Fréttablaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 32
32 21. september 2003 SUNNUDAGUR HÆTTI KEPPNI Jón Arnar Magnússon hætti keppni á al- þjóðlegu móti í tugþraut sem fram fór í Talence í Frakklandi í gær. Jón Arnar lauk fjórum greinum en hætti áður en að 400 metra hlaupinu kom. Tugþraut Enska úrvalsdeildin: Chelsea á toppinn Einn stærsti leikur tímabilsins Stórleikur á Old Trafford í dag þegar Manchester United og Arsenal mætast í ensku úrvalsdeild- inni. Sol Campbell verður væntanlega ekki með og spurning með Roy Keane. FÓTBOLTI Manchester United og Arsenal eigast við í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar á Old Trafford í dag. Arsenal er í öðru sæti deildar- innar og hefur ekki tapað leik en United er í þriðja sæti stigi á eftir. Það verður á brattann að sækja fyrir Lundúnaliðið eftir að hafa verið niðurlægt af Inter Milan í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku. Auk þess leikur Sol Campbell líklega ekki með liðinu af persónu- legum ástæðum og Ruud van Nistelrooy, framherji United, er staðráðinn í að skora enda langt um liðið frá síðasta marki hans. „Ég hef góða tilfinningu fyrir leiknum,“ sagði Hollendingurinn knái. „Mér finnst alltaf eins og ég geti skorað í mikilvægum leikjum og að fá Arsenal í heimsókn er einn stærsti leikur tímabilsins.“ Van Nistelrooy hefur aðeins skorað í einum af síðustu fjórum leikjum United. Hann skoraði ekki þegar liðið vann Panathinaikos 5-0 í Meistaradeild Evrópu og komst heldur ekki á blað þegar Holland tapaði fyrir Tékklandi í und- ankeppni Evrópumótsins. Á síðasta tímabili varð hann markahæstur í ensku úrvalsdeildinni og Meistara- deild Evrópu. Þótt hjarta varnarinnar vanti í lið Arsenal eru leikmenn staðráðnir í að sigra í dag. „Eftir slæman dag eins og við áttum gegn Inter vill maður fá næsta leik á eftir eins fljótt og auðið er,“ sagði Patrick Vieira, miðjumaður hjá Arsenal. „Nú höfum við tækifæri til að sýna hvað í okkur býr.“ Talsverð meiðsli eru í herbúðum Manchester United. Fyrirliðinn Roy Keane, Nicky Butt, Ole Gunnar Solskjær og John O’Shea eru allir tæpir vegna meiðsla auk þess sem Paul Scholes er meiddur. Arsene Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, þarf að gera það upp við sig hvort hann stilli Sylvain Wiltord eða Dennis Bergkamp við hlið Henry í framlínunni. ■ RUUD VAN NISTELROOY Er staðráðinn í að skora í dag enda hefur honum gengið illa að koma knettinum yfir marklínuna. FÓTBOLTI Bayern München og Bayer Leverkusen skildu jöfn í sex marka leik í gær. Michael Ballack, Roy Makaay og Roque Santa Cruz skor- uðu mörk Bæjara en Carsten Ramelow, Francoaldo og Bastürk skoruðu mörk Leverkusen. Bræðurnir Bjarni og Þórður Guðjónssynir komu báðir inn á sem varamenn í lið Bochum sem gerði jafntelfi við Herthu Berlín 2-2. Stuttgart lagði Borussia Dort- mund að velli með einu marki gegn engu og tyllti sér þar með á topp þýsku Bundesligunnar með fjórtán stig. Leverkusen er í öðru sæti, stigi á eftir Stuttgart, en Bayern München er í því fimmta með ell- efu stig. Bochum er í tíunda sæti með átta stig. ■ Handbolti: Haukar fara áfram HANDBOLTI Íslandsmeistarar Hauka í handknattleik tryggðu sér sæti í Meistaradeild Evrópu í gær þótt þeir töpuðu fyrir portú- galska liðinu San Bernando Aveiro 24-20, í síðari viðureign liðanna í undankeppninni. Haukar unnu fyrri viðureignina með fjórtán marka mun, 37-23, og komast því áfram. Ásgeir Örn Hallgrímsson var markahæstur Hauka en hann skoraði fimm mörk. Haukar mæta þýska liðinu Magdeburg, spænska liðinu Barcelona og Vardar Skopje frá Makedóníu í riðlinum. Fyrsti leik- ur Hauka verður gegn Barcelona 11. eða 12. október. ■ MARK Michael Ballack skoraði fyrsta mark