Fréttablaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 9
Þegar Björgólfur Guðmundssongengur frá núverandi höfuð- stöðvum sínum, Landsbankanum við Austurstræti, yfir Hafnar- stræti og inn í húsið númer tvö við Pósthússtræti fylgir sagan honum í margvíslegum skilningi: Íslands- sagan, viðskiptasagan, ævisagan. Hann hefur eignast félag, sem er ein helsta táknmynd sjálfstæðis- baráttu Íslendinga á tuttugustu öld; náð völdum í fyrirtæki, sem í næstum hundrað ár hefur haft lykilstöðu til sóknar og varnar í ís- lensku viðskiptalífi; skipað sér í öndvegi í viðhafnarstofu íslenskr- ar kaupsýslustéttar. Er engum blöðum um það að fletta að eftir að „flókin eigna- tengsl“ hafa verið rofin blasa við margvísleg ný tækifæri fyrir hugmyndaríka og framtakssama athafnamenn í liði hans til arð- sköpunar og hag- ræðingar með k e ð j u v e r k a n d i áhrifum um allt at- vinnulífið. Það þarf hins vegar ekki mikla mannþekk- ingu til að ímynda sér, að hinum nýja eiganda Eimskipa- félagsins hljóti á þessum tímamót- um persónulega að vera tvennt öðru fremur ofarlega í huga: minningar tengdar hinni hörðu samkeppni Hafskips og Eimskipafélagsins á áttunda og níunda áratugnum og saga fjölskyldutengslanna við „Óskabarn þjóðarinnar“. Þjóðþrifafyrirtæki illa við sam- keppni Eimskipafélagið var í öndverðu stofnað sem þjóðþrifafyrirtæki með þátttöku um fimmtán þúsund Íslendinga, þar af um tólf hundruð í landnemabyggðunum vestan- hafs. Tilgangur félagsins var að gera þjóðinni gagn með því að koma flutningum til og frá landinu í hendur landsmanna sjálfra. Þótt Eimskip væri hlutafélag að form- inu var því í upphafi ekki ætlað að skapa eigendum sínum sérstakan fjárhagslegan ágóða. Segja má að þetta hafi í senn verið styrkleiki og veikleiki félagsins. Styrkurinn fólst í hinni breiðu samstöðu um að leggja fé í fyrir- tækið, skipta við það og styðja þegar á móti blés. Án þessa stuðn- ings hefði félagið aldrei komist á legg og vafamál hvort það hefði náð að rétta við á tímum fjár- hagskreppu og harðrar erlendrar samkeppni á árunum fyrir síðari heimstyrjöld. Annmarkinn var sá að til fé- lagsins voru snemma gerðar kröf- ur um þjónustu og verðlagningu sem erfitt var að uppfylla og voru oftar en ekki ósamrýmanlegar eðlilegum rekstri fyrirtækis. Versta afleiðingin varð sú að fé- lagið hlaut við þessi skilyrði að líta á alla samkeppni sem fjandskap og tilræði við sig; beitti það þess vegna jafnt stjórnmálasambönd- um sem „flóknum eignatengslum“ til að bregða fæti fyrir hana. Hafskip siglir seglum þöndum Fyrir aldarfjórðungi fór Björgólfur Guðmundsson fyrir hópi öflugra og fjársterkra at- hafnamanna, sem gerðu tilraun til að keppa við Eimskip á öllum svið- um skipaflutninga með því að end- urreisa fyrirtækið Hafskip. Hafði Eimskip þá átt við verulegan mót- blástur að stríða um nokkurt skeið, ekki síst í opinberum umræðum. Þetta tókst ekki sem alkunna er þótt siglt væri seglum þöndum um tíma og eru á því margar skýringar, m.a. sú að um þær mundir urðu grundvallarbreytingar á markmið- um og vinnubrögðum Eimskipafé- lagsins með nýjum stjórnendum: Herði Sigurgestssyni, Halldóri H. Jónssyni og síðar Indriða Pálssyni og samverkamönnum þeirra. Er sennilegt að minningar um þetta stríð, sem stundum var óvægið, heitt og kalt til skiptis, séu ofarlega í huga Björgólfs Guðmundssonar og félaga hans í Hafskipi nú þegar þeir hafa fengið lyklavöldin í Eim- skipafélaginu. Niðurstaðan er óneitanlega uppreisn, líklega hin mesta í íslenskri viðskiptasögu fyrr og síðar. Hugsað til upphafsins? Ekki er ólíklegt að Björgólfi Guðmundssyni og fjölskyldu verði nú á góðri stund einnig hugsað til upphafs Eimskipafé- lagsins. Thor Jensen, sá nafn- kunni athafnamaður, afi Þóru Hallgrímsdóttur, eiginkonu Björgólfs, var einn helsti for- göngumaðurinn að stofnun Eim- skipafélagsins árið 1914, meðal allra stærstu hluthafa og hafði af- salað sér félagsmerki fjölskyldu- fyrirtækisins Kveldúlfs, Þórs- hamrinum, svo Eimskipafélagið mætti njóta þess. Áttu flestir von á því að hann yrði fyrsti formaður félagsins en fyrir atburðarás, sem Thor kenndi sjálfur við undirróð- ur og Danahatur (hann átti dan- skra foreldra)–- en kannski er nær að kenna við rótgróinn smá- sálarhátt okkar Íslendinga – náði hann ekki einu sinni kjöri í stjórn- ina. Þetta urðu honum sár von- brigði; greri aldrei um heilt milli hans og Eimskipafélagsins. Varð þó tengdasonur hans, Guðmundur Vilhjálmsson, forstjóri félagsins 1930 og fram til 1962 og synir hans og sonarsynir sátu í stjórn- inni áratugum saman. Siglingin heldur áfram Eimskipafélagið var stofnað sem alþjóðarfélag, félag allra landsmanna eða þjóðarfyrirtæki, þótt aldrei yrði það þjóðfélagseign. Hinn mikli fjöldi hluthafa í upphafi skapaði félaginu afar óvenjulega stöðu og styrk. Ekki verður þó horft framhjá hinu að félagið hefði tæp- ast náð að vaxa og dafna eins og raun ber vitni ef það hefði ekki jafnframt alla tíð notið umsjónar og forystu fámenns kjarna öflugra manna úr atvinnu- og viðskiptalíf- inu. Ekkert félag í atvinnurekstri fær staðist án slíks stuðnings. Kyn- slóðir koma og fara, einstakir menn leysa aðra af hólmi en þjóðlífið – og viðskiptalífið – hefur sinn gang. Í næstum hundrað ára sögu Eim- skipafélags Íslands hafa margir og ólíkir menn staðið í brúnni. Með nýjum eigendum verður stefnan vafalaust endurmetin en siglingin heldur áfram í anda hinna gömlu einkennisorða félagsins „Navigare necesse“ (siglingar eru nauðsyn). ■ 9SUNNUDAGUR 21. september 2003 Í fylgd sögunnar Umræðan GUÐMUNDUR MAGNÚSSON ■ höfundur bókarinnar Eimskip frá upphafi til nútíma skrifar um kaup Björgólfs Guðmundssonar á Eimskipi. ■ Íslandssagan, fjölskyldusaga og persónuleg baráttusaga fylgir Björgólfi Guðmundssyni þegar hann sest í öndvegi í viðhafnarstofu íslenskrar kaupsýslustétt- ar, Eimskipafé- lagi Íslands, segir Guðmund- ur Magnússon sagnfræðingur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.