Fréttablaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 2
2 21. september 2003 SUNNUDAGUR „Já. FH eyðilagði fyrir mér vikuna en sem betur fer er vikan að verða búin svo ég get horft jákvæðum augum fram á næstu viku.“ Andri Sveinsson KR-ingur er bankaráðsmaður í Landsbankanum og náinn samstarfsmaður Björg- ólfsfeðga. Spurningdagsins Eyðilagði FH fyrir þér vikuna? Veðurhamur getur fellt laufþung tré Mjög kröpp lægð gengur yfir með morgninum með slæmu veðri um allt land. Hætta stafar af trjám sem enn eru fulllaufguð í ófreðinni jörð og geta því rifnað upp með rótum. VEÐUR „Þegar tré eru eins laufguð og þau eru nú er mjög mikil hætta á að þau láti undan veðurofsanum og brotni,“ segir Theódór Her- varsson veðurfræðingur. Veðurstofan hefur gefið út stormviðvörun um allt land en búist er við að veðrið geri orðið hvað verst á N o r ð a u s t u r - landi. Steinunn Árnadóttir garð- yrkjufræðingur segir að þegar jörð sé ófreðin og haldi ekki eins vel við ræt- urnar sé meiri hætta á að þung tré láti undan og mesta hættan er á að þau falli á bíla og girðingar og valdi þannig skaða. Gömul tré eru í hvað mestri hættu ef þau fá á sig snarpar vindhviður. Theódór segir að ef rigningin breytist í slyddu nyrðra sé það enn verra og þá verði tré enn þyngri og meiri hætta á að þau falli. Hann bendir á að hætta geti einnig skapast af lausamunum og öðru dóti sem fólk er með við hús sín. Því ættu menn að ganga tryggilega frá öllu. „Það er lítið hægt að gera við stór tré í görðum en þau get skapað hættu og valdið skaða því þau taka í sig ótrúlega mikinn vind. Ef menn vilja freista þess að forða þeim er hægt að stýfa þau eins og gert er í Noregi á haustin. Það er mjög algengt og þá eru greinarnar klipptar af en trén jafna sig aftur að vori.“ Theódór vill hvetja fólk til að vera ekki á ferðinni að ástæðu- lausu í dag heldur halda sig innan- dyra á meðan verðrið gengur yfir. Hafþór Jónsson, deildarstjóri hjá Almannavörnum ríkisins, seg- ir að haft hafi verið samband við almannavarnadeildir á landinu, einkanlega á Austurlandi, og at- hygli þeirra vakin á spánni. „Það er í höndum almannavarnadeilda á hverju svæði að gera ráðstafan- ir í sinni heimabyggð. Það er aldrei útilokað að veður geti vald- ið skaða, einkum er norðaustan- áttin slæm á ákveðnum stöðum austanlands. Vegna landslagsins þar getur gert staðbundið fárviðri á einstaka stað,“ segir Hafþór Jónsson, deildarstjóri hjá Al- mannavörnum ríkisins. ■ Rannsókn á morði utanríkisráðherrans Önnu Lindh: Skortir sannanir gegn grunaða SVÍÞJÓÐ Lögreglan í Svíþjóð hefur óskað eftir fleiri vísbendingum frá almenningi í tengslum við rannsókn á morði utanríkisráð- herrans Önnu Lindh. Sænskur karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um morðið ætlar ekki að reyna að fá gæsluvarðhaldsúr- skurði héraðsdóms í Stokkhólmi hnekkt. Ekkert hefur fengist upp gefið um niðurstöður DNA-rannsóknar á lífsýnum sem fundust á morð- staðnum en flest bendir til þess að sænsku lögreglunni hafi ekki tek- ist að afla nægilegra sannana gegn hinum grunaða. Verjandi mannsins heldur því fram að lög- reglan hafi ekkert í höndunum sem tengir skjólstæðing hans við morðið. Hinn grunaði hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag en þó hafa engar yfirheyrslur verið boðaðar á næstu dögum. Anna Lindh var borin til grafar í Stokkhólmi í gær að viðstaddri fjölskyldu og nánum vinum. Framboð í Heimdall: Boða breytingar STJÓRNMÁL Hópur tólf einstaklinga, sem hefur í hyggju að gefa kost á sér til setu í stjórn Heimdallar, hef- ur sent frá sér fréttatilkynningu um framboð sitt. Þar segir m.a. að fylgi Sjálfstæðisflokksins hafi farið minnkandi meðal ungs fólks og að gera þurfi breytingar á starfi fé- lagsins. Enginn þeirra tólf sem gef- ið hafa kost á sér situr nú í stjórn Heimdallar. Bolli Thoroddsen verk- fræðinemi gefur kost á sér til for- mennsku en tólf sitja í stjórn félags- ins. Þeir sem bjóða sig fram með honum hafa allir verið virkir í fé- lagsstarfi í menntaskólum og há- skólum. ■ LEIÐTOGAFUNDUR Jacques Chirac Frakklandsforseti, Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, svara spurningum blaðamanna að loknum leið- togafundi í Berlín. Sameinuðu þjóðirnar : Gegni lykil- hlutverki BERLÍN, AP Leiðtogar Þýskalands, Frakklands og Bretlands hafa komist að samkomulagi um að Sameinuðu þjóðunum beri að gegna lykilhlutverki í endurupp- byggingu Íraks. Þeir telja jafn- framt æskilegt að völdin í landinu verði sett í hendur heimamanna eins fljótt og auðið er. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, Jacques Chirac Frakklandsforseti og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, áttu tveggja klukkustunda langan fund í Berlín í gær. Markmið fundarins var að jafna ágreining þjóðanna þriggja varðandi Írak. „Við lítum svo á að það sé hlut- verk alþjóðasamfélagsins að gefa Írökum möguleika á lýðræði og stöðugleika,“ sagði Schröder þeg- ar leiðtogarnir ávörpuðu blaða- menn að loknum fundi. Þremenn- ingunum tókst þó ekki að komast að samkomulagi um það hvenær eða með hvaða hætti bæri að framselja völdin í hendur Íraka. Þeir lögðu ekki fram neinar fast- mótaðar tillögur varðandi endur- uppbyggingu Íraks og játaði Jacques Chirac að enn væru ýmis ágreiningsmál óleyst. ■ Fíkniefnasmygl: Enn í haldi FÍKNIEFNASMYGL Mennirnir fimm sem voru úrskurðaðir í gæsluvarð- hald vegna smygls á talsverðu magni fíkniefna eru enn í haldi lög- reglu. Rannsókn stendur yfir en efnin fundust um borð í einu fragt- flutningaskipi Samskipa. Lögregla gefur ekki nánari upp- lýsingar á meðan á rannsókn stendur en fram hefur komið að einn fimmmenninganna sé starfs- maður hjá Samskipum. Einhverjir þeirra hafa komið við sögu fíkni- efnalögreglunnar áður. ■ FÓRNARLAMB SKOTÁRÁSAR Aquila Al-Hashimi er eini meðlimur íraska framkvæmdaráðsins sem gegndi embætti í stjórn Saddams Husseins. Meðlimur framkvæmda- ráðsins í Írak: Liggur al- varlega særð BAGDAD, AP Aquila al-Hashimi, sem situr í framkvæmdaráði Íraks, særðist alvarlega þegar menn vopnaðir Kalashnikov-rifflum hófu skothríð á bifreið hennar í Bagdad. Þrír lífverðir al-Hashimi særðust einnig í árásinni. Al-Hashimi var skotin tvívegis í kviðinn. Eftir að hafa gengist undir skurðaðgerð á sjúkrahúsi í Bagdad var hún flutt á bandarískt hersjúkrahús til aðhlynningar. Flest bendir til þess að árásin hafi verið þaulskipulögð en ekki er vit- að hverjir voru að verki. Al-Hashemi er