sitt í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Þýska úrvalsdeildin: Sex marka leikur í Bæjaralandi FJARRI GÓÐU GAMNI Sol Campbell verður væntanlega ekki með Arsenal í dag þegar liðið mætir Manchester United. FÓTBOLTI Chelsea komst á topp ensku úrvalsdeildarinnar í gær þegar liðið lagði Úlfana að velli 5-0. Hernan Crespo kom inn á sem varamaður í liði Chelsea og skor- aði fyrsta mark sitt fyrir félagið. Crespo bætti við öðru marki og sáu Frank Lampard, Jimmy Floyd Hasselbaink og Damien Duff um hin þrjú. Eiður Smári Guðjohnsen lagði upp eitt markanna og Jó- hannes Karl Guðjónsson var í byrjunarliði Úlfanna. Eftir leikinn hló Claudio Rani- eri, knattspyrnustjóri Chelsea, að þeim vangaveltum að Sven- Göran Eriksson tæki hugsanlega við stöðu hans hjá liðinu. Fulham kom í veg fyrir að Manchester City kæmist á topp deildarinnar þegar liðin skildu jöfn 2-2 á Loftus Road. Liverpool hélt áfram góðum árangri og vann Leicester City með tveimur mörkum gegn einu. Michael Owen skoraði fyrra mark Liverpool úr vítaspyrnu en Emile Heskey það síðara.˚ Glenn Hoddle, knattspyrnu- stjóri Tottenham, er orðinn valtur í sessi eftir að lið hans tapaði 3-1 fyrir Southampton. Southampton komst þar með í fjórða sæti deild- arinnar. ■ HERNAN CRESPO Skoraði fyrstu mörk sín fyrir Chelsea í gær. Enska úrvalsdeildin L U J T Mörk Stig Chelsea 5 4 1 0 15:6 13 Arsenal 5 4 1 0 11:3 13 Man. Utd. 5 4 0 1 9:2 12 South. 6 3 3 0 8:3 12 Man. City 6 3 2 1 14:8 11 Liverpool 6 3 2 1 9:4 11 Birmingh. 5 3 2 0 6:2 11 Portsm. 6 2 3 1 9:5 9 Blackburn 6 2 2 2 14:12 8 Fulham 5 2 2 1 11:9 8 Aston Villa 6 2 1 3 7:10 7 Bolton 6 1 3 2 4:10 6 Leicester 6 1 2 3 9:9 5 Everton 5 1 2 2 8:10 5 Charlton 6 1 2 3 7:9 5 Leeds 6 1 2 3 6:12 5 Tottenham 6 1 1 4 5:12 4 Newcastle 5 0 3 2 5:7 3 Middlesbr. 5 0 1 4 4:12 1 Wolves 6 0 1 5 1:17 1 LEIKIR DAGSINS: Middlesbrough - Everton Man. Utd. - Arsenal LÁRUS ORRI SIGURÐSSON Var í liði WBA sem gerði jafntefli við Crystal Palace í gær. Enska 1. deildin: WBA gerði jafntefli við Palace FÓTBOLTI Lárus Orri Sigurðsson var í liði West Bromwich Albion þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Crystal Palace í ensku 1. deild- inni. WBA var mun betri aðilinn í leiknum en Crystal Palace náði að jafna þegar skammt var til leiks- loka. Brynjar Björn Gunnarsson sat á varamannabekknum þegar Nottingham Forest tapaði fyrir Crewe 3-1. Heiðar Helguson var ekki í liði Watford sem tapaði fyrir Wigan, 1-0. Heiðar er meiddur. WBA er í þriðja sæti deildarinn- ar með 16 stig, þremur minna en topplið Wigan. Nottingham Forest er í fimmta sæti en Watford í því næstneðsta með fjögur stig. ■ Enska 2. deildin: Jafntefli hjá Barnsley FÓTBOLTI Barnsley, lið Guðjóns Þórðarsonar, gerði 1-1 jafntefli gegn Swindon í gær í ensku 2. deildinni. Swindon komst yfir í leiknum í gær en Kevin Betsy náði að jafna fyrir Barnsley í seinni hálfleik. Barnsley er í fimmta sæti deildarinnar með sextán stig, þremur stigum á eftir Port Vale, sem er í toppsætinu. ■ Evrópumet í skák: Hundrað konur tefldu SKÁK Evrópumet í fjöltefli kven- na var sett í Ráðhúsi Reykjavík- ur í gær þegar 102 konur mættu til leiks og tefldu við Kvenna- sveit Taflfélagsins Hellis. Kvennasveitin hafði stefnt að því að fá 50 konur en fjöldinn tvö- faldaðist og urðu sumar frá að hverfa. Liðið vann allar skákirnar nema þrjár; gegn Tinnu Gunn- laugsdóttur leikkonu, Báru Bald- ursdóttur sagnfræðingi og Jó- hönnu Björg Jóhannsdóttur nema. Engin skák endaði með jafntefli. Meðal þátttakenda voru Vig- dís Finnbogadóttir, Magga Stína, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Þórey Edda Elísdóttir og Eva María Jónsdóttir. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.