Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.09.2003, Qupperneq 39

Fréttablaðið - 13.09.2003, Qupperneq 39
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar EIRÍKS JÓNSSONAR Sæt og góð www.IKEA.is Hitti hana fyrst fyrir austan ogféll kylliflatur. Hafði verið að skoða bæjarstæði fyrir væntanlegt álver í Reyðarfirði þegar hún varð á vegi mínum. Aldrei séð neitt sætara. Útlínurnar mjúkar, ávalar en um leið kúptar á einhvern ómótstæðilegan hátt. Allt að því eggjandi. Stóðst ekki mátið; féll í freistni – sleppti fram af mér beislinu. Gleymi því seint þegar varir mínar snertu hana fyrst. Hún rann mótstöðulítið inn um hálfluktan munninn. Reynslan ný. Tilfinningin góð. Við urðum eitt á staðnum. Gat ekki hætt fyrr en öllu var lokið. Austfirska skyrtertan horfin af disk- inum og eftir sat ég reynslunni rík- ari með bros á vör. Skyrtertu sem þessa hafði ég aldrei séð áður né smakkað. Bragðið þó kunnuglegt því botninn saman- stóð af muldu Homeblest-kexi sem er gott báðum megin. Það sama gilti um skyrtertuna. Ofan á kexið var svo sett skyr, síðan kirsuberjasósa og loks þeyttur rjómi til að kóróna verkið. Uppskrift þessi hafði verið kennd á vetrarnámskeiðum á Aust- fjörðum í fyrra og tertan fyrir bragðið til á öllum bæjum. Kostur þótti að ekki þurfti að setja hana í ofn. Saknaði hennar eftir að ég kom aftur í bæinn. Fór því að reyna fyrir mér sjálfur með kexi og krukku- sultu. Eftir nokkrar tilraunir fékk ég leið á Homeblest-bragðinu sem er eins báðum megin. Rakst þá á gam- alkunnugt kex í Bónus sem heitir Sorte-Marie. Það er léttara í sér en Homeblest og auk þess betra öðru megin. Skipti kirsuberjasultunni út fyrir blöndu af krömdum rabarbara og eplamauki. Lét skyrið halda sér og bætti aðeins í rjómann. Og viti menn. Féll aftur kylliflat- ur. Þar sem áður voru hrein sætindi var nú fylling sem framkallaði fíkn. Línurnar héldu sér en bragðið var betra. Er að hugsa um að ferðast um Austfirði næsta vetur með námskeið um nýju skyrtertuna. Gæti náð í fimm hundruð konur frá Vopnafirði til Hafnar í Hornafirði. Tvö kvöld á 3.000 krónur per haus. Samtals ein og hálf milljón í vasann. Því pening- arnir eru eins og Homeblest: Góðir báðum megin. Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 | www.ikea.is IKEA PS KLYFTIG hjólaborð 2.450,- IKEA PS MYSTISK rauður veggskápur 990,- IKEA PS URSTARK klukka með krítartöflu 1.490,- TASSA mjúkdýr blátt 490,- SET taska sandlituð 990,- Finndu fimm villur... ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 22 01 4 09 .2 00 3 © In te r IK EA S ys te m s B. V. 2 00 3 Við notum eingöngu Philips hágæða perur sem gefa besta árangur Grensásveg i 7 108 Reykjavík Sími : 533 3350 - www.smar tsol . is i i ili

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.