Fréttablaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 21.09.2003, Blaðsíða 14
14 21. september 2003 SUNNUDAGUR Sumar breytingar eru svohægfara að mannsævin hrekkur ekki til að nema þær. Til dæmis hvort jökullinn hefur stækkað eða minnkað eða staðið í stað. Aðrar eru svo hraðvirkar að við náum þeim ekki, t.d. ljós- ið sem okkur sýnist standa kjurt, en ferðast í raun á mesta hugsanlegum hraða, 300 þúsund km á sek. Þá eru breytingar sem fara fram hjá okkur af því að við erum svo samofin þeim. Okkur er eiður sær að jörðin sýnist standa kjur, en ef okkur gæfist að stíga út fyrir hana sæjum við hana geisast hjá á 30 km. hraða á sekúndu. Breytingar í hugarheiminum eru kapítuli út af fyrir sig, því fyrirbærin geta umpólast án þess að orðin sem tákna þau breyti um búning. Tökum til dæmis Grettissögu. Á einum stað segir frá Þórólfi bónda sem fer að leita hrossa og í beinu framhaldi af því segir sagan: „af því þykjast menn vita, að hann var ekki mikilmenni.“ Hvernig á nútímamaður að skilja þetta? Á okkar dögum eru einmitt mikilmenni fullsæmd af því að eltast við hross! Fornmenn aftur á móti fyrir- litu líkamlegt erfiði. Sama gerðu fornmenn Grikkja og Rómverja. Í þeirra huga var höfuðverkefni frjáls manns að hugsa um sjálfan sig, stöðu sína í heiminum, en um fram allt stjórnmál. Öll erfiðis- vinna var á hendi þræla sem þeir flokkuðu með húsdýrum. Og þótt þessar þjóðir hafi unnið menningarafrek sem ekki hefur tekist að toppa enn (og verður tæplega úr þessu), þá voru þeir öldungis sinnulausir á tækni- sviðinu. Grikkir og Rómverjar þurftu ekki að finna upp neinar vélar, þeir höfðu ofboð af þrælum til allra verka. Vinnan og kynlífið Hinn kristni heimur sem tók við af heiðninni gerði vinnunni ekki hátt undir höfði. Ásamt kynlífinu var hún bein afleiðing af syndafallinu og gat því ekki, fremur en kynlífið, komið til álita sem samkvæmishæft at- hæfi. Sbr. ókvæðisorðin alkunnu sem Guð kallar á eftir foreldr- um okkar um leið og hann rekur þau burt úr Paradís: „Í sveita andlitis þíns skaltu brauðs þíns neyta...“, slengir hann á Adam, en Evu trakterar hann með þessum bölbænum: „Með sárs- auka skalt þú börn þín fæða - og samt girnast til bónda þíns“. Vinnan og kynlífið eru upp- haflega hugsuð sem refsing af hálfu kristindómsins. Mótsagnakennd staða Hvenær öðlast vinnan það já- kvæða inntak sem hún hefur lengst af haft í nútímanum? Það gerist einmitt við upphaf nú- tíma: landafundi, siðaskipti og uppgang kapítalisma - en nútím- inn er ofinn úr þessum þremur þáttum. Þegar iðnbyltingin var komin á skrið í upphafi 19. aldar voru engar skorður við vinnutíma, hann var svo langur sem at- vinnurekandanum þóknaðist og verðlagður af honum. Sem, ef hann gat komið því við, tók vinnuafl barna og kvenna fram yfir fullburða vinnuafl karla, einfaldlega af því að sú vinna var ódýrari. Síðan hefur tuttug- asta öldin runnið sitt skeið með víðfrægri baráttu evrópsks verkalýðs til að koma á mann- sæmandi vinnudegi. Uns svo er komið að hin evrópska vinnu- vika er komin niður í 35 stundir með lögskipuðu sumarleyfi og eftirlaunum um sextugt. Ásamt hvers kyns tryggingum og fæð- ingarorlofi - með þeim afleiðing- um að hámarksgróðahyggjan horfir annað. Þannig er komin upp sú mót- sagnakennda staða í þeim heimshluta sem best býr, að at- vinnulífið þarf neytendur með mikla kaupgetu en styðst