum þar sem útgef-
endurnir hafa yfirleitt tryggt sína
hagsmuni.
Tónlist nær lengra
Ég spyr, hvort á betri mögu-
leika að bera hróður landsins sem
lengst, sökkva sem dýpst inn í fólk
hinum megin við hafið og skila
betri tekjum í ríkiskassann, Gyrð-
ir Elíasson eða Sigur Rós? Já, eða
Jóhanna Guðrún, sem var að gera
einn stærsta samning sem íslensk-
ur listamaður hefur gert? Ætli hún
byrji ekki fljótlega að borga skatta
annars staðar eins og Björk gerði
vegna skilningsleysis hér?
Kæru stjórnmálamenn, hvað
þurfum við að gera til þess að þið
heyrið í okkur? Ég hvet hér með
sem flesta tónlistarmenn að sækja
um listamannalaun og ef þeir sem
ráða heyra það hjálparkall ekki, þá
mætum við í Alþingishúsið um
miðjan dag með græjurnar okkar
og stingum í samband! ■
Tón-lystarleysi stjórnvalda
■
Allir muna að
telja upp Björk,
margir Sigur
Rós, nokkrir
jafnvel múm,
Quarashi,
Apparat Organ
Quartet,
Mezzoforte eða
Gusgus. Það
verður þó ör-
ugglega hægt
að telja upp á
fingrum annar-
ar handar
hversu margir
tala um ís-
lenska rithöf-
unda.
Umræðan
BIRGIR ÖRN
STEINARSSON
■ tónlistar- og blaða-
maður skrifar um
stuðningsleysi stjórn-
valda við tónlistar-
menn.
SIGUR RÓS
Betri landkynningu er ekki hægt að búa til á auglýsingastofum. Miðað við blómlega tón-
listarsenu hér á landi er það næsta víst að fleiri muni fylgja í kjölfarið.