Fréttablaðið - 13.09.2003, Page 31

Fréttablaðið - 13.09.2003, Page 31
Kántríkóngurinn Johnny Casher fallinn. Hann lést á spítala í Nashville eftir að hafa verið rúmliggjandi vegna magakveisu. Hann var svo útskrifaður á fimmtudag en lést í gær. Cash var sykursjúkur og með taugaveiki auk þess að hafa verið með króníska lungnabólgu síðustu ár. Talið er að lungun hafi loks gefið sig. Hann náði 71 árs aldri. Eigin- kona hans, June Carter Cash, lést 15. maí síðastliðinn. Cash hafði verið mjög heilsulítill síðustu ár. Tónlistarferill Cash spannaði sex áratugi. Hann var þekktur fyrir útlagaímynd sína, djúpa en brothætta baritónrödd sína, að klæðast ávallt svörtu og að halda tónleika í fangelsum. Síðustu árin gaf Cash út plötur undir merkjum Americanútgáf- unnar sem eru í hópi hans bestu. Þar tók hann ýmist sín eigin lög eða annarra og gerði mikið af því að flytja lög yngri tónlistarmanna á borð við Bonnie Prince Billy, U2, Depeche Mode, Nick Cave og Nine Inch Nails. Cash fæddist í Kingsland í Arkansas 26. febrúar 1932. Hann var byrjaður að semja lög tólf ára gamall en lærði ekki á gítarinn fyrr en hann var í bandaríska flug- hernum á tímum Kóreustríðsins. Cash giftist Vivian Leberto og kom sér fyrir í Memphis. Hann klúðraði fyrstu prufu sinni hjá Sun Records-útgáfunni vegna þess að þeim fannst lög hans of niðurdrepandi. Hann fékk þó ann- að tækifæri, lék hressari lög og fékk útgáfusamning. Cash lenti þó fljótlega upp á kant útgefandann og varð það til þess að hann færði sig um set. Cash þoldi sviðsljósið illa og varð háður amfetamíni. Árið 1963 yfirgaf hann konu og börn og fluttist til New York. Það var að hluta til gert eftir að hann lenti upp á kant við lögin fyrir að hrinda af stað skógareldum. Í stórborginni kynntist hann June Carter, sem var þá eiginkona eins drykkjufélaga hans. Hún aðstoði hann við að setja saman lagið „Ring of Fire“ sem varð hans stærsti smellur frá upphafi. Tveimur árum síðar var Cash handtekinn fyrir að reyna að smygla amfetamíni yfir landa- mærin frá Mexikó. Hann fluttist aftur til Nashville þar sem vinskapur hans og June Carter þróaðist í ástarsamband. Hún hjálpaði honum að yfirstíga fíknina og beindi honum í átt trú- arinnar. Þau giftu sig árið 1968 eftir að Cash bað hennar á sam- eiginlegum tónleikum þeirra. biggi@frettabladid.is 32 13. september 2003 SUNNUDAGUR ■ Tónlist Pondus eftir Frode Øverli Andlát JOHNNY CASH ■ kántríkóngurinn er látinn. Hann lést í Nashville en tónlistarferill hans náði yfir 6 áratugi. Hallærisleg- ur í fyrstu Þetta er mikill missir,“ segirBjörgvin Halldórsson um frá- hvarf Johnny Cash. „Að vísu mátti búast við þessu. Hann er búinn að vera veikur lengi. Aðrir segja að hann hafi dáið úr ástarsorg vegna konu sinnar.“ B j ö r g v i n kynntist fyrst tónlist Cash í gegnum kana- útvarpið sem krakki og viður- kennir að hafa fundist hann frekar hallæris- legur í fyrstu. „Hann var ekki mjög heitur þá en svo óx hann í áliti og varð lifandi goðsögn. Ég á nokkrar eldri plötur og það eru mörg ótrúlega flott lög sem kallinn samdi. Ég myndi svo segja að þær væru mjög sérstakar þessar nýjustu plötur sem hann gerði fyrir American-útgáfuna. Ég veit ekki hvort þær eru endilega þær bestu. Maður er bara eins góð- ur og síðasta platan.“ Ef það er rétt verður Cash minnst á góðan hátt því síðasta plata hans átti miklum vinsældum að fagna. Líka á meðal yngri kyn- slóða, sem kunnu vel að meta út- gáfu hans á Nine Inch Nails laginu „Hurt“. ■ Erlenda slúðurpressan er ennað skrifa um blautan koss Britney Spears og Madonnu. Nú segir Britney að mamma sín hafi ekki orðið fúl yfir kossinum en bara út af því að þetta var Madonna. Ef þetta hefði verið einhver önnur stelpa hefði henni ekki verið sama. Nú keppast slúðurblöðin umþað að giska á ástæður þess að Jennifer Lopez og Ben Affleck ákváðu að fresta brúðkaupi sínu. Eitt blaðið segir að Lopez hafi hætt við eftir að hafa eytt tveim- ur klukkustundum hjá vúdú-spá- manni. Sá spáir fyrir fólki með fornri hefð sem heitir Santeria en dýrafórnir eru á meðal aðferða sem notaðar eru til þess að af- hjúpa leyndardóma framtíðarinnar. Lopez er víst reglulegur gestur hjá honum og læt- ur hann hafa áhrif á örlög sín. Ekki er vitað hvað spámaður- inn sagði við Lopez en lík- lega er Af- fleck ekki sáttur. John Ritter látinn FÓLK Leikarinn John Ritter, sem komst fyrst í sviðsljósið á átt- unda áratugnum með leik sinn í sjónvarpsþáttun- um „Three’s Company“, er látinn. Hann hneig skyndilega niður á fimmtu- dag í miðjum tök- um á þættinum „8 Simple Rules for Dating My Teenage Daughter“. Hann var fluttur á spítala þar sem hann lést. Krufning leiddi í ljós að andlátið var vegna hjartagalla. Hann var 54 ára gamall. John var sonur kvikmyndastjörnunnar og söngvarans Tex Ritter. Hann lék í fjölda kvikmynda eftir að fram- leiðslu á „Three’s Company“ var hætt árið 1984 en náði aldrei flugi í kvikmyndaleik. ■ JOHN RITTER Leikarinn úr Three’s Company er látinn. Fréttiraf fólki BJÖRGVIN HALLDÓRSSON Þótti Johnny Cash góður. JOHNNY CASH Maðurinn í svörtu er fallinn. Hann hafði verið mjög heilsulítill síðustu ár og oft verið lagður inn á spítala. Johnny Cash látinn Þú labbar svo skringilega, Pondus! HALTU KJAFTI! Popptextinn JOHNNY CASH My daddy left home when Iwas three, and he didn’t leave much to ma and me. Just this old guitar and an empty bottle of booze. Now, I don’t blame him cause he run and hid, but the meanest thing that he ever did. Was before he left, he went and named me „Sue“. -Johnny Cash byrjar á dramatískri sögu sem fjallar um hefnd sonar á föður sínum í laginu „A Boy Named Sue“. Glæsilegir ítalskir leðurhornsófar Sprengitilboð 70.000,- kr. afsláttur Model IS 26. Hornsófi 2 sæti+horn+2 sæti Verð áður 239.000,- stgr. Sprengitilboð aðeins 169.000,- Opið virka daga 10-18 og laugardaga 11-16 gæða húsgögn Bæjarhrauni 12, Hf., sími 565-1234

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.