jafn- framt í æ ríkari mæli við vinnuafl sem ýmist er staðsett á örreitispörtum jarðar þar sem auðmagnið setur niður verksmiðjur sínar, eða flytur þetta undirmálsvinnuafl inn (eins og við höfum séð Impreglio gera á Íslandi und- anfarnar vikur). Þetta á sér stað jafnhliða óð- fluga tækniþróun sem fækkar störfum miklu hraðar en hún skapar ný. Í það stefnir og að því mun koma að ekki verður öllu leng- ur hægt að halda sofandi spurningunni: hvað á að gera við fólkið á Vesturlöndum? At- vinnuleysi hefur verið fast 10% í heilan mannsaldur í þró- uðustu ríkjum Evrópu með til- heyrandi sjúkdómseinkennum (uppgangi nýnasista, illviðráð- anlegu dópfári). Og það þrátt fyrir tröllauknar ráðstafanir hins opinbera til að „skapa ný störf“. Menn geta ímyndað sér hvað gerðist ef blaðinu yrði snúið við og tækninni leyft að hafa óheftan framgang, samfara engisprettuhoppi auðmagnsins. Saga öfugþróunar Eins og fram hefur komið er vinnan fyrirbæri sem á sér sögu. Á hún eftir að líða undir lok? Mun aftur renna upp tíð þegar heimspeki og stjórnmál verða höfuðviðfangsefni mannsins, en vélarnar hafa alfarið tekið yfir þátt þrælanna í fornöld? Ég veit það ekki. Saga manns- ins virðist á köflum vera saga öf- ugþróunar, samanber steinaldar- menn sem hagfræðingurinn Marshall Sahlins hefur reiknað út að hafi varið 2-3 stundum dag- lega til að afla sér viðurværis. Býður nokkur betur? PÉTURS GUNNARSSONAR ■ Sunnudagsþankar Að vinna minna Skrattinn hristir upp í menningarelítunni Hilmar Jónsson er að laga Meistarann og Margarítu eftir Búlgakov að leiksviðinu. Hafnarfjarðarleikhúsið og Vesturport munu að öllum lík- indum taka höndum saman um uppfærsluna og vonir standa til að Ingvar Sigurðsson muni leika hið illa í verkinu. Leikhúsfólk hefur lengi gæltvið þá hugmynd að koma sögu Mikhaíls Búlgakovs á svið á Íslandi og sá draumur verður að öllum líkindum að veruleika í kringum áramótin hjá Hafnar- fjarðarleikhúsinu sem stefnir að uppsetningu verksins í sam- vinnu við Vesturport. „Fólk hefur horft til þessa verks með leikrit í huga allt frá því þýðing Ingibjargar Haralds- dóttur kom út í kringum 1980,“ segir Hilmar Jónsson leikstjóri, sem er byrjaður að vinna leik- gerð upp úr þessu meistara- verki Búlgakovs. Djöfullinn og Júlía „Sá orðrómur hefur í það minnsta verið lífseigur að marg- an hafi langað til þess að gera þetta og mér sýnist þetta vera komið á það stig hjá okkur að af þessu verði. Ég er að velja ákveðna framvindu og skræla hana niður í einhverja trúverð- uga atburðarás.“ Hilmar hefur alla jafna unnið leikgerðir sínar fyrir Hafnar- fjarðarleikhúsið í nánu sam- starfi við leikhópinn og heldur sig við það vinnulag. „Þetta heldur áfram að vera hópvinna og það taka allir þátt í ferlinu. Það sem er skemmtilegt við þetta verkefni er að ég vænti þess að leikhópur Vesturports komi til samstarfs við okkur og þetta verður þá næsta verkefni þess hóps eftir glæsilega sigur- för með Rómeó og Júlíu innan- lands og utan.“ Vesturport er að sýna þennan sígilda harmleik Shakespeares í loftköstum í London en þar fer Ingvar Sigurðsson með hlutverk föður Júlíu. Sá kvittur er kom- inn á kreik að hann muni fara með hlutverk hins illa, Woland, í Meistaranum og Margarítu, en Hilmar telur ekki tímabært að ræða hlutverkaskipan. „Hann er væntanlega í þessum hópi og það væri voðalega eðlilegt að fá hann til að leika Woland.