ein þriggja kvenna í íraska framkvæmdaráð- inu sem skipað var af Bandaríkja- mönnum og Bretum í júlí. Hún var meðlimur Baath-flokksins og vann í íraska utanríkisráðuneyt- inu í stjórnartíð Saddams Husseins. ■ Austfirðir: Nýir fulltrú- ar og nafn KOSNINGAR Gengið var til kosninga í gær í nýju sameinuðu sveitarfé- lagi Búðahrepps og Stöðvar- hrepps. Bæði var kosið um lista í sveit- arstjórn og nafn á nýja sveitarfé- lagið. Úrslit lágu ekki fyrir þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær- kvöldi. Þau verða kynnt í blaðinu á morgun. Tveir listar buðu fram: B-listi Framsóknarfélaga Fáskrúðsfjarð- ar og Stöðvarfjarðar og S-listi Samfylkingar og óháðra. Nöfnin sem kjósendum stóð til boða að velja á sveitarfélagið voru Austurbyggð, Búða- og Stöðvarhreppur, Sjávarbyggð og Suðurfjarðabyggð. ■ SÆNSK LÖGREGLUKONA Lögreglumenn standa fyrir utan verslunar- miðstöðina í Stokkhólmi þar sem Anna Lindh var stungin til bana, til að taka á móti vísbendingum frá almenningi. Þyrlan sótti sjómann: Tók tvisvar bensín ÚTKALL Þyrla Landhelgisgæslunn- ar sótti slasaðan sjómann á haf út um 50 sjómílur austnorðaustur af Langanesi í gær. Hafði maðurinn dottið illa en hann reyndist ekki alvarlega slasaður. Reyndist flugið erfitt vegna veðurs. Varð þyrlan að lenda tví- vegis til eldsneytistöku og var hún því óvenju lengi á leiðinni. ■ HÆTTA Á AÐ TRÉ FJÚKI Þessi myndarlega ösp fauk norður á Akureyri í gær. Hætta er á að tré falli í veðrinu í dag þar sem þau eru enn laufguð og jarðvegur ófrosinn. „ Það er aldrei útilokað að veður geti valdið skaða, einkum er norðaust- anáttin slæm á ákveðnum stöðum. Elstu aspir brotnuðu á Akureyri: Veður brjálað á Norðurlandi HAUSTLÆGÐ Mjög kröpp og djúp lægð gerði það að verkum að veð- ur var mjög slæmt á Norðurlandi í gær, einkum fyrri hluta dags. Á Akureyri létu um tuttugu metra háar aspir undan veðurofsanum og bátar slitnuðu frá smábátabryggj- unni en litlar skemmdir urðu að öðru leyti af völdum veðursins. Að sögn lögreglunnar á Akureyri var eitthvað um að smáhlutir færðust úr stað en engar meiriháttar skemmdir urðu. Ólöf Jónasdóttir, íbúi við Eyrar- veg 25 á Akureyri, sagðist hafa brugðið allnokkuð þegar yfir fimmtíu ára gömul ösp í garðinum hennar lagðist yfir glugga hússins. „Tvær stórar greinar fóru af en það brotnaði ekki ein einasta rúða. Hún slitnaði ekki upp frá rótum en tók eina birkihríslu með sér sem brotnaði. Ég vissi bara ekki hvað var um að vera, veðrið var alveg hreint voðalegt í morgun en það er farið að lægja aðeins núna,“ sagði Ólöf í gærmorgun. Aspirnar eru með þeim fyrstu sem gróðursettar voru á Akureyri árið 1949 en vitað er að fleiri aspir gáfu eftir í veð- urofsanum í bænum. Theódór Hervarsson veður- fræðingur segir að í mestu hvið- unum hafi vindhraðinn mælst mest 24 metrar á sekúndu. „Á Sauðanesi mældust 25 metrar á sekúndu og þá erum við ekki að tala um í hviðum heldur á sú mæl- ing við um meðalvind. Hér syðra komst vindhraði mest í 24 metra á sekúndu í hviðum.“ ■ ÓLÖF JÓNASDÓTTIR Öspin var gróðursett árið 1949. Ólöf sagði að hún hefði lagst yfir alla glugga og myrkvað inni en sem betur fer brotnaði enginn gluggi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.