“ Fokið í flest skjól Búlgakov segir píslarsöguna upp á nýtt í Meistaranum og Margarítu en eins og Árni Berg- mann bendir á í formála að þýð- ingu Ingibjargar lætur hann hlut- skipti „Jesúa og Pílatusar í minni þjóðanna“ verða sér vísbendingu á von um réttlæti. „En dómur sögunnar nægir honum ekki. Réttlætiskrafan kemur í veg fyr- ir að Búlgakov geti verið hlýðinn lærisveinn Jesúa, hún spyr um endurgjald, refsingu. Þess vegna þarf höfundur á Woland að halda og púkum hans, á því illa afli sem gerir gott, svo höfð sé með þver- sögn úr Faust Goethes.“ Það er hins vegar svo illa kom- ið í heimi Búlgakovs að djöflarn- ir freista sekra manna og refsa þeim þannig að „andskotinn er velkominn framkvæmdastjóri réttlætisins, sem flettir ofan af leigupennum, mútuþegum, róg- berum og forréttindahyski,“ eins og Árni orðar það. „Þetta er algjört snilldarverk og það er líka svolítið heillandi fyrir mann að leika sér með það núna“, segir Hilmar og finnur verkinu ýmsa snertifleti í ís- lenskum samtíma. „Það á alger- lega eftir að ákveða hvernig við nálgumst þetta og það má vel vera að við færum söguna til í tíma og rúmi en þetta er allt í ígrundun. Það er mikið búið að vera í gangi bæði hérlendis og víða um heim sem á vel við inni- hald verksins; ýmis spilling hef- ur verið upprætt og menn sem hafa misstigið sig hafa fengið að finna svolítið fyrir því. Þetta hef- ur verið að gerast hérna með op- inbera starfsmenn og aðra sem hafa verið með puttana í fjár- munum og misnotað aðstöðu sína. Það er svo aftur fokið í mörg skjól og andvaraleysið mikið þegar sjálfur djöfsi þarf að koma og refsa hinum vondu þannig að það er margt skemmti- legt og aktúelt sem hægt er að velta sér upp úr í þessu verki. Svo er þetta líka falleg ástarsaga og fer víða um. Búlgakov fjallar líka um rithöfunda og skáld og afstöðu til þeirra í Moskvu sam- tíma síns. Þannig að það eru líka sóknarfæri þarna ef maður vill vekja umræður og fólk til um- hugsunar.“ Skreið allt í einu upp á yfirborðið Meistarinn og Margaríta skýt- ur oft upp kollinum þegar fólk ræðir uppáhaldsbækurnar sínar og Hilmar sér ekkert athugavert við það enda um magnaða sögu að ræða, en hvað með hann sjálfan, hefur hann lengi haft augastað á verkinu? „Maður er alltaf með eitthvað í kollinum og svona verk koma og fara. Þessi bók á það sameiginlegt með mörgum öðr- um að þær verða bara allt í einu aktúal og þá er maður kominn á bólakaf og allt fer af stað. Það er eins og hvert verkefni hafi sinn tíma og þetta virðist bara vera tími Meistarans og Margarítu. Það er þannig með svo margt í þessum bransa að hlutirnir skríða ekki upp á yfirborðið fyrr en allt í einu.“ thorarinn@frettabladid.is INGVAR SIGURÐSSON Leikur í Rómeó og Júlíu í London um þessar mundir en vonir standa til að hann muni bregða sér í hlutverk Wol- ands í Meistaranum og Margarítu eftir að sigurgöngu Vesturports lýkur í heimalandi Shakespeares. HILMAR JÓNSSON Segir Meistarann og Margarítu vera stór- kostlega bók og telur verkið eiga margvís- legt erindi við samtímann. Hann sér mörg sóknarfæri í því þannig að Woland gæti hrist upp í þjóðlífinu upp úr áramótum. VERKLEGAR FRAMKVÆMDIR „Hinn kristni heimur sem tók við af heiðninni gerði vinnunni ekki hátt undir höfði. Ásamt kynlífinu var hún bein afleiðing af syndafallinu.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.